Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2004, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 29.07.2004, Blaðsíða 4
Ástþór Sindri Baldursson: Langflottasti kúrekinn í Keflavík Allir Góðir vinir, Antonú Mist, Ægir Þór og Auður Erla. Vinirá Vesturbergi. Rúnar Júlíusson er efnilegur íboltanum elnsogafinn. Alþingismenn óska Árna bata egar þingi var frestað á fimmtudag færði Mar- grét Frímannsdóttir Davíð Oddssyni, forsætisráð- herra, og Árna R. Árnasyni, þingmanni Suðurkjördæmis, óskir um bata fyrir hönd allra þingmanna. Eins og margir vita hefur Árni glímt við erfið veikindi undan- farin misseri þannig að hann hef- ur ekki getað sinnt þingstörfum. Hann hefur setið á Alþingi íýrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 1991 fyrst í Reykjaneskjördæmi og síðar í Suðurkjördæmi. Stöðvaður með falsað vegabréf Albani var stöðvaður með falsað vegabréf í Leifsstöð seinni part- inn á fimmtudag. Samkvæmt upplýsingum frá sýslu- mannscmbættinu á Keflavík- urflugvelli er yfirheyrslum yfir manninum nýlokið. Samkvæmt heimiidum Morgunbiaðsins er viðbúið að hann verði kærður fyrir skjalafals en mál hans var tekið fyrir í héraðsdónti Reykjaness um klukkan hálf þrjú í dag. Mbl.is hefur eftir Eyjólft Krist- jánssyni, fulltrúa sýslumanns, að maðurinn, sem er 22 ára, hafi komið ffá París og hugðist einungis millilenda hér á leið sinni til Kanada. Eyjólfur segir að við hefðbundið eftirlit hafi vaknað grunsemdir um að ekki væri í lagi með vegabréfið. Við nánari skoðun kom í ljós að skipt hafði verið um mynd í því. Fjöldi smáskjálfta á Reykjanesi Hrina minniháttar jarð- skjálfta var við Fagra- dalsfjall á Reykjanesi allt frá því á miðvikudegi fram á fimmtudag. Hrinan náði há- marki milli 14 og 16 á mið- vikudeginum og gekk þá niður. Hún tók sig aftur upp um kl. 21 um kvöldið og náði aftur hámarki á þriðja tímanum að- faranótt fimmtudags. Samkvæmt mbl.is mældist stærsti skjálftinn 2,5 á Richterskalanum. Hrinan bendir til þess að spenna sé i jarðskorpunni og mögulegt sé að orsökin liggi í kvikuhreyf- ingu í neðri lögum jarðskorpunn- ar. Líkur eru á aðeins stærri skjálfta en ekkert bendir til þess að kvika sé á leið til yfirborðs. Troðfullt TVF í næstu verslu > Fuglaskoðarar á Garðskaga: Reykjanesið spennandi staður fyrir fuglaskoðara Reykjanesið er vinsæll staður hjá fuglaskoður- um. Sérstaldega eru Garðskagi og Sandgerði vin- sælir staðir og eru erlendir fuglaskoðarar tíðir gestir á þessum stöðum þar sem þeir liggja með myndavélar og sjón- auka og fylgjast með fuglalíf- inu. I vikunni voru nokkrir fuglaskoðarar á Garðskaga og fylgdust þeir spenntir með fuglalífinu. Björn Arnarson fuglaskoðari á Höfn í Hornafirði segir að Reykjanesið sé mjög spennandi staður íyrir fuglaskoðara. „Það er mjög mikið fuglalíf í Sandgerði og við Garðskagavita. I Sand- gerði eru mjög góðar tjarnir og góðar sjávarleirur og þar er fuglalífið sérstaklega fjölbreytt," segir Björn en nýlega fannst í Sandgerði kvöldlóa og er það í fyrsta sinn sem verður vart við hana á íslandi. „Við Garðskaga er einnig mjög gott að skoða sjó- fugla og við fuglaskoðarar rek- umst oft á sjaldgæfa fugla á þess- um stöðum. Fyrir um átta árunt sá ég i fyrsta sinn á Islandi amer- iskan spörfugl sem nefhdur hefur verið grímuskrikja," segir Bjöm en hann var við fuglaskoðun á Reykjanesi fyrir um 10 dögum síðan og heimsótti hann þá Sand- gerði, Garðskagavita og Reykja- nesvita. Björn segir fáa fugla- skoðara á Reykjanesi. „Ja, við vitum um nokkra sem eru að skoða fiigla en við auglýsum eftir ofvirkum fuglaskoðara á Reykja- nesi,“ sagði Bjöm í samtali við Víkurfréttir. Björn er einn af að- standendum vefsíðu fúglaáhuga- ntanna á slóðinni www.fligiar.is Fuglaskoðarar höfðu komið sér uel fyrir við Garðskagavita. 4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.