Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.01.2006, Page 4

Víkurfréttir - 05.01.2006, Page 4
Sandgerðisbær: MIKIL UPPBYGGING FYRIRHUGUD í ÍÞRÖTTA- OG TÖMSTUNDAMÁLUM Mikil uppbygging er í vændum í íþrótta og tómstundamálum í Sandgerði. Á síðasta bæjar- stjórnarfundi voru settar fram hugmyndir um miklar endur- bætur, m.a. á sundlaug bæjar- ins. Lagði meirihlutinn fram tillögur í nokkrum liðum um framtiðarsýn í íþróttamálum. Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði, sagði í viðtali við Víkurfréttir að eftir talsverðar umbætur á ýmsum stofnunum bæjarins myndi bær- inn nú einbeita sér að íþrótta- mannvirkjum líkt og sundlaug og íþróttahúsinu. „Við lögðum þessar tillögur fram á fundinum og þaðan voru þær sendar til viðkomandi fagráða sem munu afgreiða þau.“ Fyrst má telja að meirihlut- inn lagði til að tekið verði upp samstarf við Fasteign ehf. um stækkun íþróttamiðstöðvar bæj- arins í samstarfi við sjálfstæðan rekstraraðila til að byggja upp þreksal og fjölnota þolfimisal við enda íþróttamiðstöðvar- innar og var íþróttaráði falið verkefnið til tillögugerðar fyrir bæjarstjórn. Einnig var lagt til að farið yrði út í undirbúningsvinnu fyrir byggingu 25m sundlaugar við hlið núverandi sundlaugar. í þeim áætlunum er gert ráð fyrir því að gamla sundlaugin verði notuð sem barnalaug með renni- brautum og þess háttar. Þá verður á næstunni farið út í viðræður við Golfklúbb Sand- gerðis þar sem rætt verður um Qármögnun á stækkun golfvall- arins upp í 18 holur. Bærinn á landið sem viðbótin verður á, en þegar er búið að teikna upp holurnar sem bætt verður við. Lagt er til að farið verði út í við- ræður við knattspyrnufélagið Reyni um framtíðaruppbygg- ingu á svæði þeirra, en sam- kvæmt tillögum meirihlutans fær deildin full afnot af vallar- húsi sínu þegar félagsmiðstöðin Skýjaborg flyst um set að Skóla- vegi 1 á næsta skólaári. Reynir mun því fá húsið til afnota í maí þrátt fyrir að eftir séu nokkur ár af leigusamningi um afnot bæj- arfélagsins af hluta hússins fyrir unglingastarf er tengist grunn- skólabörnum. Hvað varðar félagsstarf fyrir ung- linga er von á byltingu í þeim efnum þegar opnuð verður fé- lagsmiðstöð í Skýlinu þar sem bæjarskrifstofur hafa verið til húsa, en eins og flestir vita, verða þær fluttar yfir í Vörðuna. Sú miðstöð er ætluð ung- lingum sem eru eldri en 16 ára og verður reksturinn með svipuðum hætti og 88 Húsið í Reykjanesbæ. Þar er einnig mögulegt að önnur frjáls félaga- samtök geti haft afnot af hús- næðinu og eru skátarnir nefndir sem dæmi. Meirihlutinn segir að bæjar- búar og bæjarfélagið hafi notið þess að bæjarstjórn hafi á und- anförnum árum samþykkt markaðsátakið Sandgerði innan seilingar og þannig gert það að verkum að bæjarfélagið er áhugavert til búsetu í umhverfi sem eigi og fari að skara fram úr á Suðurnesjum. Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar hafi alla burði til að koma góðum málum í verk enda sé sýni fjárhagsáætlun fyrir næsta ár að fjárhagsstaðan sé góð. ^sjemtar fr’eWir Leigubílstjóri tekinn með dópogvaxt- arhormón Leigubílstjóri stöðv- aður af lögreglu milli hátíða vegna gruns um sölu fíkniefna. í úlpu- vasa hans voru tíu kúlur af meintu amfetamíni. Hann var handtekinn og færður til yfirheyrslu á lögreglustöð- inni. Við húsleit heima hjá manninum fundust rúmlega 30 meintar E-pillur, nokkuð magn af vaxtarhormónum og ólöglegt skotvopn, loft- skammbyssa. Málið telst upplýst. Skömmu fyrir áramót fundust svo 3 gr. af meintu amfetamíni og hassmoli við leit að fíkniefnum á heimili manns í Njarðvík. Maðurinn er grunaður er um sölu fíkni- efna. r Brunavarnir Suðurnesja: Fyllstu varúðar gætt við geymslu STARF í AUGLÝSINGA- OG MARKADSDEILD Vegna vaxandi starfsemi vantar okkur starfskraft í auglýsinga- og markaðsdeild Víkurfrétta. Um er að rœðafullt starfen einnig kemur til greina að ráða í minna starfshlutfall. Við leitum eftir góðri manneskju í skemmtilegt en krefjandi starfá skrifstofu okkar í Reykjanesbœ. Laun eftir samkomulagi. Umsóknir berist í tölvupósti til Páls Ketilssonar, ritstjóra á netfangið pket@vf.is Víkurfréttir ehf. eru fjölmiðlafyrirtæki sem rekur m.a. vikuleg, samnefnd fréttablöð á Suðurnesjum og Hafnarfirði/Garðabæ/Álftanesi. Fyrirtækið á og rekur þrjár netsíður auk þess sem það sinnir fréttaþjónustu á Suðurnesjum fyrir alla stærstu fjölmiðla landsins. Vikublaðið Víkurfréttir kom fyrst út í ágúst 1980 og fagnar því aldarfjórðungsafmæli um þessar mundir. V________________________._____________________J flugelda í Rammahúsinu Ibúum Reykjanesbæjar er greinilega mikið í mun um öryggi samfélagsins því töluvert hefur verið spurt um hvort gamla „Byko-Ramma“ húsið við Seylubraut í Njarð- vík sé birgðageymsla fyrir „sprengiefni.“ Víkurfréttir leituðu svara hjá Sigmundi Eyþórssyni, slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja, sem hafði þetta um málið að segja: „Jú, rétt er það að um er að ræða birgðageymslu þar sem flug- og skoteldar eru teknir og flokkaðir til útkeyrslu og dreifmgar á sölu- staði. Húsnæðið er hagkvæmt fyrir þessa notkun þar sem það er vel varið með bruna-og vatnsúðunarkerfi (sprinkler), og að auki er byggingarmáti þess þannig að léttbyggðar plötur í þaki gefa góða útloftum og létta þrýsting af burðarvirki ef bruni verður.“ Þegar mest lét voru um 160 tonn af skot- og flugeldum í húsinu, en Sigmundur segir að þessi notkun á Rammahús- inu sé einungis tímabundin og hætta sem stafaði af þeim hafi verið í lágmarki. „Vörurnar eru tilbúnar í neytendapakkn- ingum, teknar úr gámum á vörubrettum og komið fyrir á ákveðnum stöðum í húsnæð- inu. Mikið af lagernum hefur nú þegar verið dreift á áfangastaði söluaðila og lagerinn fer stöðugt minnkandi. Eigendur vörunnar, Slysavarnarfélagið Landsbjörg, fylgdu öllum ábendingum okkar og samstarfið hefur verið mjög gott. Sameiginlega voru settar fram öryggisreglur m.a. var sett upp öryggis- og myndavélakerfi og viðeigandi merkingar. Sólarhringsviðvera er í húsnæðinu, aðkoma að húsnæðinu og umferð á lóð er takmörkuð við ákveðinn tíma í sólahringnum. Þá er vinnuferli Brunavarna Suðunesja með þeim hætti að bein fjarskipti eru milli Ramma og varðstofu slökkviliðs BS. Að auki fram- kvæmir forvarnarfulltrúi dag- legar skoðanir á staðnum til að kanna og meta ástand og tryggja að vinnureglum sem og öðrum ákvæðum sé fullnægt í hvívetna." Sigmundur segir að lokum að þeir telji þetta fyrirkomulag mun betra heldur en verið hefur undanfarin ár, en þó eru hug- myndir komnar fram um var- anlega lausn á málinu með því að byggja þar til gerða geymslu fyrir skot- og flugelda. VfKURFRÉTTIR I 1. TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETiNU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.