Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2004, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 29.07.2004, Blaðsíða 23
í skýjunum eftir fslandsmótið Hestamannafélagið Máni stóð fyrir glæsi- legu íslandsmóti í hestamannaíþróttum á Mána- grund um síðustu helgi. Mótið þótti fara sérlega vel fram og er Margeir Þorgeirsson, formaður félagsins í skýjunum með út- komuna. Hvernig var á mótinu? í einu orði sagt tókst þetta stór- kostlega. Þetta var virkilega gott mót. Allir voru ánægðir með aðstöðuna og hvemig við stóðum að málunum. Þar ber að þakka þeim sem studdu okkur í þessu, fyrir- tækjum og stofnunum og svo náttúrulega öllum þeim félögum sem lögðu vinnu sína í þetta verkefni. Þannig varð þetta eins glæsilegt og við höfðum best vonast til. Var þetta ekki mikil vinna? Við vomm að vinna í þessu síðan í vetur. Við gáfum okkur lengri tíma í þetta þannig að við gátum dreift þessu svolítið. En það er nú alltaf svoleiðis með þessi stórmót að maður þarf að taka vel á því síðustu vikurnar. Það var samt virkilega garnan að standa í þessu og allir vom mjög jákvæð- ir sem komu að. Er mótið lýsandi fyrir itppgang- inn sem hefur verið í liesta- mennskunni á svœðinu undan- farið? Já, mér fannst þetta vera í takt við það. Þetta heldur áfram þessi uppgangur í hestamannafélaginu eins og menn sáu á íslandsmóti barna og unglinga og svo áfram núna. Það var gaman að við skildum eignast einn íslands- meistara i tölti í opnum flokki. Þannig að það lýsir andanum í þessu. Þetta eru metnaðarfullir unglingar og fullorðnir sem eru að taka þátt í þessu. Hvað þýóirþað fyrir hestaíþrótt- irnar hér á svceðinu að lialda þetta mót? Það þýðir það að við byggjum upp okkar aðstöðu eins og best verður á kosið í sambandi við keppnir og annað í kringum það og fáum önnur félög til að virða okkar starf. Þeir vita það þá að ef Mánamenn taka eitthvað að sér þá eru þeir ekki að klúðra því. Við erum að stimpla okkur inn og erum mjög kátir með það. Eru fleiri mót á döftnni hjáykk- ur? Það er ekkert ákveðið fyrr en þessi heföbundnu mót á næsta ári og svo verður íslandsmótió í barna- og unglingaflokki hjá okkur á næsta ári. Síðan höf- um við hug á því að óska eftir því að fá að vera með heimsmeistaraúrtökuna héma. Við ætlum okkur að reyna að nýta þessa aðstöðu sem við emm búnir að byg- gja upp. Vorum við að sjá eitthvaó nýtt á þessu móti livaó varðar afrek eða aðstöðu til keppnishalds? Hestakosturinn var einstak- lega góður þannig að menn vom mjög ánægðir með hann og menn voru líka ánægðir með vellina hjá okkur, bæði skeið- brautina og hringvöllinn. Svo var það rúsínan í pylsuendanum að fólk skyldi geta horft á keppnina á bílastæðinu á tveimur hæðunt í samræmi við íslenskar aðstæður. Það vakti mikla lukku. Margeir ásamt Skúla Skúlasyni frá Samkaupum, einum stærsta styrktaraðila íslandsmótsins. FJÓLBRAUTASKÓLI SUÐURNESjA VIRDING - SAMVINNA - ÁRANGJR Símasambandslaust verður við Fjölbrautaskóla Suðurnesja fimmtudag og föstudag vegna tenginga við nýbyggingu. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu eftir 4. ágúst. Fjölbrautaskóli Suöurnesja Skrifstofur okkar verða lokaðar vegna sumarleyfa frá og með30.júlí. Opnum aftur mánudaginn 9. ágúst. Góða verslunarmannahelgi - komið heil heim. / Fasteignasala Q.O. Suðurgata 29 • 230 Keflavík Sími 421 4142 ♦ Fax 421 4x72 EIGNAMIÐLUN SUÐURNESJA Sigurður Ragnarsson, fasteignasali-Böóvar Jónsson, sölumaður Jón Gunnarsson, löggiltur fasteigna- og skipasali Sölumenn: Þröstur Ástþórsson og Þórunn Einarsdóttir STUÐLABERG FASTEIGNASALA GUÐLAUGUR H. GUÐLAUGSSON LÖGGILTUR FASTEIGNASALI HALLDÓR MAGNÚSSON SÖLUMAÐUR VlKURFRÉTTIR I 31.TÖLUBLAÐ2004 I FIMMTUDAGURINN 29.JÚLf2004 I 23

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.