Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.10.2004, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 28.10.2004, Blaðsíða 2
stuttar f r é t t i r Komu Hollendingum til hjálpar ■ Björgunarsveitin Þorbjöm frá Grindavík kom hópi hol- lenskra ferðamanna til hjálpar í síðustu viku. Höfðu þeir fest jeppabifreið sína á vegsióða við Krísuvíkurbjarg. Greiðlega gekk að losa bifi-eiðina, en hjólbarðar hennar höföu farið niður i gegnum ísilagðan drullupytt. Innbrotið í FS upplýst ■ Lögreglan í Keflavík handtók nokkra aðila í síðustu viku í tengslum við innbrot og Sþjófhaði sem hafa átt sér stað í Reykjanesbæ á síðustu dögum. Við húsleitir á heimilum aóil- anna, sem eru á aldrinum 16 ára til 41 árs, fannst nokkurt magn ætlaðs þýfis. Þar máti sjá nokkrar fartölvur sem stolið var í innbroti í Fjöl- brautaskóla Suðumesja um s.l. helgi og skotfæri sem stolið var í innbroti í geymslu Ijölbýlishúss í Keflavík fýrir stuttu. Rannsókn þessara mála er langt komin. Veikur sjómaður sóttur ítogara ■ BjörgunarskipiðOddurV Gíslason í Grindavík var á mánudag kallað út vegna veiks sjómanns um borð í togaranum Oddgeir EA-600. Var togarinn þá staddur í svokall- aðri röst við Reykjanestá. Maðurinn var ekki lífshættu- lega veikur og var hann fluttur til skoðunar á heilsugæslu- stöðinni í Grindavík. Björgun- arskipið Oddur V Gislason var kominn til hafhar um klukkan 15 og gekk leiðang- urinn vel. Rauður sími &9Ö 2222 beint samband við blaðamann og Ijósmyndana allan sólarhringinn! > Spjöll unnin á yfir 20 leiðum í gamla kirkjugarðinum við Aðalgötu í Keflavík: NÍDINGSVERK í KIRKJUGARÐI Gmnur leikur á því að tveir eða fleiri drengir um 12 ára gamlir beri ábyrgð á skemmdarverkun- um sem voru unnin í Keflavíkur- kirkjugarði í síðustu viku. Hrika- leg aðkorna blasti við þeim sem lögðu leið sína um kirkjugarðinn sl. fimmtudag þar sem spjöll höfðu verið unnin um allan garð.Um 20 legsteinunr hafði verið velt við, krossar af leiðum rifiiir upp og skildir með nöfhum og grafskrift þeirra sem hvíla þar brotnir í mél. Þá lá ýmislegt smá- legt eins og blómaker, lugtir og annað skraut eins og hráviði urn allan garð. Lögreglan hvetur foreldra til að ræða við böm sín um ferðir þeir- ra mánudags- til nriðvikudags- kvöld. Þá em þeir sem hafa ein- hveija vitneskju um málið beðnir að hafa sanrband við lögregluna í Keflavík í síma 420-2400. > Hraðfiskibáturinn Ósk KE varð eldi að bráð norður af Garðskaga: Skipverjar brugðust rétt við eldinum Eldur kom upp í línubátnum Ósk KE-5 uni fjögurleytið á mánudag þar sem hann var staddur um 15 sjómílur norður af Garðskaga. Þrír menn eru í áhöfn bátsins og þá sakaði ekki. Bát- urinn sendi út neyðarkall og var Happadís KE-83 þá stödd nálægt og tók Óskina í tog. Að sögn Gunnars Magnússonar skipverja á Ósk KE urðu þeir varir við mikinn reyk í stýr- ishúsi bátsins en sáu ekki eld. „Við lokuðum hurðinni og höfum sjálfsagt kæft eldinn,” sagði Gunnar í samtali við Víkurfréttir. Gunnar segir að þeir hafi gert björgunarbát- inn tilbúinn til notkunar. „Við komumst ekki í fjarskiptatæki en i björgunarbátnum var neyð- arsendir sem við gátum notað,” segir Gunnar en báturinn lagðist að bryggju um klukkan tiu sama kvöld. Slökkvilið Brunavarna Suðumesja var með mikinn viðbúnað við Keflavíkurhöfn þegar Ósk KE lagðist að bryggju. Jón Guðlaugsson aðstoðarslökkviliðsstjóri sagði að það væri alltaf mikil hætta á ferðum þegar eldur kvikn- ar um borð í bátum. „Það myndast oft miklar eiturgufúr í eldsvoðum út á sjó og viðbúnaður slökkviliðsins er alltaf mikill við svona að- stæður. Við komum búnaði okkar fyrir á bryggjunni og sendum reykkafara niður til að kanna aðstæður og um leið reykræstum við stýrishúsið,” sagði Jón í samtali við Víkur- fréttir. Einar Magnússon útgerðarmaður og eigandi bátsins sagði í samtali við Víkurfréttir að mestu máli skipti að áhöfn bátsins kæmi heil út úr þessu. „Það skiptir mestu máli að menn- imir sleppa ómeiddir.” Aðspurður sagði Einar að skemmdir um borð í bátnum væm miklar. „Allt sem ætti að vera hvítt er svart og allt innanstokks er sviðið og ónýtt.” 2 VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! UÖSMYNDIR: JÖHANNES KR. KRISTJANSSON UÖSMYNDIR: HILMSR BRACI tóRÐARSON

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.