Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.10.2004, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 28.10.2004, Blaðsíða 12
Varnarliðið á Keflavíkurflugvel Nær öll vopn flotastöðvar Banda- ríkjahers á Keflavíkurflugvelli hafa verið flutt úr landi. Starfsemi stöðvarinnar nnm dragast mikið saman á næstu árum. Langstærstur hluti sjóhða flotastöðvarinnar mmi flytjast frá íslandi á næstu 18 mánuðum. Ljóst er að mörg' störf íslendinga munu tapast við niðurskurðinn. Gert er ráð fyrir að flugherinn táki yfir starfsemi stöðvarinnar árið 2006. * Igrein sem birtist í dag- blaðinu Stars and Stripes sem gefið er út af banda- ríska varnarmálaráðuneytinu kemur fram að miklar breytingar séu í vændum innan hcrstöðva Bandaríkjahers í Evrópu. í grcininni kemur fram að starfsemi flotastöð- varinnar á Kcflavíkurflugvelli muni dragast verulega saman og að hluti starfsemi stöðvar- innar verður flutt til herstöðva í Evrópu. Scott Schonauer, annar blaða- mannanna sem skrifaði greinina í Stars and Stripes segir heimildar- menn sína fullyrða að starfsemi stöðvarinnar í Keflavík muni breytast rnikið á næstunni. „Heimildarmenn mínir segja að þrátt fyrir að stöðin loki ekki alveg þá verði starfsemi hennar mun minni í framtiðinni en hún er í dag,” sagði Scott i samtali við Víkuríréttir. Vopnin til Spánar og ftalíu Nær engin vopn eru eftir á flotastöðinni. Síðustu vikur hafa vopnin verið flutt með Hercules flutningavélum til herstöðva Bandaríkjamanna á Spáni og Ítalíu. Víkurfréttir hafa undir höndum gögn sem sýna ná- kvæma lista yfir vopn sem flutt hafa verið, alls tæp 30 tonn á 46 vörubrettum. A listunum má sjá tugþúsundir byssukúlna, mikið af sprengjum, skotvopnum og öðrum vopnabúnaði. Mikillar leyndar gætti við flutning vopn- anna og í gögnum Víkurffétta er lýst ánægju yfir því hve lítil athygli beindist að flutningunum og að ailt hafi gengið vel fyrir sig. Nýryfirmaðurkemurúr flughernum í fyrsta sinn „Aðmirállinn sem er æðsti ntaður flotastöðvarinnar lætur senn af störfum og í hans stað kemur lægra settur yfirmaður flughersins. Það sem er óvenju- legt við þetta er að alla tíð hafa yfirmenn flotastöðvarinnar komið úr bandariska flotanum en ekki úr flughemum eins og nú er að gerastsegir heimildarmaður Víkurfrétta. Gert er ráð fyrir að yfirmannsskiptin fari fram í nóvember. Sami heimildarmaður segir að innan flughersins sé lögð á það mikil áhersla að Islendingar fái ekki að vita af fyrirætlunum þess efnis að flugherinn taki yfir starf- semi stöðvarinnar. „Flugherinn mun taka yfir öryggisþátt stöðv- arinnar sem haldið verður í lág- marki. Sjóliðarnir fara heim; þoturnar verða eftir og deildirnar sem tilheyra þeim.” Niðurskurður - 24 sagt upp Nær allir viðmælendur Víkur- frétta innan Bandaríkjahers segja það á allra vörum að flotadeildin sé á förum frá stöðinni og að flugdeildin muni taka yfir starf- semina. Hermenn og fjölskyldur þeirra sem koma frá Keflavík til annarra herstöðva í Evrópu fúll- yrða að verið sé að skera starf- semi stöðvarinnar mikið niður. Tuttugu og fjórum starfsmönnum flugþjónustudeildar flotastöðv- arinnar á Keflavíkurfiugvelli verður sagt upp á næstu vikum. Þann 1. rnars verður rekstur deildarinnar boðinn út og mun nýr verktaki taka við 1. maí. Helstu verkefhi þessarar deildar liafa verið að þjónusta vöruflutn- ingavélar hersins. Innan deildarinnar starfa vara- slökkviliðsmenn sem liafa verið þjálfaðir með það að markmiði Vopn á tugum vörubretta úr landi Víkurfréttir hafa undir höndum gög'n sem sýna nákvæma lista yfir vopn sem flutt hafa veriö, alls tæp 30 tonn á 46 vörubrettum. Á listunum má sjá tugþúsundh’ byssukúlna, mikiö af sprengjum, skotvopnum og öörum vopnabúnaði. Mikillar leyndar gætti viö flutning vopnamia og í gögnum Víkm’frétta er lýst ánægju yfir því hve lítil athygli beindist aö flutningunum og aö allt hafi gengiö vel fyrir sig. að geta tekið þátt i björgunar- og slökkvistörfum ef flugslys ber að höndum. Gert ráð fyrir 26 sjóliðum Háttsettir yfinnenn Vamarliðsins hafa rætt það opinberlega á fúnd- um að árið 2006 verði einungis 26 sjóliðar á vamarstöðinni. Hafa yfirmennimir látið hafa það eftir sér að reynt verði að draga úr þessari fækkun. Heimildannaður Víkurfrétta segir hinsvegar að það sé einungis gert til mála- mynda; verið sé að friða starfs- menn stöðvarinnar. A Ijórða hundrað manns, sjóliðar og fjöl- skyldur þeirra fóru af varnar- stöðinni i sumar. Ekki hafa neinir sjóliðar komið í stað þeirra sem fóru og segja heimildarmenn Víkurfrétta það almenna stefnu Varnarliðsins að sjóliðar séu hægt og rólega að yfirgefa stöð- ina. Verið að skoða kostnaðarliði vegna yfirtöku íslendinga á fiugbrautum og rekstri þjónustudeilda Flugbrautir Keflavíkurflugvallar hafa frá upphafi verið undir umsjón flotastöðvarinnar og kostnaður vegna þjónustudeilda flugbrautarinnar verið greiddur af Bandaríkjastjóm. Davíð Odds- son utanríkisráðherra hefúr sagt að það væri eðlilegt að það yrði skoðað að Islendingar tækju þátt í kostnaði vegna reksturs flug- brautanna í kjölfar aukinnar alþjóðlegrar flugumferðar um Keflavíkurflugvöll. Víkurfréttir hafa heimildir fyrir því að nú þegar sé hafin vinna 12 VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.