Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2004, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 29.07.2004, Blaðsíða 11
[Ungir listamenn að störfum í Reykjanesbæ] TEXTI • JOHANNES KR. KRISTJANSSON Enginn galdur að horfa á málverk Gunnhildur Þórðar- dóttir er 25 ára nemi frá Keflavík. Hún Iauk BA námi í Fine art og Art History frá Listaháskólanum í Cambridge. í framhaldi af því hóf Gunnhildur meistaranám í liststjórnun (MA in arts man- agement) og vinnur hún nú að lokaritgerð sinni. Gunnhildur segir að nám í listst jórnun fclist m.a. í rekstri og stjórnun lista- safna, leikhúsa og annarra menningarstofnana. Gunnhildur starfar í sumar við listasafn Reykjanesbæjar í DUUS-húsum að hanna gagna- grunn. Hvenœr málaóirðu fyrsta mál- verkið þitt? Ég var ábyggilega um 10 ára gömul. Ætlaðir þú þér alltaf að veróa listakona? Nei, ég sagði við mömmu þegar ég var á leikskóla að ég vildi annaðhvort verða leikskólakona, læknir eða nom. Liðurþér vel þegarþú málar? Já, þá dett ég inn í annan heim, þá kemst ekkert annað að og ég svara ekki einu sinni simanum. Ég get eytt dögum saman í að mála og vera ein en svo þarf ég að drifa mig út og hitta fólk og stundum neyði ég sjálfa mig í að fara út bara t.d. út í búð eða út að til 29. ágúst og þangað leggja margir íslendingar leið sína. Hvað myndirðu geraefþú vcerir að mála rnynd undir griðarlegri pressu sem forseti Islainls hefði pantað til að gefa norska krón- prinsinum sem gjöf frá íslend- inguin og þegar þú vœrir alveg að klára dytti myndin og gulur, rauður og grœnn litur myndu þekja verkió? Ég held ég skilji ekki þessa spurningu. Ég hef aðeins einu sinni verið beðin um að mála verk. Þá reyni ég bara að hugsa um það eins og hveija aðra vinnu en ekki endilega fyrir hvern ég geri hana. Ég reyni alltaf að gera mitt besta og hvað með það þó að krónprinsinn fengi guit, rautt og grænt málverk! labba eða hjóla. Ég vinn samt bara í skorpuvinnu í rauninni og hef alltaf gert meira að segja með námið! Áttu þér uppáhalds málverk? Ef þú átt við mitt eigið þá verð ég að segja að ákveðin málverk hjá mér eru svona eins konar lyk- ilmálverk, þ.e.a.s. þau gegna mikilvægu hlutverki í þróun minni og mér þykir alltaf vænt um þau. Þau vil ég helst ekki selja en þegar ég var sem fátæk- ust í Cambridge þá seldi ég nokkur og stundum sé ég eftir þeim en sem betur fer keypti gott fólk verkin og ég er með skrá yfír öll verkin mín. Aftur á móti ef þú meinar aðra listamenn þá held ég mikið upp á Kandinsky, Mark Rothko, Kristján Davíðs- son og Eirík Smith. Þeir hafa all- ir málað abstract en ég er líka mjög hrifin af verkum vinkonu minnar, Karólínu Lárusdóttur sem er figurative og landslags málari. Verk systur minnar, Bryn- hildar hafa einnig mikil áhrif á mig og í rauninni er Island alltaf í verkunum mínum. Við eigum svo fallegt land. Er það satt að listamenn sjái ótrúlegustu hluti út úr málverk- um sem aðrir svo skilja ekkert i? Ég held að það séu ekki bara listamenn sem sjá hluti í öðrum hlutum. T.d. sjá börn á mjög skemmtilegan hátt og skilja oft betur en fullorðnir. Ég held að ef þú er í sambandi við sjálfan þig skilur þú betur umhverfi þitt og þá sennilega aðra hluti líka s.s. málverk eða aðra list. Hver er galdurinn við að horfa á málverk? Það er sko enginn galdur en ég vil stundum gefa mér tíma í að horfa og skilja aðferð listamanns- ins en oft eru það lyldlmálverldn sem ég horfi og pæli mikið í því ég held að aðrir listamenn geri lykilverk. Mega Keflvíkingar eiga von á að sjá eitthvað af þínum verkum á næstunni? Já, ég og tvíburasystir mín, Bryn- hildur Þórðardóttir verðum með sýningunni í Fischerhúsinu við Hafnargötuna á Ljósanótt þökk sé Valgerði Guðmundsdóttur menningarfulltrúa Reykjanes- bæjar. Svo er ég einnig með sýn- ingu í Islands Kulturhus eða Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar Það er ekki hægt að segja annað en að menningarlíf Suðurnesja sé í miklum blóma. Sífellt berast fréttir af ungu Suðurnesjafólki sem ákveðið hefur að feta I ista bra uti na. Víðir Guðmundsson og Gunnhildur Þórðardóttireru ungt listafólká uppleið. Víðir Guðmundsson er 27 ára gamall Suður- nesjamaður og stundar hann nám á leiklistarbraut Listaháskóla íslands. Víðir kláraði annað árið í vor af fjór- um við skólann. Um þessar niundir sér Víðir um leiklistar- kennslu í listaskóla barnanna í Reykjanesbæ. Hann er einnig að vinna með leikhóp í Reykja- vík sem kallar sig Reykvíska listaleikhúsið og er þessa dag- ana verið að setja upp verk eft- ir Jón Atla Jónasson Grímu- hafa í leikstjórn Ólafs Egils Ólafssonar. Frumsýning verður þann 25. júlí. Hvar og hvencer voru þín fyrstu spor á leiksviðinu? Ætli það hafi ekki verið í ein- hveiju skólaleikriti í grunnskóla, en það er eitthvað sem maður man voðalega lítið eftir. Síðan gerðist ekkert í þessum málum fyrr en ég var tvítugur, að ég fór að leika með leikfélagi Grinda- víkur í nokkrum leikritum og svo í einu verki hér í Keflavik (Bar par). Ætlaðir þú þér alltaf að verða leikari? það hefur alltaf verið einhvers- konar köllun í það að skapa og segja frá hjá mér, sem hefbr að- eins ágerst með árunum. Ég reyndi til dæmis fjórum sinnum við að komast inn í leikiistarskól- ann og komst inn i fjórðu tilraun. Það mætti því segja að frá því að ég var tvítugur hafi ég farið að eltast við drauminn. Líðurþér vel á sviði? Nei, þaó er ekki alltaf sem að manni líður vel þar. Stundum finnst manni maður ekki vera fullkomlega tilbúinn og þá er maður alveg með hjartað í bux- unum. En það er hluti af þessu líka. Þ.e. spennan og stressið sem fylgir því að fara á svið. Og svo aftur á móti léttirinn þegar allt hefur heppnast vel, sem það vanalega gerir. Hvernig er i Leiklistarskóla ís- lancls? Hann er mjög sérstakur að því leiti að maður situr ekki yfir bók- um allan daginn. Það er mikil líkamsþjálfun, raddþjálfun, hljóðmótun, söngur, kvikmyndir, saga ofl. Síðan eru leiktúlkunar- tímar. Tímamir eru misgóðir og misskemmtilegir. Þessi skóli er í rauninni ekkert frábrugðin öðr- um skóluni hvað þetta snertir. Sumt er gott og annað ekki eins gott. Stundum er gaman og stundum leiðinlegt. Alveg eins og lífið. Erþað satt aó þarfari nemend- ur saman nuktir ísturtu? Ég held að ég gefi ekkert upp um það hvort þetta sé satt eða ekki, en sögusagnir um þetta hafa ver- ið lengi á kreiki. Og var þetta eitt af því fyrsta sem ég kannaði eftir að ég komst inn. Attu þér draumaverkefni innan leikhússins? Nei, ég get ekki sagt það. Aðeins að ég fái að takast á við krefjandi verkeifii í ffamtiðinni. Hver erþinn uppáhaldsleikari? Hér á Islandi er það sennilega Hilmir Snær sem hefur heiliað mig mest af því sem ég hef séð. En leikkona? Halldóra Geirharðs og Steinunn Ólína eru þær sem heilla mig mest. Attu þér uppáhaldsleikrit? Nei, ekki ennþá en það kemur ábyggilega eftir því sem maður les meira. Hvenœr mega Keflvikingar eiga von á að sjá þig á sviði í heima- bcenum? Vonandi sem fyrst. Ilvað myndirðu gera eflni vœrir að leika eitt af aðallilutverkun- um í stórri sýningu í Konung- lega leikhúsinu í London og þú myndir gjörsamlega gleyma textanum á hápunkti verksins? Ef mig væri að dreyma þetta þá myndi ég líklega bara frjósa í draumnum og ekki gera neitt. En í raunveruleikanum myndi maður nú sennilega bulla eitthvað og spinna sig út úr því og redda sér þannig. ViKURFRÉTTIR I 31. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 29. JÚLi 2004 I 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.