Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2004, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 29.07.2004, Blaðsíða 20
Helgi Einar Harðarson, hjartaþegi úr Grinda- vík, kom heim í gær eftir stóraðgerð í Svíþjóð þar sem skipt var um hjarta og nýra í honum. Aðgerðin var gerð þann 14. júní. „Það er gott að vera kominn heim, núna tekur við að hitta fjöl- skyldu og vini,“ sagði Helgi í samtali við Víkurfréttir skömmu eftir að hann steig út úr vélinni. Bati Helga hefur verið afar góður þar sem hann hefur komið hreinn út úr öllum sýnatökum sem ákvarða hvort um höfnun sé að ræða. „Það er afar sterkt að fyrstu sex sýnatökurnar séu hreinar. Um 90% allra hjartaþega fær höfhun á fyrsta árinu, en hún er metin frá skalanum 0 til 5. Ef mælist 1 eða minna er ekkert gert en svo eru gefin lyf við meiri höfnun.” Læknar hér heima munu fýlgjast með líðan Helga eftir heimkom- una og gera prufur í sambandi við höfnun. Helgi bætti við að læknamir hans væru hæstánægðir með árangur- inn. „Nýmalæknirinn sagði fyrir nokkrum vikum að hann hefði ekkert við mig að tala því að allt væri í góðu standi.” Helgi segist mun hressari en áður en hann fór í aðgerðina. „Eg get gengið að vild alveg þangað til fæturnir segja stopp. Vöðvarnir eru ekki enn nógu sterkir en ég er mun betri en áður. “ Helgi segir dvölina úti í Svíþjóð hafa verið góða. „Þetta er búið að vera ljómandi. Ég var á spítalan- um í 3-4 vikur eftir aðgerðina og hef síðan búið í íbúð sem við erum með á leigu. Ég er úti að rölta allan daginn og kem svo heim á kvöldin þannig að mér leiðist ekkert.” > Sumarspjall: Tölvur og teiknimyndagerð Davíð Ingi Jóhannsson hefur verið að vinna í allt sumar hjá Samhæfni tæknilausnum við Hringbraut í Keflavík. Víkurfréttir hittu á kappann fyrir skemmstu og áttu stutt sumarspjall við innipúkann sem eins og svo margir þurfa að kúidrast innandyra í góða veðrinu yfir sumartímann. Hvað hefur þú verið að gera í sumar? „Ég er búinn að vera að vinna í allt sumar en fer reyndar til Flórida núna í águst í langþráð fri með fjölskyldunni. Svo var ég að fjárfesta í íbúð á Mávabrautinni í Keflavík og mitt fyrsta verk eftir að hún verður komin í stand er að kaupa mér grill.” Hvert er eftirminnilegasta sumar- ið sem þú hefur átt? „Ætli það hafi ekki verið sumar- ið 1994 eða 1995 þegar ég tók þátt, ásamt nokkrum vinum mínum, í fyrsta „Street-ball” mótinu sem haldið var í Laugardalnum. Það var rosalega gott veður og við komumst í úrslitaleikinn þar sem valtað var yfir okkur. Engu að siður hrika- lega gaman.” Hvernig gleður þú maka þinn á sumrin? „Með því að taka þátt í barátt- unni við að halda heimilinu til liaga og smella léttum og góðum kossi á kinn á hárréttum augna- blikum.” Hvernig eyðir þú tíma þínum utan vinnu? „Ég reyni að eyða eins miklum tíma og ég get með fjölskyldu minni ásamt því að stúdera mitt fag sem er þrívíddar teiknimyndagerð. Einnig hef ég mikinn áhuga á líkamsrækt, tón- list og körfubolta. Ég smitaðist af golfveirunni ekki fyrir löngu en spilamennskan er ekki upp á marga fiska,” segir Davíð sem getur vart beðið effir þvi að stiga á teig á Flórída. 20 VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLECA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.