Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2004, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 29.07.2004, Blaðsíða 6
Hafnargatan opnuð á ný Rúntarar og aðrir vegfar- endur geta tekið gleði sína á ný því Hafnargat- an hcfur verið opnuö fyrir um- ferð á ný. Umferð var hleypt á kaflann milli Skólavegar og 10-11 á föstudaginn, en hann hefur verið lokaður undanfarið vegna vinnu Nesprýðismanna. Hafnargatan mun haldast opin fram yfir Verslunarmannahelgi. Þá verður ráðist í lokakaflann sem á að verða tilbúinn fyrir Ljósanótt í september. Bílvelta varð á Iðavöllum rétt eft- ir miðnætti á aðfaranótt fimmtu- dags þegar tveir bílar rákust sam- an. Tveir menn voru í bílnum sem valt og var ökumaður bif- reiðarinnar færður á sjúkrahús í Reykjavík. Einn maður var í hin- um bilnum en hann ásamt far- þega bílsins sem valt sakaði ekki. STEYPUSÖGUN KJARNABORUN MÚRBROT TÆKJALEIGA Gerum föst verðtilboð í öll verk, stór sem smá! JÓN HELGASON SÍMI 824 6670 Qm5Verk$( Fagmennska í fyrirrúmi PALLASMÍÐI, HELLULÖCN, TRAKTORSGRAFA, MINI-VEL OG VÖRUBÍLL MEÐ KRABBA Sigurður Ólafsson S: 822 3650 í) Framkvæmdir hafnar við Reykjanesvirkjun H" síöustu viku var fyrsta i hraunhellan fjarlægð af ffl þeim stað þar sem Reykja- nesvirkjun niun rísa. Þetta var gcrt við hátíðlcga athöfn út á Reykjanesi. Það eru verktak- arnir Eykt sem munu sjá um framkvæmd verksins en heild- arkostnaöur virkjanafram- kvæmdanna er um 10 millj- arðar króna. Verktími virkjun- arinnar er mjög knappur en samkvæmt orkusölusamning- um verður verksmiðjan gang- sett 1. mai arið 2006. Heildar- raforkuframleiðsla virkjunar- innar verður 100 megawött. Að sögn forstjóra Hitaveitu Suður- nesja, Júlíusar Jónssonar, munu á biiinu 100-200 manns starfa á svæðinu stóran hluta framkvæmdatímans. Hann tel- ur það einnig öruggt að heima- menn munu koma talsvert að verkinu, bæði hvað varðar þjónustu og verkefni tengd byggingunni. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hefúr uppi hug- myndir um að byggja útsýnis- skála hjá Reykjanesvita svo að fólk geti komið og fylgst með framkvæmdum á svæðinu. Einnig sagði hann í samtali við Víkurfréttir að hann gæti vel hugsað sér að koma af stað „river rafting” í þeirri á sem skapast vegna útrennslis frá verksmiðj- unni. „Ætli maður verði ekki síð- an fyrstur niður,” sagði Árni og hló. Maður dæmdur í 18 mánaða fang- elsi fyrir kynferðislega misnotkun Rúmlega fimmtugur karlmaður af Suður- nesjum var í síðustu viku dæmdur í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir kynferðislega misnotkun gagnvart tveimur ungum stúikum. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa misnotað stúlkur á árununt 1999 til 2003. Önnur stúlkan var á aldrinum 8 til 10 ára þegar brotin voru framin og hin var á aldrinum 13 og 14 ára. Brotin áttu sér stað við Garðskagavita og við Rockville á Miðnesheiði. í dómnum kemur fram að stúlk- urnar báðar eigi við mikla sál- fræðilega erfiðleika að stríða eftir brot mannsins. í dómnum segir að eldri stúlkan sem mað- urinn misnotaði hafi hugleitt að taka eigið líf svo hún þyrfti eng- um að segja frá brotum manns- ins og svo að henni þyrfti ekki að líða illa. Maðurinn var dæmdur til að greiða yngri stúlkunni 800 þús- und krónur í bætur og eldri stúlkunni 500 þúsund krónur. Hann var einnig dæmdur til að greiða helming alls sakarkostn- aðar. 6 VfKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJU5TU FRÉTTIR DAGLECA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.