Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2004, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 29.07.2004, Blaðsíða 21
> Verslunarmannahelgin: Hvert á að fara um verslunarmannahelgina? Verslunarmannahelgin hefur í áraraðir verið mesta ferða- helgi ársins hér á landi. íslendingar halda þá í hrönnum út á landsbyggðina þar sem stefnan er annað hvort að taka lífinu með ró eða sletta ærlcga úr klaufunum. Víkurfréttir brugðu undir sig betri fætinum og tóku púlsinn á bæjarbúum. Nafn: Skúli Þorbergsson Hvert á að fara um Verslunar- mannahelgina? Ekkert. Itver er skemmtilegasta Verslun- arntannahelgin sent þú hefur átt? Þær helgar sem ég átti í sumar- bústað mínum á Þingvöllum árin 1972 til 1992. Hvaða hlutur er nauðsynlegast- ur um Verslunarmannahelgar? Útvarpið, maður hlustar á til- kynningamar og hvað sé að ger- ast á öðrum stöðum yfir helgina. Hvað dettur þér fyrst í hug þeg- ar sagt er „ Verslunarmanna- lielgi?” Traffik. Hvort er skemmtilegra, Verslun- annannahelgi eða jótin? Jólin. Ef þú gœtir fœrt Verslunar- mannahetgina yfir á aðra helgi í árinu, hvaða lielgi yrði fyrir yalinu? Eg myndi ekki vilja færa hana. Hversu mikið af áfengi drekkur islenska þjóðin yfir Verslunar- mannahetgi? Ansi mikill bjór held ég. Nafn: Theódóra Steinunn Káradóttir Hvert á að fara um Verslunar- mannahelgina? A Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hver er skemmtilegasta Verslun- armannahelgin sem þú hefur átt? Ætli það hafi ekki verið í Galta- læk þegar ég var lítil. Hvaða hlutur er nauðsynlegast- ur um Verslunarmannahelgar? Bjórinn. Hvað dettur þér fyrst í Itug þeg- ar sagt er „ Verslunarmanna- helgi?” Djamm. ífvort er skemmtilegra, Verslun- armannahelgi eða jólin? Verslunarmannahelgin. Ef þú gcetir fœrt Verslunar- mannahelgina yfir á aðra Itelgi í árinu, Itvaða helgi yrði fyrir valinu? Þetta er fínt svona, ég myndi ekkert vilja færa hana. Hversu mikió af áfengi drekkur íslenska þjóðin yfir Verslunar- mannahelgi? Vá, örugglega nokkur þúsund tonn. 1 — -B- ... H | , ) < , -- n m ÖU lr.i ; ,m i 1 Nafn: Einar Gunnarsson Hvert á að fara um Verslunar- mannahelgina? Vera heima. Hver er skemmtilegasta Verslun- armannahelgin sem þú hefur átt? Heima. Hvaða hlutur er nauðsynlegast- ur um Verslunarmannahelgar? Grillið. Hvað dettur þér fyrst í hug þeg- > Aðsend grein: Að drepa sem flesta Mikið fuglavarp er á Vatnsleysuströnd og hefur það aukist síðustu árin meðal annars vegna markvissra aðgerða gegn ref og mink. Kríuvarp er þar með því stærsta á Suðurnesjum. Um þetta leiti eru ungar víðast hvar komnir úr eggjum og farnir að taka fyrstu flugtökin. Flugið er eins og gefur að skilja nokkuð ónákvæmt til að byija með. Gott er því að hafa góðan stað til lendingar. Fyrir valinu verður oft á tíðum sléttur og ilvolgur þjóðvegurinn. Blessuðum ungunum er ekki kunnugt um hættur þessa heims og því síður um hvaða tilgangi þjóðvegur þjó- nar almennt. Þetta hefur ekki farið framhjá ökumönnum sem hafa ekið Vatnsleysu- strandarveginn síðustu daga. Vegagerðin hefur komið fyrir stórum skiltum við veginn á nokkrum stöðum. Ökumenn eru þar kvattir til þess að aka varlega, þar sem ekið sé um varpland fugla. Margir ökumenn hafa sýnt málinu skilning og fara sér hægt. Þetta á þó ekki við um alla. í síðustu viku voru unglingspiltar, 17 ára, staðnir að því að reyna að aka á sem flesta unga. Sjónarvottur sá hvar þeir komu akandi á gráum WW Golf í átt að hópi kriu-unga. Rétt áður en þeir komu að hópnum juku þeir ferði- na eins og druslan gat. Gagngert til þess að geta ekið á sem flesta unga. Stöðvuðu þeir síðan bifreiðina, snéru við og léku sama leikinn aftur. Þessir ungu piltar notuðu hádegishlé sitt, ffá störfum við fiskvinnslu í Vogum, til þess að stunda þennan ljóta leik. Þeir eru búsettir i Vogunum. Erfitt er að gera sér í hugarlund hvað vakir fyrir piltunum. Hvaða langanir og þrár liggja hér að baki. Málsbætur piltanna voru þær að þetta væri í fyrsta sinn sem þeir gerðu þetta i hádeginu ! Þeir hafa greinilega áttað sig á því að hraðinn drepur, eins og segir í auglýsingunni. Við sku- lum vona að hraðinn verði þeim sjálfum ekki að fjörtjóni. Birgir Þórarinsson Knarrarnesi Vatnsleysuströnd ar sagt er „ Verslunarmanna- helgi?” Vestmannaeyjar. Hvort er skemmtilegra, Verslun- armannahelgi eða jólin? Jólin. Ef þú gœtir fœrt Verslunar- mannahelgina yfir á aðra Itelgi í árinu, hvaða helgi yrói fyrir valinu? Pass. Hversu mikið af áfengi drekkur íslenska þjóðiit yfir Verslunar- mannahelgi? Pass. Nafn: Kristján Þór Ragnarsson Hvert á að fara um Versluitar- manitalielgiiia? Sjálfsagt bara eitthvað út á land. Hver er skemmtilegasta Verslun- armannalielgiit sem þú hefur átt? Eyjar 2002, brjálað veður. Hvaöa hlutur er nauósynlegast- ur uni Verslunarmannahelgar? Góð vindsæng. Hvað dettur þér fyrst í Itug þeg- ar sagt er „ Verslunarmanna- Itelgi?” Eyjar. Hvort er skemmtilegra, Verslun- armannahelgi eóa jólin? Jólin. Ef þú gœtir fœrt Verslunar- mannahelgina yfir á aðra Itelgi í árinu, hvaða helgi yrði fyrir valinu? Fríhelgi. Hverstt mikið af áfengi drekkur islenska þjóðiit yfir Verslunar- mannahelgi? Ótrúlega mikið, 5 milljónir lítra, annars hef ég ekki hugmynd. Nafn: Sigurlína Ólafsdóttir Hvert á aó fara unt Verslunar- mannahelgina? Óákveðin, sennilega í veiðiferð. Hver er skemmtilegasta Verslun- armannahelgin sem þú hefur átt? Allar jafn skemmtilegar. Hvaóa hlutur er nauðsynlegast- ur iim Verslunarmannahelgar? Sól. Hvað dettur þérfyrst í hug þeg- ar sagt er „ Verslunarmanna- helgi?” Fri. Hvort er skemmtilegra, Verslun- armaititahelgi eða jólin? Bæði skemmtilegt. Ef þú gœtir fœrt Verslunar- iitannalielgina yfir á aðra Itelgi í áriiiu, hvaða helgi yrði fyrir valinu? Hún er fín þar sem hún er. Hversu mikið af áfeitgi drekkur tsleitska þjóðin yfir Verslunar- niannahelgi? Guð minn góður, það veit ég ekki. Mikið, mikið, mikið. HÚSNÆÐI í SANDGERÐI Miðhús Til sölu eða leigu er 2ja herbergja íbúð í Miðhúsum, íbúðum aldraðra. Umsóknir berist skrifstofu Sandgerðisbæjar fyrir 25. ágúst 2004. Nánari uplýsingar eru veittar í síma 420 75S5 Bæjarstjórinn í Sandgerði 5 SANDGERÐISBÆR VÍKURFRÉTTIR I 31. TÖLUBLflÐ2004 I FIMMTUDAGURINN 29.JÚLf2004 121

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.