Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2004, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 29.07.2004, Blaðsíða 17
Sportpóstur: sport@vf.is mánudaga-föstudaga 9-18:30 >o Fiskbúðin Hringbraut 92 • Sími 421 4747 Lið Keflavíkur/Njarðvfkur í 2. flokki vann 1-0 sigur a Stjörnunni í Keflavík á mánudaginn var. Heimamenn voru sterkari aðilinn í feiknum og það var Garðar Sigurðsson sem skoraði eina mark leiksins eftir góða fyrirgjöf af vin- stri kantinum. Eftir leikinn er liðið í 2. sæti B-riðils með 18 stig að loknum 9 leikjum. Keflavíkurstúlkur með fullt hús stiga Keflavíkurstúlkur sigruðu Hauka 5-2 í 1. deild kvenna á þriðjudagskvöld í Keflavík. Lið Keflavíkur er nú efst í sínum riðli með fullt hús stiga, eða 27 stig eftir 9 leiki. Stelpurnar hafa skorað 91 mark í leikjunum níu en aðeins fengið á sig fjögur. Ólöf Helga Pálsdóttir var á skotskónum og gerði þrjú mörk en Guðný Þórðardóttir gerði hin tvö. Nokkuð jafnræði var með liðunum framan af leiknum en þegar skammt var til leikhlés tók Ólöf til sinna ráða og gerði tvö mörk. Keflavík skoraði svo þrið- ja markið á upphafsmínútum seinni hálfleiks, Haukastúlkur voru ekki af baki dottnar og svöruðu með stuttu millibili með tveimur mörkum. Lengra komust þær ekki og Keflavík bætti við tveimur mörkum og innsiglaði 5- 2 sigur sinn og þann níunda í röð i deildinni. Harðfiskur í útlleguna! Olöf Helga Pálsdóttir í kröppum dansi irlfeo5! D H®teg[T®§§D Frábærárangur á REY-CUP Keflavíkurstúlkur náðu frábærum árangri á REY-CUP, alþjóðlegri knattspyrnuhátíð í Reykjavík, sem haldin var síðus- tu helgi. 4. flokkur sigraði í keppni B-liða og eru REYCUP meistarar 2004 og unnu auk þess hraðmót sem var haldið í tengslum við mótið sjálft. Þá lenti A-liðið í þriðja sæti eftir öruggan sigur á Þrótti, 4-0. Keflavíkurstrákar í 3. flokki lentu í 4. sæti á REY-CUP og 4. flokkur karla frá Njarðvik og Grindavík stóðu sig einnig vel. 20% aukaafsláttur af allri útsöluuöru Hafnargötu 15 • Sími 421 4440 Okkar gómsætu GRILLPINNAR alltaf á fimmtud. og föstudögum Suðurnesjamenn stóðu sig með miklum ágætum á Motocross móti sem var haldið í Álfsnesi á Kjalarnesi 10. júlí síðastliðinn. Cylfi Freyr Guðmundsson sigraði í B flokki og er sem stendur í öðru sæti á íslandsmótinu. Cylfi hefur verið í fremstu röð í sumar og er með þrjú gull úr mótunum sem búin eru. Gylfi sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hafi stundað Motocross í þrjú ár og það sé skemmtilegasta sport sem hann hafi komist í. „Þetta er bara: Einu sinni prófað þú getur ekki hætt,“ sagði Cylfi að lokum. „Þetta er tímafrekt og dýrt sport sem krefst þess að þú sért í góðu líkamlegu formi, en þetta er rosalega gam- an!“ Aðrir keppendur af Suðurnesjum hafa líka verið að gera það gott þar sem systkinin Aron Ómarsson og Sara Ómarsdóttir eru einnig í fremstu röð í sínum flokkum. Aron hefur sigrað tvisvar og Sara hefur verið á verðlaunapalli íflestum keppnum. VÍKURFRÉTTIR I 31. TÖLUBUÐ 2004 I FIMMTUDACURINN 29.JÚLl2004 I 17

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.