Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2004, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 29.07.2004, Blaðsíða 2
 H pt ik Mikið fjölmenni var við útfór Margeirs Jóns- sonar, fyrrverandi út- gerðarmanns og framkvæmda- stjóra frá Keflavíkurkirkju ó mánudag. Sr. Sigfús B. Ingvason jarðsöng og Davíð Ólafsson, söng ein- söng. Meðal útfarargesta var for- seti íslands, Ólafur Ragnar Grimsson. Margeir lést á Landsspítalanum 18. júlí sl. Hann var 88 ára, fæddur 1916. Margeir var 1 umsvifamiklum at- vinnurekstri í Keflavík um langt árabil og oft kenndur við Röst sem var naíh fískvinnslu- og út- gerðarfyrirtækis hans. Margeir kom víða við í félagsmálum í bæjarfélaginu og átti m.a. sæti í bæjarstjóm Keflavíkur. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín. Rekan hf. ser um gang- stéttagerð íVogum * síöustu viku voru opnuð tilboð verktaka fyrir gangstéttargerð í Vog- um. Fimm tilboð bárust og var ákveðið að taka tilboöi sem Rekan ehf. lagði fram. Tilboð Rekunnar hljóðaði upp á 2.160.000 kr., eða 99% af kostnaðaráætlun sem var 2.183.000 kr. Tilboð þeirra var það eina sem var undir kostn- aóaráætlun. Önnur til boð voru: Gunnar Helgason 2.687.000 kr. 123% af kostnaðaráætlun. Hellusteypan JVJ ehf. 2.445.800 kr. 112% af kostnaðaráætlun. Nesprýði ehf. 2.520.000 kr. 115% af kostnaðaráætlun. Steinsteypusögun SH.ehf. 2.585.840 kr. 118% af kostnaðaráætlun. Framkvæmdir munu hefjast á næstunni og á að ljúka um miðjan september. Granít Luktir og vasar á leiði Iðavellir 9 • Keflavfk • Sími 421 3598 > Reykjanesbraut: Millikaflar fyrir lögreglu mTú styttist í að tvöfóldun Reykjanesbrautarinnar -L mverði opnuð almenningi og cr von til að þær betrumbætur verði til þess að auka öryggi vegfarenda. Margir hafa hins vegar velt vöng- um yfir því hvernig lögreglan færi að því að hafa hendur í hári ökuniðinga sem koma úr gagn- stæðri átt. Bilið milli akbrauta er ófært venjulegum lögreglubílum og þyrftu þeir að keyra um langa leið til að komast á milli með skikkanlegum hætti. Víkurfréttir höfðu samband við Jónas Snæbjömsson, umdæmis- stjóra hjá Vegagerðinni sem sagði að hugsað hafi verið íyrir slíku. „Það verða kaflar með 2-3 km millibili þar sem lögreglan getur snúið við. Eins er þá hægt að beina umferð á milli akbrauta ef þarf að loka annarri vegna slyss eða einhvers þess háttar. Ekki er gert ráð fyrir að almenningur notist við leiðimar, en þær verða lokaðar nteð keðju eða álíka eins og hefúr verið gert sums staðar í Reykjavík.” Jónas bætti því við að þessir kafl- ar verði tilbúnir fyrir opnunina þannig að ljóst er að lögbijótar munu ekki eiga auðvelt með að komast undan. Sólklipping Stelpurnar hjá Hársnyrti- stofu Harðar tóku á það ráð á finimtudaginn að snyrta hár viðskiptavina sinna utandyra. Veðurguðirnir hafa leikið við Suðurnesjamenn síð- ustu daga og því tilvalið að panta sér eina „sólklippingu.” Þær Þóranna og Halla Harðar voru kampakátar í blíðviðrinu og sögðust klippa úti allan daginn, eftir því sem veður leyfði. Stöll- umar eru ekki alls ókunnar úti- klippingum en þær gerðu þetta fyrst fyrir einum þremur ámm. INNRÖMMUN SUÐURNESJA -LEGSTEINASALA RAGNARS BETRIBÆR Samtökin Betri Bær, Harpa Sjöfn, Reykjanesbær og nokkur íyrirtæki í málningargeiranum taka höndum saman um að fegra Reykjanesbæ. Allir sem vilja nýta sér góða afslætti/þjónustu mæta til Hörpu Sjafnar Hafnargötu 90 og fá upplýsingar sem viðkomandi aðili getur tekið með sér til frekari ákvarðanatöku. Ef aðilar vilja mála sjálfir þá fá þeir tilboð í málningu með góðum afslætti. Ef húseigandi vill láta mála fyrir sig þá hringir hann í einhvern af þeim málurum sem eru á skrá hjá Hörpu Sjöfn. Málarameistararnir koma og mæla og gefa tilboð með afslætti og verkáætlun. Hugmyndin er að hvetja alla hlutaðeigandi til að mála allar fasteignir á Hafnargötunni báðum megin (sjávarmegin líka) á næstu 2 árum. Allir íbúar Reykjanesbæjar geta jafnframt nýtt sér þetta, fengið þessa afslætti og þjónustu hvort sem þeir eiga heima á Hafnargötunni eða annars staðar. Betri bær REYKJANESBÆR 2 VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.