Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.10.2004, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 28.10.2004, Blaðsíða 14
> Heilbrigðisstofnun Suðurnesja: Námskeið fyrir sykursjúka Námskeið fyrir sykur- sjúka og aðstandendur þeirra verður haldið á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja dagana 11. - 13. nóvember nk. Fyrr á þessu ári var haldið í fyrsta sinn námskeið fyrir Ævintýrale^ heilsulind íVrir líkama o» sál þriðjudaga klukkan 19:30 4 vikna námskeið hefst 2. nóvember Sjóðheitir danstímar með Bangoura! www.pulsinn.is Púl/inn cevintýrahús Víkurbraut 11 Sandgerði Símar: 423 7500 848 5366 sykursjúka og aðstandendur þeirra á vegum Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja (HSS). Námskeiðið heppnaðist vel og er fyrirhugað að siík námskeið verði haldin reglulega og standi öllum skjólstæðingum göngu- deildar fyrir sykursjúka HSS til boða. Markmið með námskeiðunum er að fræða sykursjúka og aðstand- endur þeirra um sjúkdóminn, meðferð og aukaverkanir með áherslu á lífsstílinn og ábyrgð einstaklingsins i meðferðinni. Með fræðslu og stuðningi er stuðlað að bættri meðferð og færri aukaverkunum sjúkdóms- ins og auknum lífsgæðum. Námskeiðið verður haldið í Eldborg og gist í Northern Light Inn við Bláa lónið. Skráning stendur yfir og lýkur föstudaginn 29. október. LEIKFELflG KEFLAVíMffi Sýnir EFTIRLITSMANNINN eftir Gogol M Leikstjóri Bergur IngóLfsson Aðgangseyrir kr. 1500 Hópar, 10 eða fleiri kr. 1000 SYNINGAR: Frumsýning fimmtudaginn 28. okt. kl. 20 uppselt föstudaginn 29. okt. kL. 20. sunnudaginn 31. okt. kL. 20. Miðapantanir i síma 421 2540 eftir kL. 18.00. LEIKFÉLAG KEFLAVÍKUR I FRUMLEIKHÚSJNU IVESTURBRAUTJ7 KEFLAVÍK Fjölmenni á opnum fundi hjá Landsbankanum Landsbanki íslands stóð fyrir opnum fundi í síðustu viku þar sem nýju íbúðarlán bankans voru kynnt. Mæting var með besta móti og sagði Jóhanna Óskarsdóttir, útibússtjóri, að mikii ánægja hafi verið með fundinn. Sérfræðingar bankans héldu stutt ávörp. Edda Rós Karls- dóttir hjá greiningardeildinni fjallaði um nýju lánin og áhrif þeirra á fjármál heimilanna og hvernig breyttir tímar kölluðu á nýja hugsun varðandi greiðslubyrði. Hún sagði gríðarlega ásókn hafa verið í lánin allt ffá því að bankamir byijuðu með íbúða- lán. Pétur Bjami Guðmundsson hjá fasteignadeild bankans fór yfir ráðgjöfína sem bankinn býður viðskiptavinum sínum og skýrði hina ýmsu valkosti sem væntanlegum lántakendum bjóðast. Að loknum framsögnum þeirra Eddu og Péturs var opnað fyrir spumingar úr sal. Spurt var út í verðtryggingu lána og svaraði Edda því til að bankamir hefðu ekki í hyggju að afnema verð- trygginguna íyrr en þeir sæju fram á að sveiflur í verðbólgu fæm minnkandi. Hún benti þó á að Landsbankinn byði upp á óverðtryggð lán en þau væm á lakari kjörum en önnur. Fundargestir virtust hinir ánægðustu með svörin, en fundir sem þessir hafa verið á höfúðborgarsvæðinu og á Sel- fossi og munu verða í flestu útibúum bankans um allt land. > Alþjóðlegi psoriasis dagurinn á morgun Dagskrá í Bláa lóninu Alþjóðlegi psoriasis dag- urinn verður haldinn í fyrsta sinn á morgun, fostudag. Tilgangurinn er fyrst og fremst að vekja athygli á sjúkdómnum og fræða bæði fólk með psoriasis og almenn- ing um sjúkdóminn. Heims- dagurinn verður einnig nýttur til þess að kynna þá meðferðar- kosti sem í boði eru. Þá verða heilbrigðisyfirvöld víðsvegar um heim hvött til þess að hlúa betur að málefnum fólks með psoriasis. 1 tilefni dagsins mun Bláa lónið - húðlækningastöð bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Laugardag- inn 30. október verður opið hús á milli klukkan 13.00 og 16.00 fyr- ir þá sem hafa áhuga á að koma og kynna sér starfsemina sem þar fer fram. Klukkan 13.30 mun starfsmaður Bláa lónsins bjóða upp á skoðunarferð í nýja húð- lækningastöð sem mun opna vor- ið 2005. Fólk með psoraisis og fjölskyldur þeirra fá frían aðgang í heilsulón húðlækningastöðvar. Einnig verður þeim boðið í Gjána, sem er fræðandi upplýs- ingamiðstöð um íslenska jarð- fræði, staðsett í Eldborg, skammt frá húðlækningastöðinni. 14 VÍKURFRÉTTIRÁNETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.