Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2004, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 29.07.2004, Blaðsíða 16
. .'' > A-'V. UNCLINGAMEISTARAMOT ISLANpS IGOLFI ,> stendurnúyfiráWólmsvelli íLeidirkeppni hpfstj á þriðjudagog lýkur í kvöld. ÞátHakendúr éru nær tvöhundruð á aldrinum 12-18 ára og leika 54. holu höggleik. í þessum hópi eru efnilegustu kylfingar landsins og það er því vel þess virði að skella sér í Leiruna í dag og sjá þá bestu berjast við hvíta boltann á Hólmsvelli. laukurörn Rautt jafntefli Fylkir og Grindavík skildu jöfii í Árbænum 1-1 á mánudaginn var i Landsbankadeild karla. Kristinn Jakobsson, dómari leiksins, hafði í nógu að snúast og veifaði rauða spjaldinu í tví- gang. Grindvíkingar voru mun sterkari aðilinn i fyrri hálfleik og eftir góða sendingu frá Paul McShane á 6. minútu skoraði Grétar Hjartarson fyrir Grindavík. Skömmu seinna bauðst Grétari að auka muninn í 0-2 en þá hafnaði skot hans i stönginni. Fylkismenn tóku lítið eitt við sér en máttu sín lítils gegn stifri pressu Grindvíkinga. Kúvending varð á leiknum eftir hlé þar sem Fylkismenn réðu lögum og lofum og náðu að jafna metin, markið skoraði Björgólfur Takefusa eftir skot Ólafs Snorrasonar sem Albert í markinu náði ekki að halda. Þórhallur Dan Jóhannsson fékk svo að líta rauða spjaldið fyrir að hrinda Eysteini Haukssyni í jörðina, glórulaust brot hjá svo reyndum leikmanni og vænleg staða Fylkis í leiknum fyrir bý. Einum færri linnti Fylkir ekki látum en sigu þó hægt og róle- ga aftar á völlinn og Grindavík komst á ný inn í leikinn. Alfreð Jóhannsson, sem kom inn á fyrir Óskar Hauksson i liði Gríndavíkur, fékk að líta tvö gul spjöld með 5 mínútna mil- libili og gerði því stuttan stans á vellinum í þetta skipti. Aftur á ný jafnt í Iiðum og skiptust bæði lið á þvi að sækja það sem eftir lifði leiks en rautt jafhtefli var það. Grindvíkingar geta, eins og öll lið, vel við unað að sækja stig í Árbæinn. „Deildin er mjög jöfn og leikirnir líka sem gerir hver einustu mistök dýrkeyptari fyrir vikið,” segir Eysteinn Hauksson, miðvallarleikmaður Grindavíkur í samtali við Víkurfréttir. „Næstu leikir verða mjög erfiðir hjá öllum liðum og mikilvægur tími er framundan.” • Jafntefli á Njarðvíkurvelli Njarðvík og Stjaman skildu jöfn síðasta fimmtudag 2-2 á Njarðvíkurvelli í 1. deild karla. Eyþór Guðnason gerði bæði mörk Njarðvíkinga. Þá tapaði Njarðvík fyrir Fjölni á þriðjudag 4-2 þar sem Snorri Már Jónsson og Guðni Erlendsson skoruðu mörkin. Njarðvík er nú í 6. sæti fyrstu deildar karla. • Sigurganga Reynis heldur áfram I síðustu viku mættust toppliðin Reynir og IH í 3. deild karla í knattspyrnu. Reynismenn sigruðu í leiknum 2-3 og voru það Hafsteinn I. Rúnarsson með tvö mörk og Georg Birgisson eitt sem innsigluðu rafmagnaðan sigur Reynis. • Fjórði tapleikurinn í röð Víðismenn töpuðu á heimavelli síðastliðinn fimmtudag 0-4 gegn toppliði Leiknis í 2. deild karla í knattspyrnu. Eftir þennan íjórða tapleik í röð voru Garðbúar í áttunda sæti 2. deildar með 11 stig. • Njarðvík á hraðmóti Njarðvíkingar tóku þátt í hraðmóti IR í körfubolta í síðus- tu viku og töpuðu þar gegn Kr og Fjölni en sigruðu IR. Einar Ámi Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, sagði mótið vera finan vettvang fyrir ungu strákana til að sýna sig og bæta í reynslubankann. Egill Jónasson stóð sig vel í mótinu og varði óhemju mikið af skotum and- stæðinganna. Sigurganga Keflavíkur heldur áfram sérstaklega milli vamar og miðju, ekki svipur hjá sjón. Þeir voru engu að síður sterkari aðilinn í leiknum lengst af i fyrri hálfleik. FH átti hins vegar öll hættulegu færin i leiknum og hefðu hægle- ga getað bætt mörkum við. Heimamenn voru alls ekki á skotskónum og náðu ekki að ógna FH verulega þar sem Hafnfirðingar pressuðu vel og lokuðu á spil Keflvíkinga. „Markið í byrjun ruglaði öllu sem vió höfðum lagt upp með fyrir leikinn”, sagði Milan Jankovic, þjálfari Keflavíkur i leikslok. „Það er ekki tilviljun að þeir em efstir. Þeir eru með rnjög gott lið og stoppuðu spilið hjá okkur. Baráttan hjá okkur var þó til staðar og það er gott.” LEIÐRÉTTING í síðasta tölublaði Víkurfrétta urðu þau leiðu mistök að rangt var farið með nöfh sigurvegara á Meistaramóti Golfklúbbs Vatnsleysustrandar. Réttur sigurvegari í unglin- gaflokki var Sverrir Birgisson. Þá er Gunnar Hallgrímsson meistari öldunga faðir Ragn- heiðar Gunnarsdóttur sem er hins vegar móðir Ragnars Davíðs Riordan. Viðkomandi aðilar eru beðnir innilega afsökunar á rangfærslunum. Örn Ævar í þriðja sæti á íslandsmótinu í golfi •• Orn Ævar Hjartarson, kylfingur úr GS, lenti í þriðja sæti á íslandsmótinu í höggleik sem fór fram á Garðavelli á Akranesi um helgina. Öm var í öðm sæti eftir tvo hrin- gi en endaði í því þriðja á 291 höggi eða þremur yfir pari. Birgir Leifur Hafsteinsson varði titil sinn frá því í fyrra og var fimm höggum undir pari, en Björgvin Sigurgeirsson var í öðm sæti á pari. Öm Ævar lék vel en hafði ekki heppnina með sér í púttunum á siðustu hringjunum. Árangurinn er þrátt fyrir það rnjög góður þar sem Birgir og Björgvin em báðir atvinnumenn í íþróttinni. Þess má einnig geta að Rúnar Óli Einarsson, hinn bráðefnilegi kylfingur úr GS, náði afar góðum árangri á mótinu og haf- naði í 7. sæti. 24 TÍMA FRÉTTAVAKT 899 2225 FH sigraði Keflavík í Landsbankadeild karla á sunnudagskvöld, 0-1. Þcir halda því toppsætinu, en heimamenn í Keflavík féllu niður i það sjötta. Allan Borgvardt, Daninn knái í liði Hafnfirðinga, skoraði eina mark leiksins úr aukaspyrnu af 25m færi á 3. mínútu leiksins. FH fengu aukaspyrnu út frá hægra vítateigshorni og tók Borgvardt fasta spyrnu. Ólafur Gottskálksson í marki Keflvíkinga hafði hönd á boltanum en hann fór í stöngina og þaðan í netið, 0-1. Eftir markið riðlaðist leikur Keflavíkur. Þeir söknuðu greini- lega Stefáns Gíslasonar sem var í leikbanni og var spil þeirra, 16 VfKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.