Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2004, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 29.07.2004, Blaðsíða 10
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 4210000 Fax 4210020 Ritstjóriogábm.: Páll Ketilsson, sími 4210007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 4210002, hilmar@vf.is Blaðamenn: Jóhannes Kr. Kristjánsson, simi 4210004, johannes@vf.is Þorgils Jónsson (iþróttafréttir), sími 868 7712, sport@vf.is Sölu-ogmarkaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 4210001,jonas@vf.is Auglýsingadeild: Jófríður Leifsdóttir, simi 4210008, jofridur@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttirehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Auglýsingasími Víkurfrétta er Göngum nú hægt um gleðinnar dyr sama hvort þær eru einfaldar eða tvöfaldar. Tvöföld Reykjanesbraut opnar í dag Fimmtudaginn 29 júlí nk. kl. 15:00 mun sam- gönguráðherra opna nýjan kafla tvöfaldrar Reykja- nesbrautar á Strandarheiði fyrir umferð. Athöfnin fer fram við vesturenda fram- kvæmdarinnar sem er um 3 km austan afleggjara að Vog- um. Þessi fyrsti áfangi breikkunar Reykjanesbrautar nær frá mörk- um Hafnarfjarðar og Vatnsleysu- strandarhrepps og endar um 3 km austan við afleggjarann að Vogum. Nýja brautin er samtals 12,1 km og er þar meðtalin flét- tukafli við báða enda. Framkvæmdin felur í sér gerð nýrrar tveggja alcreina akbrautar, tvennra mislægra gatnamóta, færslu á Vatnsleysustrandavegi, gerð um 1 km malarvegar í átt að Höskuldarvöllum auk þess sem öryggissvæði með núverandi ak- braut eru lagfærð. Þessi framkvæmd er fyrsti áfangi breikkunar Reykjanesbrautar milli Hafnaríjarðar og Reykja- nesbæjar og eru mörk verkfram- kvæmdar annars vegar við mörk Hafnarfjarðar og Vatnsleysu- strandarhrepps og hins vegar um 3 km austan Vogavegar. Samtals er nýja brautin 12,1 km þar með talinn fléttukafli við báða enda. Mislægu gatnamótin eru svoköll- uð tígulgatnamót þar sern hring- torg sitt hvoru megin Reykjanes- brautar tengja saman að- og frá- reinar annars vegar og þverveg undir brautina hins vegar. Byggð er ein brú í hvorri akbraut, þ.e. tvær á hvorum gatnamótum. Verktakamir Háfell ehf., Jarðvél- ar ehf. og Eykt ehf. áttu lægsta tilboð í verkið og hófust handa þann 11. janúar 2003.1 útboðinu var gert ráð fyrir 8,6 km kafla, en vegna hagstæðs tilboðs og hag- stæðra aðstæðna við efnisvinnslu var ákveðið að semja við verk- takana um 3,5 km viðbót. Aætlaður kostnaður við tvöföld- unina á þessum kafla er 1.127 milljónir kr. og er þar einnig inni- falinn kostnaður við hönnun og umhverfismat alla leið út að Reykjanesbæ. Vegfarendur fagna eflaust þess- um merka áfanga í samgöngu- málum svæðisins en þó er beðið í ofvæni eftir yfirlýsingu frá Sturlu Böðvarssyni, samgöngumálaráð- herra, varðandi framhaldið. Sam- kvæmt núverandi áætlunum er ekki gert ráð fyrir að fram- kvæmdir heflist við lokakaflann fyrr en árið 2006, en vonast er til að þeim verði flýtt. Steinþór Jónsson, formaður Ahugahóps um örugga Reykja- nesbraut, segist ástæðu fyrir alla Reyknesinga að gleðjast yfir þessum stóra áfanga. „Við mun- um gera okkur glaðan dag og skjóta upp flugeldum, en munum byija baráttuna fyrir loka áfang- anum áður en prikin lenda.” Göngum hægt um gleðinnar dyr! TVÖFÖLD REYKJANESBRAUT opnar í dag og gæti kallinn ekki verið sáttari. Tími til kominn ogvonandi að við fáum að sjá vinnunni framhaldið sem allra allra fyrst. KALLINN kíkti á hestamannamótið um helgina og fannst Mánamönnum takast alveg dæmalaust vel upp. Knapar og fákar þeirra stóðu sig með stakri prýði og var ekki verra að sjá einn heimamann næla sér í gullverðlaun. FARIÐ NÚ VARLEGA um helgina hvert sem förinni er heitið. Kallinn fer nú varla á útihátíð þar sem þeir Kall 3Ki mn assan tímar eru löngu liðnir, en það er aldrei að vita nema maður kiki út á land með betri helmingnum ef viðrar vel. Maður verður nú að nota fellihýsið fyrst maður er búinn að kaupa það. Enn i iífshættu eftir slys á Krýsuvíkurvegi jóðverji um fimmtugt, sem slasaðist í bílveltu á Krýsuvíkurvegi á laugar- dagskvöld, er enn talinn í lífs- hættu og er haldið sofandi í öndunarvél. Maðurinn ók bíl af gerðinni Mitsubishi L300 sem er fram- byggður og fjórhjóladrifinn. Fjórir aðrir menn voru I bílnum og voru þeir einnig þýskir. Við veltuna kastaðist ökumaðurinn út úr bílnum. Bíllinn valt nokkrar veltur og hafnaði að hluta til ofan á manninum. Hann er grunaður um ölvun. Mennirnir starfa sem iðnaðar- menn hér á landi. Þeir voru í grillveislu við Kleifarvatn fýrr um kvöldið. Talið er að ökumað- ur hafi misst stjóm á bílnum efst I brekkunni um Vatnsskarð. Bíll- inn valt nokkrar veltur á veginum sem er maiarvegur. Málið er enn I rannsókn lögreglu 1' M£‘. 1 •T- r1 £L)Í f r é 11 i r Á176 km hraða Um eittleytið á aðfararnótt laugardags stöðvaði lögregl- an karlmann á þrítugsaldri á 176 km hraða á Reykjanes- braut. Maðurinn var að taka ffam úr öðrum bíl þegar hann mældist á þessum hraða. Hann má eiga von á hárri sekt og kæru í kjölfar akst- urslagsins. Torkennilegir kassará Hringbraut Torkennilegir kassar sáust á Hringbrautinni á föstudags- kvöld. Þegar ljósmyndari Vík- urfrétta varð kassana var þá tóku þeir að hreyfast. í ljós kom að tveir ungir drengir léku sér að þvi að bregða öku- mönnum og gangandi vegfar- endum. Ljósmyndara Víkur- frétta var heldur brugðið en náði þó að halda sér á vegin- um. Þó svo að svona leikur sé bara til gamans gerður þá er aldrei að vita nema að ein- hveijum bregði um of. 10 VlKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DACLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.