Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.10.2004, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 28.10.2004, Blaðsíða 4
BIFREIÐAEIGENDUR ATHUGIÐ Skorað er á gjaldendur bifreiðagjalda og þungaskatts að gera skil hið fyrsta svo komist verði hjá kostnaðarsömum innheimtuaðgerðum svo sem fjárnámi. Þá er athygli þeirra sem skulda gjaldfallin bifreiðagjöld og þungaskatt vakin á því að númer bifreiða þeirra kunna að verða tekin af þeim án frekari viðvörunar. Sýslumaðurinn í Keflavík Datjlega á Netinu - m/w.i/f.is Létt afmælisdagskrá hjá Kirkjukór Kálfatjarnarkirkju Kirkjukórar eiga það til að skipta um gír, lcggja sálmasönginn á hilluna og taka á létta söngspretti. Þetta ætlar Kirkjukór Kálfatjarnarkirkju að gera í tilefni sextugs afmælis síns. Boöað er til söngskemmtunar í Glaðheimum Vogum sunnu- daginn 31. október kl. 16:00 og er aðgangur ókeypis. Efnis- skráin er fjölbreytt og á milli atriða sameinast allir í tjiilda- söng. Tónlistarlíf í tengslum við kirkju og messuhald í Kálfatjarnar- kirkju á sér langa sögu. Orgel hefur verið í Kálfatjarn- arkirkju í hartnær 130 ár, eða allt síðan 1876. Fyrsti org- anisti kirkj- unnar var Guðmundur Guð- mundsson útvegsbóndi í Landa- koti sem þjónaði sem slíkur i 38 ár og óx blómlegt sönglíf í kring- um hann. Söngkór Kálfatjarnarkirkju var fyrst stoínaður sem félag 11. des- ember 1944. Kórinn verður því sextugur innan skamms. Enn starfa í kórnum 3 stofnfélagar. Það eru þau Helgi Davíðsson frá Asláksstöðum, Inga Margrét Sæ- mundsdóttir frá Minni-Vogum og Símon Kristjánsson frá Neðri- Brunnastöðum. Að baki kirkjusöngnum liggur ómældur timi sem farið hefur í æfingar, ferðir og fjáröflun til að halda starfinu gangandi, en það er hins vegar gefandi að starfa í kirkjukór. Kórstarfið verður þeim sem því ánetjast eins konar orkustöð sem sótt er í til að hlaða batteríin. A stundum hafa menn óttast að kórinn lognaðist út af vegna ónógrar endurnýjunar en í dag er ekkert sem bendir til þess. Þvert á móti hefur kórinn verið að yngjast upp þar sem öflugt söng- fólk hefur gengið til liðs við hann. Félagar í Kór Kálfatjamarkirkju hvetja söngglaða Suðurnesja- menn til að kynna sér söngstarf í kirkjukórum og allir eru vel- komnir til starfa. Kórinn æfir á þriðjudagskvöldum í Stóru- Vogaskóla og hefjast æfingar stundvíslega kl 20.00. Hafa má samband við Snæbjöm Reynisson, kórformann, í síma 424-6600 eða 424-6655 og í tölvupósti snaeb@vogar.is. Einnig getur fólk einfaldlega mætt á staðinn. Ævintýrale^ Heilsulmd iVrir líkama o» sál SJÁLFSTYRKING UNGLINGA Mánudaga klukkan 19:30-21:00 6 vikna námskeið hefst 1. nóvember Takmarkaður fjöldi þátttakenda! www.pulsinn.is Púl/inn _______ ^ Víkurbraut 1 1 Símar: 423 7500 œvintýrahús Sandgerði 848 53óó Tilboðin gilda 28. - 30. okt. Itr. kr. 158,- Iðavöllum - Keflavík - 421 5407 Opið: Mán - fim: 11.45 - 18.30 • Fös.: 10.00 -19.00 • Lau.: 10.00 - 18.00 4 VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.