Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.10.2004, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 28.10.2004, Blaðsíða 13
FRETTASKYRIIMG > Aðsend grein um sjávarútvegsmál: Er kvóta braskskerfið að gleypa í Að gefnu tilefni kom eftir- farandi hugleiðing fram á 20. þingi Landssam- bands Smábátaeigenda þann 14 til 15. október 2004. Fyrir um það bil tuttugu árum komu menn saman að stoftiun smábátafélags til hagsbóta fyrir útgerðir báta sinna, grasrótar- hreyfing einyrkja, blautir á bak við bæði eyrun. Þessi félags- skapur manna með landsamband sem bijóstvöm hefur komið miklu til leiðar í gegnum tíðina svo eftir er tekið. Til dæmis veiðiheimildir í lokuð- um potti krókabáta. Almenningur í landinu hefur stutt dyggilega við þennan út- gerðarflokk þvi hann er í senn vistvænn og atvinnuskapandi og lífgar sérstaklega upp á mannlíf- ið í dreifðum byggðum. Kapp er best með forsjá stendur einhver staðar! Því nú á aðeins einu kynslóðabili em teikn á lofti um óæskilega stefnu í félaginu sem stendur nú á tímamótum með mikla mögu- leika ef rétt er á spilum haldið. I fyrsta lagi með stækkun bát- anna úr fimmtán tonnum í tutt- ugu og fimm til þijátíu tonn. I öðru lagi fijálsræði í vali á veiðiaðferð í krókakerfinu. Að mínu viti glatast stuðningur almennings við smábátamenn og einyrkinn hverfur að mestu ef af þessu verður, peningahyggjan og hnefarétturinn kemur inn, góð sig smábátana? lífsgildi og virðing á mannrétt- indum hverfa. Það er umhugsun- ar vert hvað löggjafinn hefur oft sett lög þvert á stefnu L.S. og þar með gert samþykktir aðalfunda félagsins ómerkar. Því spái ég, að eins og svo oft áður verði sjónar- mið þess stóra í félaginu sem ræður för, þegar kemur að laga- setningu á löggjafasamkundunni, en ekki félagsleg niðurstaða aðal- funda eins og menn hafa haldið og vonast til. Máli minu til stuðn- ings hef ég til taks nokkur dæmi ef þess væri óskað. Eg óska ykkur félögunum vel- famaðar og þakka gott hljóð. Sæmundur Einarsson smábátseigandi, Reykjancsbæ > Aðsend grein um málefni Varnarliðsins: Næsti yfirmaður lægra settur! „Þaó sem er óvenjuleg-t viö þetta er aö alla tíö hafa yfirmenn flotastöövarinnar komiö úr bandaríska flotanum en ekki úr flug'hemum eins og nú er aö gerast,” segir heimildarmaöur Víkurfrétta. Samfylkingin segir upp 700 manns Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, varaformaður og mál- efnastjóri Samfylkingar- innar, sendir skýr skilaboð til Bandaríkjamanna og Islend- inga: Flugvélarnar burt af Kellavíkurflugvelli! Svo bætir hún við að Islendingar taki við rekstrinum. Og þá má spyrja: Hvaða rekstri? Jú, hinum al- menna rekstri á llugbrautum. Með þessum boðskap liggur stefha Samfylkingarinnar ljós fyrir. I fyrsta lagi telja þau engar vamir þurfa hér á landi. Við eig- um að vera eina þjóð veraldar við slíkar aðstæður. Hryðjuverka- ógnin, af sjó eða lofti, er t.d. ekkert inni í myndinni á þeim bænum þó allar aðrar þjóðir efli sig gagnvart þeirri vá. I öðru lagi eru skilaboðin skýr til þeirra 700 einstaklinga sem starfa á vellin- um. Stöðinni verður lokað. Kjaminn í vamarstarfsseminni lýtur að flugvélunum. Séu þær sendar brott er sá grundvöllur horfinn og þar með flest störfin. Engum blandast hugur um að með þessum skilaboðum er fyl- gst. Þau em ekki til þess fallin að styrkja stöðu Islands í samning- um við Bandarikjamenn. í nýlegri heimsókn bandarískra þingmanna hingað (m.a. John McCain og Hillary Clinton) kom ffam skýr skilningur á vamar- hlutverki Islands. Ríkisstjómin hefur lagt á þetta ríka áherslu í viðræðum sínum við bandarísk stjómvöld og fengið jákvæðar undirtektir. Samfylkingin er á öndverðum meiði. Rétt er að velta upp áhrifum þessarar stefnu Samfylkingarinnar á öryggis- hagsmuni Islands, atvinnu Suð- umesjamanna, tekjur sveitarfé- laganna og þannig má áffam telja. Vonandi verður samningum um ffamtíð stöðvarinnar lokið fyrr en síðar þannig að óvissu verði eytt og ekki þurfi að óttast að rödd Samfylkingarinnar í þessum efnum verði tekin og al- varlega. Til þess eru of miklir hagsmunir í húfi. Jón Kr. Kristinsson Aðsendar greinar berist tii: johannes@vf.is við að skoða kostnaðarliði vegna hugsanlegrar yfirtöku islenskra flugmálayfirvalda á flugbrautum og þjónustudeildum. Talið er að viðræður um yfirtökuna heþist upp úr áramótum. Landinu skilað Fjallað er um niðurskurð á flotastöðinni á Keflavíkur- flugvelli í skýrslu sem ríkis- endurskoðun Bandaríkjanna gerði um opinber útgjöld Bandaríkjastjómar til vamarmála á erlendri gmndu. Einnig kemur fram í skýrslunni að þremur landsspildum sem hafa verið í umsjá Vamarliðsins verði skilað til íslenskra stjórnvalda. Samkvæmt heimildum Víkur- ffétta er þar um að ræða svæði við Grindavík, Patterson flugvöllinn og svæði í Hvalfirði. Aætlanir Bandaríkjastjómar eru kunnar um að færa herstöðvar sinar nær átakasvæðum og er sérstaklega getið í skýrslunni um niðurskurð stöðvarinnar í Kefla- vík í ffamhaldi af því. Hlustum allan sólarhringinn 888 2222 Fábu þér gott í gogginn 52% aýdtóttcei Veganestí VÍKURFRÉTTIR I 44.TÖLUBWÐ2004 I FIMMTUDAGURINN28. OKTÓBER2004 113

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.