Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.10.2004, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 28.10.2004, Blaðsíða 16
Hópurinn fyrir utan rútuna á Sauðárkróki. Verðlaunahafar Nes ásamt þjálfurum. (miðið er Helgi Sæmundsson, (slandsmeistari í 2. deild með slgurlaunin. Frábær árangur Nes á íslandsmótinu í boccia íþróttafólk úr Nes, íþróttafélagi fatlaðra á Suðurnesjum, náði frábærum árangri á íslandsmót- inu í boccia sem fór fram á Sauð- árkróki um síöustu helgi. 16 keppendur úr 37 manna hópi Nesara komust í úrslit í sínum flok- ki. í rennuflokki var það Astvaldur Ragnar Bjamason, í 6. deild Dóra Dís Hjartardóttir og Jósef Péturs- son, í 5. deild Guðmundur Ingi Einarsson, í 4. deild Bryndís Brynj- I ólfsdóttir og Gestur Þorsteinsson og í 3. deild voru það Ásmundur Þórhallsson, Davíð Már Guð- mundsson, Óskar ívarsson og Ragnar Ólafsson sem komust í úr- slit. Það gerðu einnig Helgi Sæ- mundsson, Konráð Ragnarsson, Róbert Aron Ólafs og Sigurður Benediktsson sem voru í 2. deild og Arnar Már Ingibjörnsson og Sigríður Karen Ásgeirsdóttir í 1. deild. Allir keppendur sem komast í úrslit í keppninni færast upp um deild á næsta ári. Af þeim Nesurum sem komust i úrslit fóm 5 á verðlaunapall. í 2. deild varð Helgi Sæmundsson í lýrsta sæti og er Islandsmeistari. Á eftir honum í 2. sæti var Konráð Ragnarsson og fékk hann silfur- verðlaunin. í 3. deild fékk Davíð Már Guðmundsson silfrið og í 3. sæti var Ragnar Ólafsson. í 5. deild varð Guðmundur Ingi Einarsson í 2. sæti og fékk silfurverðlaun. Með í ferðinni voru foreldrar og aðstoðarmenn yngri nemenda og 7 nemendur Fjölbrautaskóla Suður- nesja sem aðstoðuðu þjálfarana með hópinn bæði I keppni og utan keppni. Er þetta hluti af námi þeir- ra við FS en þeir em ásamt Qölda annarra FS nemenda að læra þjálf- un fatlaðra hjá Nes undir stjórn Önnu Leu Björnsdóttur íþrótta- kennara í FS. Þessi aðkoma nem- enda FS er ómetanleg fyrir Nes og starfþess. 5 Fræknar sigruðu á Þrekmeistaramóti íslands Þróttur í Vogum féll út í 16-liða úrslitum SS-bikarsins í handknattleik er þeir töpuðu 15-35 fyrir (R. Þeir höfðu áður lagt ÍBV 2 að velli á hetjulegan hátt og virðist sem enn ein skrautfjöðurin hafi bæst í íþróttahatt Suðurnesja. Örvar Kristjánsson lætur þrumufleyg vaða að marki ÍR. Mynd: Þorgils Jónsson Fimm dömur úr líkamsræktarstöð- inni Lífsstíl í Reykjanesbæ urðu Is- landsmeistarar í liðakeppni á Þrek- meistaramóti íslands sem fór fram á Akureyri um helgina. Keppnislið Lífsstíls, 5 Fræknar, samanstóð af Kristjönu Gunnars- dóttur, Katrinu Karen, Maríu Óla- dóttur, Helenu, Ólafíu og Maríu Kristinu en þær tóku einnig þátt I einstaklingskeppni kvenna. Suður- nesjakonur hlutu þrenn verðlaun í einstaklingskeppni kvenna, Inga Sigríður Harðardóttir varð í 2. sæti og Kristjana Gunnarsdóttir varð í 3. sæti í opnum flokki kvenna. Ólafía Bragadóttir varð í 3. sæti í flokki 39 ára og cldri. Alls kcpptu 132 keppendur frá æf- ingastöðvum víðsvegar af landinu. Pálmar Hreinsson frá Reykjavík og Harpa Hlín Jónsdóttir frá Ólafsfirði sigruðu í opnum flokkum einstak- linga. „Við kepptum síðast í vor og lent- um þá I öðru sæti, þessi titill um helgina var okkar þriðji,” sagði Kristjana Gunnarsóttir i samtali við Víkurfréttir. „Við erum búnar að æfa grimmt síðan í ágúst en keppn- in harðnar með hverju árinu. Það var ein breyting á liðinu okkar í ár, Helena kom inn fyrir Ernu Lind sem gat ekki keppt því hún var stödd erlendis,” sagði Kristjana. Úrslit vikunnar Intersport-deild karla Grindavík-Njarðvík 64-87 Grindavík: Justin Miller 21/11, Páll Axel Vilbergsson 17, Darrel Lewis 15. Njarðvík: Páll Kristinsson 31/15, Matt Sayman 15/9/12, Brenton B. 14/11, Friðrik Stef- ánsson 10/10. KFÍ-Keflavík 80-89 Keflavík:Magnús Gunnarsson 22, Michael Matthews 16/11, Anthony Glover 16, Jón Nordal Hafsteinsson 10 (6 stolnir boltar). KFÍ: Josh Helm 37/13, Pétur Sigurðsson 15. Keflavík-Haukar 89-82 Keflavík: Glover 34/12, Amar Freyr Jónsson 14, Matthews 13, Gunnar Einarsson 11. Haukar: John Waller 24, Predrag Bojovic 15. Njarðvik-KR 92-69 Njarðvík: Páll 21, Friðrik 17/10, Brenton 14, Sayman 14/3/10, Jóhann Ólafsson 14, Guðmund- ur Jónsson 10. KR:Cameron Echols 30. Skallagrímur-Grindavík 81-80 Grindavik: Lewis 36, Páll Axel 24. Skallagrímur: Clifton Cook 23, Hafþór Gunnarsson 16. 1. dcild kvenna KR-Njarðvík 51-62 Njarðvik: Jamie Woudstra 24/12, Ingibjörg Vilbergsdóttir 22, Helga Jónasdóttir 7/10. KR:Gréta Grétarsdóttir 13/10. Haukar-Grindavík 48-50 Grindavík: Erla Reynisdóttir 13, Petrúnella Skúladóttir 11, Ólöf Pálsdóttir 8/11. Haukar: Helena Sverrisdóttir 25/19. Safna fyrir Evrópukeppni Karlalið Keflavíkur í körfuknattleik stendur þessa dagana í fjáröflun fyrir þátttöku liðsins í Evrópukeppni félagsliða. Þeir munu standa fyrir kökusölu í Sparisjóðnum í Keflavík á morg- un í Jteim tilgangi og eru stuðningsmenn hvattir til að láta sjá sig. Arangur iiðsins í þessari keppni í lyrra var framar vonum og er stefnt að því að ná svipuðum árangri nú. Salan hefst kl. 13 á morgun. EVRÓPUKARFAN ÍGANGÁNÝ! Keflvíkingar leika sinn fyrs- ta leik í Evrópukeppni félagsliða þegar þeir taka á móti franska liðinu Reims Champagne. Árangur Iiðsins í sömu keppni í fyrra var óhemju góður þar sem þeir unnu alla sína hcimalciki í riðlakeppninni og vöktu mikla athygli á íslen- skum körfubolta. Andstæðingarnir eru svipaðir að getu og frönsku liðin Toulon og Dijon sem Keflavík atti kappi við í fyira og verður því svo sannarlega um hörkuleik að ræða. Sigurður Ingimundarson sparar ekki stóru orðin fyrir leikinn. „Við ætlum okkur að vinna þessa kepp- ni. Við ætlum að hitta á toppleik á miðvikudaginn og stólum á að fá áhorfendur með okkur eins og í fyrra. Það var rosalega góð stemmning þá og við búumst ekki við minni látum í þetta skiptið!” 16 VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.