Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.01.2006, Side 2

Víkurfréttir - 05.01.2006, Side 2
SVART & SYKURLAUST Nefndir til sögu... Blekið var vart þornað á sam- starfssamningum Samfylk- ingar og Framsóknar í Reykja- nes bæ þeg ar vangaveltur um vænt an legan oddvita ogbæjar- stjóraefni fóru í gang. Margir eru til kallaðir þó þeir séu sjáifsagt síðastir til að frétta af því, en hæst hefur borið nafn Þórólfs Árna- sonar, fyrrverandi borgar- stjóra og eldsneytisfrömuðar. Þó hefur tíðindamanni S&S einnig borist saga eftir „áreið- anlegum" heimildum um að Friðjón Einarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Lífeyris- sjóðsins, sé með þeim heitari. Friðjón segir i viðtali í VF í dag að hann sé alls óráðinn í þeim efnum. Hann verður þó laus mála hjá LS með vor- inu og verður fróðlegt að sjá hvort hann stýri Samsóknar/ Framfylkingarskútunni í bar- áttunni við meirihluta sjálf- stæðismanna.... Allt fyrir ekkert... Það er gott að lifa á kosn- ingaári. Það hefur verið ókeypis í strætó í nokkurn tíma en nýjasta trompið er ókeypis í sund fyrir börnin í Reykjanesbæ. Ekki er laust við að það sé kosningalykt í ioftinu en bæjarbúar kvarta varla og bíða eftir næsta útspili. S&S giskar á ókeypis leikskóla og lóðir á slikk með vorinu... Aðstoðarfólk í eldhús vantar í Matariyst Atlanta. Upplýsingar í síma 8975292 (Guðjón Vilmar). MATARLYST ATLANTA IÐAVELLIR 1 - KEFLAVÍK - SÍMI 421 4797 MUIMDI Er þetta grasrótar- starfsemin í Sandgerði? Fjölmenni við útför séra Ólafs Odds Útför séra Ólafs Odds Jónssonar var gerö frá Keflavíkurkirkju sl. föstudag. Séra Sigfús B. Ingvason og dr. Einar Sigurbjörnsson jarðsungu. Jarösett var í Gufuneskirkjugarði. Fjölmenni var við útförina og margir úr prestastétt, ásamt biskupum. Líkmenn voru Halldór Leví Björnsson, Elias Guðmundsson, Jón Þorsteinsson, Baldur Rafn Sigurðsson, Páll Skúlason, Vilhjálmur Árnason, Kristján Valur Ingólfsson og Hjalti Hugason. Kór Keflavíkurkirkju söng og Bylgja Dís Gunnarsdóttir söng einsöng. 2% atvinnu- leysi á Suð- urnesjum Alls skráðu 194 einstak- lingar sig á atvinnuleys- isskrá á Suðurnesjum í nóvemberbermánuði, eða 2% af mannafla. Um er að ræða fjölgun frá októbermánuði, en alls skráðu 167 sig þá á at- vinnuleysisskrá. Fjölgun þessi er árstíðabundin, en atvinnu- leysi eykst alltaf á þessum tima árs. Þrátt fyrir þessa aukningu er hún óveruleg þegar litið er til síðasta árs, en í nóvember 2004 voru 283 sem skráðu sig á at- vinnuleysisskrá. Atvinnuleysi á landsvísu mæld- ist 1,5% og hefur lækkað úr 3% síðan í fyrra. CSI Málefni Varnarliðsins: Komu Flughersins til Keflavíkur frestað Ekki verður af því að flug- her Bandaríkjanna taki við rekstri Varnarstöðv- arinar á Keflavíkurflugvelli á næsta ári eins og reiknað var með. Ákvörðun um skipti sjó- hers og flughers hefur verið skotið á frest um óákveðinn tíma, en Friðþór Eydal, upp- lýsingafulltrúi Varnarliðsins, sagði í samtali við Víkurfréttir að ljóst sé að ekki verði af skipt- unum á næsta ári. „Skiptin þóttu ekki hagkvæm að sinni, þannig að ákvörðun- artöku var frestað. Flugherinn hafði samþykkt skiptin af sinni hálfu, en sjóherinn sá ekki hag- ræðið í þeim.“ Friðþór sagði að engin breyting yrði á daglegum rekstri á varn- arstöðinni og bætti því við að þessi frestun hefði enga sérstaka þýðingu um framhaldið. Þrátt fyrir að ekki sé útilokað að af skiptunum verði er engu að síður víst að ekki minnkar óvissan um veru Varnarliðsins. RÆKTAÐI0G SELDI MARIHUANA Mikið magn af mari- huana, eða um 250 grömm, fannst í aðgerð lögreglu milli jóla og nýárs, en auk þess fund- ust rúmlega 60 marihuana- plöntur í atvinnuhúsnæði í Sandgerði. Einn maður var handtekinn vegna málsins. Lögregla hafði afskipti af karl- manni á fimmtugsaldri vegna gruns um að hann ræktaði og framleiddi eiturlyf. I bifreið mannsins fundust um 120 gr. af efninu og enn meira fannst á heimili hans í Reykjavík. Þar fundust líka kannabisfræ og rúmlega 100.000 kr í pen- ingum. Samtals var lagt hald á um 250 gr. af marihuana auk plantnanna og tæki og tól til framleiðslu. Maðurinn var látinn laus eftir yfirheyrslur. Um var að ræða samstarfsverkefni lögregl- unnar í Keflavík og lögregl- unnar á Keflavíkurflugvelli. íbúaþróun á síðasta ári: MIKIL FJÖLGUN Á SUÐURNESJUM Suðurnesjamönnum fjölgaði um rúm- lega 800 á síðasta ári, en samkvæmt mannfjöldamælingum Hagstofu fs- lands töldu þeir 17.899 þann 1. desember síðastliðinn. Um er að ræða 4,7% fjölgun, en það er lang- mesta fjölgunin í landshlutum sem liggja að höfuðborgarsvæðinu. Mesta hlutfallslega fjölgunin á Suðurnesjum var í Sandgerði þar sem hún var 9,8%. I fjölmennasta sveitarfélagi landshlutans, Reykjanesbæ var fjölgunin 3,5% eða úr 10954 upp í 11346 íbúa. Heildarfjölgun eru 392 íbúar. I Grindavík var fjölgunin 5,8% eða úr 2479 upp í 2624. Heildarfólksfjölgun var alls 145 manns. I Sandgerði er augljóst að markaðsátakið „Sandgerði innan seilingar" hefur borið ríkulegan ávöxt því þar var fjölgunin 9,8% eða úr 1398 upp í 1535. Heildarfólksfjölgun er því 137 manns. I Garði nam fjölgunin 4,1% eða úr 1322 upp í 1376. Heildarfjölgun var 54 íbúar. Þá fjölgaði íbúum Vatnsleysustrandarhrepps um 8,4%, úr 939 upp í 1018 og hafa þeir í kjölfarið sótt um bæjarréttindi. Vatnsleysu- strandarhreppur mun því fljótlega breytast í sveitarfélagið Voga. Á nýafstöðnum aðalfundi Sambands sveit- arfélaga á Suðurnesjum var ályktað um hina miklu fjölgun sem hefur átt sér stað í landshlutanum og reiknuðu fundarmenn með því að íbúar Reykjaness verði vel yflr 20000 manns þegar árið 2008. Ljóst sé að Reykjanes er að koma sterkt inn sem næsta uppbyggingarsvæði í nágrenni höfuðborg- arinnar og er þegar orðinn mjög eftirsóttur íbúakostur. Fundarmenn töldu að framundan væru tæki- færi til sóknar á Reykjanesi. Þar verði Suð- urnesjamenn að standa saman og tryggja svæðinu bjarta framtíð. 2 IVÍKURFRÉTTIR I 1.TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.