Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.10.2004, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 28.10.2004, Blaðsíða 8
VIDHORFSKÖNNUN M U N D I Einu skotin á Vellinum eru afgreidd á Offiséra-klúbbnum... Spurt var: Leysist kcnnaraverkfall á næstu tíu dögum? Já sögðu 13%, nei sögðu 83% en 4% sögðu: veit ekki Spurning vikunnar á vf.is er: ErVarnarliðið endanlega á fórum? Farðu inn á vef Víkurfrétta, www.vf.is og taktu þátt í vikulegri viðhorfskönnun. Niðurstöður verða birtar í Víkuríréttum vikulega, ásamt næstu spumingu. Varnarliðið ÖÐRU HVERJU berast bréf til Kallsins á kassanum - misgóð. Kallinn fékk bréf frá góðum manni sem upplýsti að verið væri að segja upp 24 starfsmönnum flugþjónustudeildar hjá vamariiðinu á Keflavikurflugvelli. Maðurinn segir í bréfi sínu að þeir sem vinni í deildinni séu varaslökkviliðsmenn fyrir slökkvi- liðið á Keflavikurflugvelli - séu til taks ef flugslys verður. Þessa starfsemi á að bjóða út og án efa verða einhverjir endurráðnir. „STAÐALL Keflavikurflugvallar miðast við að starfsmenn deildarinnar séu til staðar, enda em þeir flestir með slökkviliðs- og sjúkraflutningsréttindi. Gaman væri að vita til þess hvort það verði tekið fram í forvali til þeirra fyrirtækja sem fá að bjóða í þetta verk að þessara réttinda sé krafist. Það hvílir mikil leynd yfir þessum uppsögnum en þetta var ákveðið sl. föstudag. Að lokum vil ég þakka umfjöllun þína á uppsögnum hjá slökkviliðinu og málum er varðar Varnarliðið. Vona að svo verði áfram,” sagði bréfritari stórgóðu bréfi sem Kallinn fékk á dögunum. EITTHVAÐ mikið er að gerast hjá Varnarliðinu. Það tipla allir á tánum þama uppfrá og fólk er logandi hrætt. Hvað er að gerast þama uppfrá? Em línur að fara að skýrast i málum? Kallinn óskar eftir bréfum frá fólki sem veit eitthvað um þessi mál. NJARÐVÍKINGAR ERU gjörsamlega að rústa deildinni. Keflvikingarnirverða að taka sig allvemlega á ætli þeir að eiga einhverja möguleika. Kallinn hefur alltaf trú á Keflavík og hvetur alla til að mæta á Evrópuleikinn. KENNARAVERKFALLIÐ er svo sannarlega farið að hafa áhrif á bömin. Fyrir stuttu gerðust þeir hrikalegu atburðir að unglingar eyðilögðu leiði og leg- steina í kirkjugarðinum í Keflavik. Ábyrgðarleysið hefur verið algjört og Kallinn trúir því ekki að svona lagað sé gert með fullu ráði. Guð hjálpi okkur öllum! 88-HÚSIÐ og Fjörheimar eiga að gegna stóm hlutverki fyrir unglingana á tímum sem þessum. Kallinn veit ekki hvort það er gert þessa dagana - en hann vonar það svo sannarlega og hvetur þá sem þar stjórna til að búa til verkefni fyrir unglingana. OG MEIRA AF verkfalli - það er ekki neitt að gerast! Hvað halda samn- ingsaðilarnir að hægt sé að halda lengi áfram? Þar til veturinn verði gjörsam- lega ónýtur hjá stómm hluta gmnnskólabarna? Kallinn hvetur Sandgerðinginn Unni sem situr í samninganefnd að klára málið og semja áður en allt fertil fjandans. ANNARS - kveðja, Kallinn@vf.is SVART & sykurlaust Kennarar í verkfalli hreiðra um sig í húsi bæjarins Kennarar í verkfalli í Reykjanes- bæ hafa hreiðrað um sig í 88- húsinu, menningarmiðstöð ungs fólks í Reykjanesbæ. Þar er nú verkfallsmiðstöð þeirra. Reykja- nesbær leigir húsið undir starf- semi fyrir ungt fólk. Þykir það nokkuð skondið að Reykjanes- bær sé að leigja húsnæði fyrir kennara sem standa í kjarabar- áttu við bæinn sjálfan... Hvaða skilaboð er verið að senda? Sveitarfélögin Sandgerði, Garður og Vogar slitu á dögunum sam- starfi við Reykjanesbæ í mál- efnum barnaverndarnefndar. Þessi uppsögn kom mönnum í Reykjanesbæ í opna skjöldu, en sveitarfélögin tala um breyttar aðstæður. Hvort uppsögn á sam- starfinu tengist sameiningar- áformum sveitarfélaga er ekki vitað en heimildarmaður S&S segir að með þessari aðgerð séu sveitarfélögin að senda skilaboð til sinna sveitunga um að til sameiningar við Reykjanesbæ komi ekki... Hverju svarar Reykjanesbær? S&S hefur það hins vegar eftir ónafngreindum heimildum að það sé til skoðunar í meirihlutan- um í Reykjanesbæ að slíta sam- starfi um einhverja af sameigin- legum stofnunum sveitarfélag- anna sem þannig gæti komið illa við minni sveitarfélögin. Afgreiðsla Víkurf rétta er opin alla virka daga frákl. 09-12 og 13-17. Meðþvíað hringjaí síma 4210000 erhægtað velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild oghönnunardeild. Fréttavakt allansólar- I hringinn er í síma 898 2222 Útgefandi: Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Ritstjóriogábm.: Fréttastjóri: Blaðamenn: Sölu-ogmarkaðsstjóri: Auglýsingadeild: Útlit, umbrot og prentvistun: Hönnunardeild Víkurfrétta: Prentvinnsla Dagleg stafræn útgáfa Skrifstofa Víkurfrétta RITSTJÓRNIN Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23,260 Njarðvik, Sími 4210000 Fax 4210020 Páll Ketilsson, sími 4210007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 4210002, hilmar@vf.is Jóhannes Kr. Kristjánsson, simi 4210004, johannes@vf.is Þorgils Jónsson (íþróttir), sími 4210003, gilsi@vf.is Jónas Franz Sigurjónsson, sími 4210001, jonas@vf.is Jófríður Leifsdóttir, sími 4210008, jofridur@vf.is Jón Björn Ólafsson, sími 4210014, jbo@vf.is Víkurfréttirehf. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 4210005, kolla@vf.is Anita Hafdís Björnsdóttir, s: 4210013, anita@vf.is Þorsteinn Kristinsson, s: 4210011, steini@vf.is Prentsmiðjan Oddi hf. www.vf.is og vikurfrettir.is Stefania Jónsdóttir, sími 4210012, stebba@vf.is Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 4210009, gudrun@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 4211010, aldis@vf.is Lögmál markaðarins „Af hverju minntist þú ekki á okhur í greininni þinni” spurði eigandi pizzustaðarins sem ekki var getið um í síðustu viku. Ég svaraði í hreinskilni að krakkarnir vildu eldd pizzurnar hans jafnvel þó ég væri sísuðandi í þeim að breyta til, svona endrum og eins. Við ræddum um hugsanlegar ástæður þess að ungdómurinn minn vildi ekki pizzurnar hans og ákváðum að komast að hinu sanna. Ég ákvað að setja af stað markaðsrannsókn á heimilinu enda hafði ég skilað greinagóðu verkefni um markaðsmál í rekstrar- og viðskiptafræði í Háskóla Islands sl. vetur. Sjálfur var hann með nýjar fféttir af markaðsherferð sem þeir hófu nýlega og sagði að níutíu prósent tólf ára unglinga hefðu komið í ffía veislu hjá Pizza 67 á undanförnum vikum. Ég reyndi að rifja upp helstu kenningar og reglur úr ffæðunum og komst að því að ég mundi þær ekki. Bækurnar mínar voru komnar niður í geymslu, jafnvel þó að bækur meistara Kotlers ættu að vera í hvers manns hillu. Að minnsta kosti þeirra sem eru í bisness. Ég hugsaði með mér að það hlyti að skipta verulegu máli í viðskiptum, að vera í nálægð við kúnnann eins og Jóhannes í Bónus og þekkja væntingar og vonir markaðarins. Svo ekki sé nú talað um að vera sýnilegur í auglýsingum! Ég minnist þess sem ritstjóri þessa blaðs ítrekaði við mig í síðustu viku, að vera ekki með svona langan pistil. „Stutt er betra” sagð’ann en meinti auðvitað að ég tæki of mikið pláss ffá auglýsendum. „Hvers vegna viljið þið ekki pizzurnar hans Jóa á 67” spurði ég krakkana mína íbygginn á svip og undir niðri grunaði þau að eitth- vað væri í aðsigi. Þau svöruðu um hæl að þær væru svo dýrar og sjaldan tilboð í gangi. Engu öðru um að kenna. Hafði ekkert með bragð og gæði að gera. Það þurfti svo sem engan prófessor til að komast að hinu sanna, unglingarnir eru með þetta á hreinu. Hafa hag foreldranna að leiðarljósi. Mikið er gott að eiga svona indæla krakka. Mig grunar þó að Jói hafi ekki verið neitt sérstaklega latur við að auglýsa en vissulega er verðið alltaf álitamál. Svo afskaplega afstætt. Ég segi að dýrðleg pizza má vera dýr! Aðrir staðir hafa svo sem verið duglegir að minna á sig og þau á Langbest hafa t.d. verið sér- lega dugleg að styrkja íþróttalífið í bænurn, allt ffá fýrstu tíð. Svona lagað gleymist oft þegar samkeppnin er annars vegar. Við látum glepjast af núinu, sem ákvarðast oftar en ekki af börnunum okkar og stýripinnum markaðarins. Það eru menn sem hafa lesið meis- tara Kotler. Ég er hins vegar á því að breyta frá norminu og snúa á kenningarnar. Um helgina var veislan í boði Jóa á 67 og ógleyman- leg á allan hátt. Á morgun er ný dögun. fimmtudags uu FRAMSÖKNARFLOKKUftlNN Fundur verður haldinn í Framsóknar- félagi Reykjanesbæjar n.k. laugardag kl. 11.30 í húsi félagsins að Hafnargötu 62. □agskrá: Kosning fulltrúa á kjördæmisþing Stjórnin WJ 8 VfKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.