Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2004, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 29.07.2004, Blaðsíða 22
Fríður hópur meistaraknapa með sigurlaunin Glæsilegt íslandsmót í hestaíþróttum á Mánagrund r EYKT TRESMIÐIR OSKAST vegna mikilla verkefna á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyktar í síma 595 4400. sími 595 4400 ■ eykt@eykt.is ■ www.eykt.is Islandsmót fulloröinna í hestaíþróttum var haldið á Mánagrund í Reykjanes- bæ um síðustu helgi. Mótið hófst snemma á fostudag og lauk síðdegis á sunnudag. Þrátt fyrir slæma veðurspá þá lék veðrið við mótsgesti með þeirri undantekningu að það hellirigndi á fostudagskvöld. Mikil þátttaka var í mótinu og voru skráningar 340 og keppend- ur yfir 200 manns. Mótið tókst vel mikil stemmning var á meðal mótsgesta og má segja að mótið hafi heppnast vel í alla staði.Bæði var hestakostur góður og aðstaða góð og eins tókst framkvæmd mótsins mjög vel. Mikil kátína var á meðal heima- manna í Mána þegar Jón B. 01- sen varð íslandsmeistari i tölti í opnum flokki og myndaðist geysileg stemmning þegar kapp- inn reið sigurhringinn. Undirbúningur Mánamanna fyr- ir mótið hefur staðið i allan vetur og gekk allt mjög vel fyrir sig. Mótsgestir voru sérstaklega hrifnir af bílastæðunum en þau eru á tveimur hæðum þannig að fjöldi manns getur horfl á keppn- ina úr bíl sínum og er það hent- ugt þegar veður eru válynd. Á sunnudeginum var sjónvarpað beint í tvo klukkutíma þegar hel- stu úrslitin fóru fram. Þótti sýnt að mikill áhugi var fyrir þessu sjónvarpsefni og er það mikil og góð kynning fyrir íþróttina. A næsta ári verður íslandsmót barna, unglinga og ungmenna haldið á Mánagrund og þá fagn- ar Máni jafhframt 40 ára affnæli. Forsvarsmenn hestamannafélags- ins lofa þvi að þá verði mikið urn dýrðir og er stefnt að því að halda sérstakan Mánadag í Reykjanesbæ þar sem bæjarbú- um verður boðið í heimsókn á Mánagrund. Að lokum vilja forráðamenn Mána koma á framfæri þakklæti til Reykjanesbæjar, Grindavíkur- bæjar og allra fyrirtækja og stofnana sem gerðu Mána kleift að halda íslandsmótið með þeim glæsibrag sem varð. Sameinaðu allar tryggingar á einfaldan hátt í TM-Öryggi TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN www.tmhf.is 22 VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLECA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.