Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.10.2004, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 28.10.2004, Blaðsíða 10
Tilboðsdagar 28. okt. - 12. nóv. Tilboð 1: Fótsnyrting, litun og plokkun kr. 3.990,- Tilboð 2: Fótsnyrting og handsnyrting kr. 4.400,- Tilboð 3: Andlitsbað, litun og plokkun kr. 5.300,- Verið velkomin, Brynja Ástráðsdóttir snyrtifræðingur HAr- og Snyrtistofa S: 421 2195 Ýsurúllur fylltar með rjómaosti og apars kr. kg. YTT, NYTT skur saltfiskréttur >o Hringbraut 92 Fiskbúðin Vík Sími 421 4747 Teppi á stígaganga Nú er rétti tíminn til að teppaleggja stigaganginn fyrir jólin. Við mælum og gerum tilboð í efni og vinnu, þér að kostnaðarlausu. Mikid úrval Hringdu í síma 421 7090 Opið: mán. - fös. 8-12 & 13-18, lau. 9-13 Iðavöllum 7, 230 Reykjanesbær C| f C A D , Sími 421 7090 Fax 421 7091 iLlð/lll fj/Ál C E-mail: flg@simnet.is ttW.JgMT > Menningardagur í kirkjum á Suðurnesjum tókst vel: kirkjugestir ó menninqarlequm nótum Mcnningardagur í kirkj- um á Suðurnesjum var haldinn á sunnu- dag og var fjölbrcytilcikinn í fyrirrúmi. Dagskráin hófst kl. 10 um morguninn í Kálfatjarn- arkirkju og lauk kl. 10 um kvöldið í Grindavíkurkirkju. Þetta var í annað sinn sem Menningardagar eru haldnir en örugglega ekki í það síöasta. Um 1100 rnanns mættu í kirkj- urnar til að sjá menningarupp- ákomur af öll- um gerðum og má þar nefna Ijóðalestur, dæg- urlagasöng og erindi af ýmsum toga. Þar niá nefha fyrir- lestur Jóns Böðv- arssonar í Njarð- víkurkirkju um Sveinbjörn Egils- son, skáld og menntaskólarektor. Komst Jón að þeirri niðurstöðu að Svein- björn hafi verið mesti málamaður sem Island hefur alið og að „Pereatið” svokallaða hafi verið mikið hneyksli. I Ytri-Njarðvíkurkirkju söng Magnús Þór Sigmundsson eigin lög, en í Keflavíkurkirkju flutti Hákon Leifsson erindi um trúar- lega tengingu í tónlist keflviskra poppara. Þar steig Rúnar nokkur Júlíusson á stokk sem leynigestur og flutti óð um móður sína sem snerti viðstadda afar djúpt. Hann tók einnig lagið „Elskaðu náung- ann” ásamt kór Keflavíkurkirkju. í Útskálakirkju sagði sr. Sigurður Sigurðsson, vígslubiskup, frá kynnum sínum af reimleikum á Útskálum þegar hann var þar gestur í æsku. Kirkjukórinn flutti að lokum tvo sálma. 1 Hvalsneskirkju flutti Matthías Johannessen eigin ljóð og texta og kallaðist á við Hallgrím Pét- ursson með þeim. I Kálfatjarnarkirkju hélt Ómar Smári Armannsson erindi um selin i heiðinni og lífið þar í þús- und ár. I framhaldinu var þjóð- lagasöngur og klassísk verk flutt með miklum ágætum. Bjami Arason fyllti svo Kirkju- vogskirkju um kvöldið þar sem hann söng lög sem Vilhjálmur Vilhjálmsson gerði vinsæl. Mannfjöldinn var þvílíkur að einhveijir þurftu að hlýða á fallegan söng Bjama fyrir utan dyrnar. Það kom ekki að sök því tónleikagestir skemmtu sér allir afar vel. Menningardegi lauk formlega í Grindavíkurkirkju þar sem um 300 manns mættu. Þar flutti séra Jóna Kristín Þor- valdsdóttir erindi um samspil íþrótta og kirkju og tónlistar- fólk úr hópi íþróttamanna, þau Gígja Eyjólfsdóttir og Jón Agúst Eyjólfsson sungu og léku á gítar. Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Suður- nesja og einn af aðstand- endum menningardagsins sagði að þegar hefðu heyrst áskoranir um að hátíðin yrði haldin i þriðja sinn að ári. Alþjóðaleg kaffíbarþjónakeppni haldin í Reykjanesbæ Alþjóðlega kaffibarþjónakeppnin Nordic Baristacup fer fram í húsakynnum Kafftárs i Reykjanesbæ dagana 28. til 30. október næstkom- andi. Þetta er í annað skiptið sem keppnin er hald- in. Norðmaðurinn Tini Wendelboe heimsmeistari kaffibarþjóna 2004 verður gestur á keppninni. Fjórir keppendur eru í hveiju liði ásamt liðstjóra. Liðin fá svokallaða gullkistu fulla af íslensku hrá- efni sem þau vinna úr í keppninni. Dæmt verður út frá brennslu og blöndun kaffis og hvemig hráefnið er borið á borð fýrir dómara. Hópurinn mun heim- sækja Mjólkursamsöluna, Gullfoss og Geysi og komið verður við í mjólkurbúi. Einnig mun hópur- inn fara í Bláa Lónið og skoða brúna á milli heims- álfa á Reykjanesi. Fyrir hönd Islands keppa þau Njáll Björgvinsson, Sigga Dóra Halldórsdóttir, Hjörtur Matthías Skúlason og Asa Jelena Petter- son. Liðstjóri íslenska liðsins er Ragga Gisladóttir, en þetta er í fyrsta skiptið sem ísland tekur þátt i Nordic Baristacup. 10 VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! UÓSMYNDIR: ÞORGIIS JÖNSS0N

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.