Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.10.2004, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 28.10.2004, Blaðsíða 6
Q E us 0 O Stafræn myndavél hleðslutæki og taska fylgir fritt með að verðmæti kr. 4.500 Upplausn: 3.2 MegaPixol Aðdróltur: 40-11 Immm, 15x Hreyfimyndir: ótakmarkað eftir stærð minniskorts Fókus: Normal AutoFocus X.Xm^cndanlogt, Macro AufoFocus X. 14-X.Xm Lokarahraði: 2 til 1/2000 sek. ■ — _ __ _ skiár:4.6cmiiiuicDskiár verð kr. 24.900 Flass: Innbyggt ISO hraði: 100, 200, 400, Minnkar rauð augu: Já Minnisraufar: ló mb innra minni Secure Digital (SD) eða (MMC) SAMHÆFNIf íffxnwkHaii = allt er framkvæmanlegt Hringbraut 96 • Sími 421 7755 • www.samhaefni.is • sola@samhaefni.is FÉLAG ELDRIBORGARA Á SUÐURNESJUM Eldey Kór FEB á Suðurnesjum heldur tónleifea í Ytri-Njarðvíhurfeirhju, föstu- daginn 29. október kl. 20.00. Miðasala við innganginn kr. 500. Tónlistarfélag Reykjanesbæjar stendur fyrir tónleikum með Kristínu Sædal Sigtryggsdóttur sópransöngkonu í kvöld, fimmtudaginn 28. október í Listasafni Reykjanesbæjar. Kristín tileinkar tónleikana Guðrúnu Á. Símonardóttur en hún stundaði hjá henni söngnám þegar Guðrún kenndi söng við Tónlistarskóla Keflavíkur og áfram hjá Söngskólanum í Reykjavík. Á dagskrá verða lög í anda Guðrúnar og hið hefðbundna tónleikaform brotið upp en með Kristínu leika Lára S. Rafnsdóttir og Þórir Baldursson á píanó ogJón Rafnsson á bassa. Mér skilst að þú hafir rödd! Kristín Sædal heldur minningartónleika um Guðrúnu Á. Símonardóttur í Duushúsum í kvöld Kristín Sædal er fædd og uppalin í Keflavík og er spennt að halda sína fyrstu tónleika í Duushúsum en þar var leiksvæði hennar hér áður fyrr. „Keflavík er minn heimabær þar sem ég er fædd og uppalin. Eg er búin að halda tónleika víða á Suðurnesjum en ekki í Keflavík og finnst afar sjannerandi og spennandi að halda nú tónleika í Duushúsum sem voru innan leiksvæðis míns til níu ára aldurs en foreldrar minir bjuggu á Klapparstígnum. Við krakkamir lékum okkur ntikið í slippnum en að vísu fór maður hratt fram hjá fiskverkunarhúsunum þar sem maður sá drauga jafnt að rnorgni sem kvöldi í öllum gluggum. Það er því skemmtileg upplifun fyrir mig að halda nú tónleika í þessum húsum sem nú em orðin menn- ingar- og tónlistarhús í Reykjanesbæ”. Hvernig voru kynni þín af Guðrúnu A. Símonar? „Eg kynnist Guðrúnu í Keflavík þegar ég var á sex- tánda ári. Ragnar Bjömsson skólastjóri Tónlistarskólans réði Guðrúnu til starfa veturinn 1967 en hún kenndi söng í Keflavík að mig minnir í tvö ár og stundaði ég söngnám hjá henni bæði árin. Það er garnan að segja frá fyrstu kynnum okkar Guðrúnar en þeim gleyrni ég aldrei. Þegar ég kom í fyrsta söngtímann, unglingsstelpa með tíkarspena en búin að syngja mikið heima í Keflavík við alls konar tækifæri tengdum skólanum fannst mér auðvitað að ég kynni nú töluvert fyrir mér í söng og tónlist. Eg var þó afskaplega kvíðin og ég man ennþá eftir þessari kvíðatilfinningu. Þegar ég gekk inn í tónlistarsalinn kom hún á móti mér með þetta mikla rauða hár og allar festarnar um hálsinn. Hún settist við pianóið og lét mig syngja nokkra skala og spurði svo af hveiju ég væri komin til að læra að syngja. Ég sagði henni að ég væri búin að vera að syngja frá því að ég væri smá bam og langaði til að læra undirstöðuatriðin i raddbeitingu en tók frant að ég ætlaði mér aldrei að verða óperusöngkona. Hún hélt áfram að láta mig syngja spyr síðan með nokkurri ákveðni; var mannna þín að senda þig í söngtíma..?? Þetta fannst mér hrikaleg ntóðgun og fauk heldur betur í mig og mótmælti ég kröftuglega. Er heim kom lét ég ófogur orð fjúka og var ákveðin í að fara aldrei aftur í tíma til hennar. Hún sagði mér síðar að hún hefði verið ánægð að finna fyrir skap- inu í mér strax því hún vissi sem var að söngkonur yrðu að geta staðið á sínu. Ég var eins og áður sagði hjá henni í tvo vetur í Keflavík en siðan hætti hún kennslu suður frá og hóf kennslu heima hjá sér i Reykjavik. Ég reyndi að sækja námið til hennar þangað en það varð frekar sundurlaust. En einn daginn hringir Guðrún í mig og segir: „Kristín ég er búin að skrá þig í Söngskólann i Reykjavík”. Hún sagðist vera búin að tala við Garðar Cortes og tilkynnt honum að hún vildi fá í skólann stúlku með rödd og jafhframt beðið hann um að hringja í mig. Þetta vafðist ttú aðeins fyrir mér en hún sagði að það þýddi ekkert annað fyrir mig en að láta vaða. Nokkrum timum siðar hringdi Garðar Cortes og sagði: „Kristín Sædal, mér er sagt að þú hafir rödd... og ég býð þig velkomna i Söngskólann í Reykjavík.” Ég var sem sagt ekki prófuð inní skólann heldur voru orð Guðrúnar látin standa. I Söngskólanunt stundaði ég nám frá 1973 til 1985 þegarég útskrifaðist með söngkennara- próf. Fyrstutvo veturna í skólanum var ég hjá Guðrúnu en eftir það var ákveðið að ég færi til Þuríðar Pálsdóttur þar sem mér fór ekki nógu mikið fram. Þuríður var síðan ntinn aðalkennari í Söngskólanum. Það breytti ekki sambandi okkar Guðrúnar, við vorum alltaf jafn nánar og hún var fyrst og fbernst að hugsa um mína velferð því hún hafði mikla trú á mér. Þegar ég hélt fyrstu tónleikana mína þá fór hún með mig til Báru bleiku og keypti kjól handa mér en hún sagði oft að ég væri eins og dóttir sín. Eftir að hún féll frá fékk ég nótnasafhið hennar til varðveislu og lögin sem ég syng á tónleikunum eru lög sem hún söng ntikið á seinni hluta tónlistarferilsins, þá meira sem skemmtikraftur enda var hún feikilega vinsæl. T.d. má nefria að þegar hún hélt upp á fjörutíu ára söng- afmælið sitt í „Dúr og MoH” í Háskólabíó þá fyllti hún húsið fimm sinnum. Ég söng þar ein- söngsnúmer en ég var þá komin í söngnám til Þuríðar. Síðustu árin hennar voru frekar erfið. Hún þurfti oft að flytja og kom það í minn hlut að hjálpa henni ásamt fleirum góðum vinum. Guðrún var að sjálfsögðu ekki allra og lenti oft uppá kant við fólk, hún var ófeimin að segja sína meiningu sem að sjálfsögðu féll i misjafnan jarðveg. En hún var fyrst og fremst mikil listakona sem var afar viðkærn og brothætt. Hvernig verður dagskráin á tónleikunum í kvöld? Lögin sem að við tökum eru blanda af alþjóðlegri sveiflu og klassískum íslenskum sönglögum því á þessum tónleikum vil ég bijóta upp það hefðbundna tónleikaform sem við klassisku söngvararnir bindum okkur gjaman við. Mér finnst það vera mjög í anda Guðrúnar. Ég fékk til liðs við mig frábæra tónlistarmenn sem allir eru landskunnir. I alþjóðlegu sveiflunni leika með mér þeir Þórir Baldursson og Jón Rafnsson en það hefur verið ný upplifun fyrir mig að æfa með þeim og komast á áður óþekkt flug. Lára Rafnsdóttir píanóleikari spilar með mér í íslensku sönglögunum en við höfúm unnið saman áður, meðal annars fómm við í siglingu fyrir tveimur árum með skip- inu The World til Kanada og héldum fjóra tónleika um borð í jómfrúarferð skipsins. Eins og áður sagði eru lögin skemmtileg blanda og má nefha Little Things Mean A Lot, My Own, Somewhere OverThe Rainbow, You’ll Never Walk Alone, Draumalandið, Þú eina hjartans yndið mitt, Lítill fugl og Við gengum tvö. Allt eru þetta lög sem vekja upp hjá mér dýr- mætar minningar og miklar til- ftnningar en á þeim byggja þessir tónleikar fyrst og ffemst. Tónleikamir verða haldnir í Listasafhi Reykjanesbæjar, Duushúsum og heijast kl. 20:00. Miðaverð er kr. og fer miðasala fram við innganginn. 6 VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LE5TU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.