Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.10.2004, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 28.10.2004, Blaðsíða 20
Innilegar þakklr fyrlr auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför okkar elskulega Ásgeirs Einarssonar, Smáratúni 35, Keflavík Sérstakar þakkir til Ökuleiða fyrir veittan stuðning. Pálína Gunnarsdóttir, Svandís og Grétar, Heiða, Bjarki og Brynjar, Einar Þór Arason, Kolbrún Gunnlaugsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir, Stefán G. Einarsson, Eydís Eyjólfsdóttir, Ari Einarsson, Ása Guðmundsdóttir, og bræðrabörn. + Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Salóme Danivalsdóttir (Lóa), Borgarvegi 2, Njarðvík, verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 29. október kl. 14. Stefán Ingi Guðmundsson, Jóhann Valur Guðmundsson og Julida Dicdican, Kristín Guðmundsdóttir og Steindór Sigurðsson, Gunnar Örn Guðmundsson og Ásdís Friðriksdóttir, Haukur Viðar Guðmundsson og Guörún ísleifsdóttir, Ingigerður Guðmundsdóttir og ísleifur Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ei 421 OOOO Verslunarstjóri Óskum eftir að ráða hæfileikaríkan starfsmann í verslun okkar. Um er að ræða 100% starf verslunarstjóra og viðkomandi þarf að geta hafið störf strax. Upplýsingar gefur Hjörleifur í síma 893 9065 Hafnargötu 52 • 230 Keflavík • Sími 421 3337 Opnunarhátíð 10-11 um helgina Verslunin 10-11 opnaði nÝÍa °g breytta búð í húsnæði sinu viö Hafn- argötu í Reykjanesbæ síðustu helgi. Næstu helgi fcr opnunar- hátíð verslunarinnar fram. „Búðin er orðin mjög hlýleg og björt en hún var minnkuð um tæpa 200 fermetra” sagði Helga Bára Karlsdóttir verslunarstjóri 10-11 í Reykjanesbæ. „Viðtök- urnar hafa verið rosalega góðar en við erurn alltaf með nýbakað bakkelsi í búðinnisagði Helga. Einnig hefur nýr salat-bar verið opnaður í 10-11 þar sem hægt er að kaupa sér kort, sem virkar eins og strætókort, greitt er í einni greiðslu fyrir fjögur tyrstu skiptin og eftir það er hægt að ffamvísa kortinu. Fimmta skiptið á salat-barinn er svo frítt. „Einnig erum við með mikið úrval af heilsuvörum og stórglæsilegan nammibar,” sagði Helga. Opnunarhátíð nýrrar og breyttar verslunar 10-11 fer fram um helgina þar sem boðið verður upp á afslátt af hinum ýmsu vör- um. „Ég hvet alla til þess að líta við því allir ættu að finna hér eitthvað við sitt hæfi,” sagði Helga að lokum. Steinar snýr heim á morgun Steinar Örn Magnússon, slökkviliðsmaður frá Keflavík, snýr aftur heim frá Afganistan á morg- un. Steinar, sem starfaði við friðargæslu á flug- vellinum í Kabúl, fékk í sig sprengjubrot í sjálfsmorðsárás Talíbana í miðborginni á laugar- dag. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi á mánudag eftir að gert hafði verið að sárum hans. Meiösli hans voru ekki alvarleg en brotin lentu í framhandlegg hans og rist. Þrír létust í sprengingunni og fjöldi slasaðist, þar af tveir aðrir íslending- ar sem munu snúa heirn likt og Steinar. Steinar hélt utan með félögum sínum i lok ágúst og stóð til að þeir yrðu við skyldustörf ffam í desember. íslensk stjómvöld hafa fordæmt verknaðinn og segja að ltann muni ekki hafa áhrif á stefnu Islands í friðargæslu- málum. Wmt'MmL Skilorð fyrir að slá lög- reglumann í andlitið Tæplega fimmtugur maður var dæmdur i 30 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, í Héraðsdónti Reykjaness á þriðjudag fyrir að slá lögreglumann með krepptum hnefa í andlitið. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn vald- stjórninni með því að hafa á þáverandi heimili sínu í Keflavik í maí í fyrra slegið með krepptum hnefa í andlit lögreglu- manns sem þar var staddur við skyldustörf. Afleiðingar urðu þær að lögreglumaðurinn marðist í andliti, vör sprakk og tönn sem losnaði við höggið þurfti að fjarlægja. Maðurinn var dæmdur til að borga allan sakarkostnað málsins, þar með talda 75.000 króna þóknun til skipaðs vetjanda. TÓNLEIKAR í DUUSHÚSUM róNLlSTMirilAC, R.EYKJANESDÆ|AK Tónleikar til minningar um Guðrúnu Á. Símonar Lára Rafnsdóttir pfanó Þóri r Baldursson pianó 3ón Rafnsson bassi Sala aðgöngumiða fer fram við irmganginn. Miðapantanir í síma 421 3796. Miðaverð er kr. 1.500. Listasafn Reykjanesbæjar, Duushúsum, fimmtudagur 28. október 2004 kl. 20:00. Kristi'n Sædal Sigtryggsdóttir sópran 20 VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLECA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.