Morgunblaðið - 14.01.2017, Side 52
LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 14. DAGUR ÁRSINS 2017
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 888 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Nafn stúlkunnar sem lést
2. Ráðalaus eftir sjálfsvíg 12 ára …
3. Ofbeldið stóð yfir í átta ár
4. Myndir af Subway-samlokum …
Sýning á verkum myndlistarkon-
unnar Katrínar Matthíasdóttur verð-
ur opnuð í anddyri Norræna hússins í
dag kl. 15. Katrín sýnir annars vegar
portrettmyndir af sonum sínum
þremur og hins vegar myndir sem
vísa til heimsvár, misskiptingar,
mengunar og loftslagsbreytinga.
Verkin eru áleitin og til þess falin að
vekja áhorfandann til umhugsunar
um sameiginlega ábyrgð okkar allra á
framtíðinni, að því er segir á vef
Norræna hússins.
Portrett og heimsvá
Nýárstónleikar
tónlistarhópsins
Elektra Ensemble
verða haldnir á
morgun kl. 17 í
Norðurljósum í
Hörpu. Flutt verða
lög úr söng-
leikjum eftir Gers-
hwin og Bernstein
auk ástríðufullra tangóa. Hallveig
Rúnarsdóttir sópran og Gissur Páll
Gissurarson syngja með hópnum.
Söngleikjalög og
ástríðufullir tangóar
Og aftur að nýárstónleikum því ný-
árstónleikar fjölskyldunnar fara fram
í Hömrum í Hofi á Akureyri á morgun
kl. 14. Á þeim verða fluttar margar af
perlum Strauss-feðga og dansaðir
Vínarvalsar. Johann Strauss sjálfur
mun hugsanlega mæta í eigin per-
sónu. Tónleikarnir eru samstarfsverk-
efni Töfrahurðar, Tónlistarfélags Ak-
ureyrar, Dansskóla
Önnu Breiðfjörð,
Menningarfélags
Akureyrar og
1862 Nordic
Bistro og sögu-
maður og leikari
er Ásta Sig-
hvats Ólafs-
dóttir.
Mætir Strauss?
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 8-15 m/s sunnan- og vestanlands eftir hádegi og snjó-
koma, en slydda eða rigning við ströndina og hlánar. Dregur úr vindi í kvöld.
Á sunnudag Sunnan hvassviðri eða stormur og vætusamt sunnan og vestan til, en hæg-
ari og þurrt að mestu um landið norðaustanvert. Hiti 4 til 12 stig síðdegis. Snýst í suð-
vestanátt með éljum vestan til á landinu um kvöldið og kólnar.
„Mér finnst alveg vera innistæða fyrir
sigri á móti Slóvenunum. Þeir eru
með allt öðruvísi lið heldur en Spán-
verjarnir og breiddin hjá þeim er ekki
eins mikil og áður. Ef við náum að
halda vörninni góðri allan tímann og
náum að stoppa fyrstu línuna hjá
þeim þá er mikið unnið,“ segir Ásgeir
Örn Hallgrímsson um leik Íslands og
Slóveníu á HM í Frakklandi í dag. »1
Innistæða fyrir sigri
gegn Slóvenum í dag
„Ég er ekki ánægður með
þessa nýju reglu um auka-
mann í sókn. Ég tel að hún
strípi leikinn og geri hann
einfaldari. Ég sé þegar
merki þess,“ sagði Gunnar
Magnússon, þjálfari Ís-
landsmeistara Hauka í
handknattleik karla, um
skoðanir sínar á reglunni
um sjöunda sóknarmanninn
sem kom í handboltaregl-
urnar á síðasta ári. »2-3
Aukamaðurinn í
sókn ekki til bóta
Tékkar hafa áhuga á að fá Adam Hauk
Baumruk, leikmann Íslandsmeistara
Hauka í handknattleik, í landslið sitt.
Þeir hafa kannað hug hans til þess að
gefa kost á sér í tékkneska landsliðið.
Adam Haukur mun velta málinu al-
varlega fyrir sér en
hann hlaut ekki
náð fyrir augum
Geirs
Sveins-
sonar
lands-
liðsþjálfara þegar
28 manna hóp-
urinn fyrir HM í
Frakklandi var
valinn í byrjun
desember. »1
Tékkar vija fá Adam
Hauk í sitt landslið
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Á bak við bláa hurð á gömlu gulu
steinhúsi í Kristjánshöfn í Kaup-
mannahöfn leynist einn vinsælasti og
umtalaðasti veitingastaður borg-
arinnar, Kadeau sem skartar Michel-
instjörnu. Einn þeirra sem þar ráða
ríkjum er hinn hálfíslenski Kristen
Eyfjörð Pedersen.
Sá sem hyggst sækja staðinn heim
þarf að kynna sér staðsetninguna áð-
ur, því að á húsinu er ekkert sem gef-
ur til kynna að það hýsi einn besta
veitingastað borgarinnar við sundið.
Ekkert skilti og enginn matseðill í
ramma framan á húsinu, eins og
gjarnan er á veitingastöðum. Við
dyrnar er lítill skjöldur sem á stendur
Kadeau og þegar blaðamaður hringir
dyrabjöllu kemur Kristen til dyra.
Hann á íslenska móður og danskan
föður, hann hefur starfað á Kadeau í
tvö ár og gegnir þar stöðu sem á
dönsku kallast „restaurantchef“, en í
því felst að hann hefur umsjón með
veitingasal staðarins og skipuleggur
daglegan rekstur. Kristen er 26 ára,
en er enginn nýgræðingur í veitinga-
bransanum þrátt fyrir ungan aldur.
„Ég hef unnið á veitingastöðum hálfa
ævina, síðan ég var 13 ára. Ég byrjaði
í uppvaski og hef þjónað og unnið ým-
is störf á veitingastöðum meðfram
námi. Það má líklega segja að ég
þekki veitingastaðarekstur frá öllum
sjónarhornum.“
Áhrif frá Borgundarhólmi
Á Kadeau er eldaður matur undir
áhrifum frá dönsku eyjunni Borgund-
arhólmi, en eigendur staðarins, þeir
Rasmus Kofoed, Nicolai Nørregaard
og Magnus Høegh Kofoed, eru þaðan
og að sögn Kristens ákváðu þeir að
opna Kadeau í kjölfar velgengni veit-
ingastaðar þeirra á Borgundarhólmi.
Er hægt að tala um Borgundar-
hólmseldhúsið eins og t.d. franska
eldhúsið eða norræna eldhúsið? „Það
held ég ekki,“ svarar Kristen. „Þetta
er norrænn matur með tilteknum
áherslum. Eyjan liggur austar en
aðrir hlutar Danmerkur og þar vaxa
jurtir og grænmetistegundir sem
ekki er að finna annars staðar í land-
inu.“
Eins og afar vel hannað heimili
Fleira en maturinn á Kadeau hef-
ur vakið athygli. Hönnun staðarins
þykir einstök, talsvert hefur verið
fjallað um hana í hönnunarblöðum og
vel má taka undir það. Að ganga inn
á staðinn er líkast því að ganga inn á
afar vel hannað heimili þar sem ekk-
ert hefur verið sparað í innréttingum
og húsgögnum. Eldhúsið er opið og
þar má fylgjast með matreiðslu og
undirbúningi og þegar blaðamann
ber að garði um hádegisbil er fjöldi
matreiðslumanna að störfum við að
undirbúa kvöldið. Veitingasalurinn
er ekki stór, hann tekur um 30 gesti
og er yfirleitt fullsetinn.
Blaðamaður hefur orð á þessari
heimilisstemningu við Kristen og
hann tekur undir. „Það var útgangs-
punkturinn í allri hönnuninni, segir
hann. Margir gestanna segja að þeim
líði eins og heima hjá sér eða eins og
þeir séu í heimsókn hjá einhverjum.
Það er það sem við viljum.“
En hvað finnst Kristen sjálfum
skemmtilegast að elda? „Það er svo
margt. Eiginlega allt úr fersku hrá-
efni, það verður að vera mikið af
grænmeti, gjarnan kál. Ég elska það.
Og fiskur, hann verður að vera með.“
Kristen segir að íslenskt hráefni,
m.a. söl og kúfskel, hafi verið notað á
Kadeau. „Það passar virkilega vel
inn í okkar áherslur,“ segir hann.
Byrjaði 13 ára í uppvaskinu
Kristen vinnur
á Michelinstað í
Kaupmannahöfn
Morgunblaðið/Anna Lilja
Á Michelinstað Kristen Eyfjörð Pedersen hefur starfað í tvö ár á Kadeau.
Hann hefur unnið hálfa ævina á veitingastöðum, síðan hann var 13 ára.
Ljósmynd/Marie Louise Munkegaard
Að störfum Innréttingar og hönnun
á Kadeau hafa vakið athygli.
Kadeu fékk Michelin-stjörnu árið 2013 og
hefur fengið afar jákvæðar umsagnir á öll-
um helstu veitingahúsavefsíðum og í mat-
artímaritum, m.a. valdi danska dagblaðið
Politiken Kadeau besta veitingastað
Kaupmannahafnar þrjú ár í röð. En hvað
er á boðstólum á Kadeau?
Boðið er upp á 15 rétta matseðil, þar
sem m.a. má finna skelfisk, lax, humar,
svínakjöt og önd. Mikil áhersla er á græn-
meti og ferskar jurtir og maturinn er oft
bragðbættur á nýstárlegan og framandi hátt,
eins og t.d. með stráum, þangi og furunálum.
Hvað er í matinn?
STRÁ, ÞANG, FURUNÁLAR OG NÝSTÁRLEG NÁLGUN
Ljósmynd/ M.L. Munkegaard