Víkurfréttir - 05.01.2006, Side 6
Þrettándinn
haldinn hátíðiegur
rettándagleði og álfa-
brenna verður haldin
föstudaginn 6. janúar
og hefst með skrúðgöngu frá
Reykjaneshöll kl. 19:30.
Dagskrá hefst í Reykjaneshöll kl.
18:30 en þar verður boðið upp á
andlitsmálun fyrir yngstu krakk-
ana, leiktæki og heitt kakó.
Dagskrá á Iðavöllum hefst kl.
19:50 með álfabrennu, tónlist og
söng. Álfakóngur og drottning
mæta á staðinn ásamt Grýlu,
Leppalúða, jólasveinum og
ýmsum púkum.
Karlakór Keflavíkur, kvennakór
Suðurnesja og Lúðrasveit Tón-
listarskóla Reykjanesbæjar leika
og syngja.
Flugeldasýning á vegum Björg-
unarsveitarinnar Suðurnes hefst
kl. 20:20.
Flugvallarvegur verður lokaður
á milli Sunnubrautar og upp á
Reykjanesbraut ofan Iðavalla á
milli kl. 18:30 og 22:00:
Minnt er á bílastæði við Fjöl-
brautaskólann, íþróttahúsið við
Sunnubraut og Samkaup.
Starfsmaður óskast í 50% starf
við skóladagvist.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af
að vinna með börnum.
Þarf að geta hafið störf 5. janúar nk.
Upplýsingar gefur skólastjóri
í síma 422 7020 eða 866 3998.
KÍvZ'j
Fjölskyldupakkar og fliei,ri\nýjar vörur
Nr. 1 - Gullpakki
Nr. 2 - Silfurpakki
Nr. 3 - Bronspakki
Opnunartímar
05. janúar 18 - 21
06. janúar 15 - 21
S/ RITSTJÓRN VfKURFRÉTTA
Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17.
Athugið að föstudaga er opið til kl. 15
Með þvíað hringja í síma 4210000 er hægt að veija beint samband
við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild.
Fréttavakt allan sólarhringinn er i síma 898 2222
Útgefandi:
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar:
Ritstjóri og ábm.:
Fréttastjóri:
Blaðamaður:
Auglýsingadeild:
Útlit, umbrot og prentvistun:
Hönnunardeild Víkurfrétta:
Prentvinnsla:
Dagleg stafræn útgáfa:
Skrifstofa Víkurfrétta:
Víkurfréttir ehf.,kt. 710183-0319
Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Simi 421 0000 Fax 421 0020
Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is, postur@vf.is
Þorgils Jónsson, sími 421 0003, gilsi@vf,is, sport@vf.is
Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is
Jón Björn Ólafsson, sími 421 0001, jbo@vf.is
Víkurfréttir ehf.
Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is
Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0006, steini@vf.is
Prentsmiðjan Oddi hf.
www.vf.is og www.vikurfrettir.is
Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is
Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is
►► Kallinn á kassanum
Fyrirtœkjakeðjur í engum tengslum
við samfélagið á Suðurnesjum
KALLINN VILL BYRJA á því að þakka lesendum
fyrir gamla árið og gleðilegs nýs árs.
KALLINN FYLGDIST nokkuð vel með
jólastemmningunni í Reykjanesbæ og fór m.a.
niður í miðbæ og þrammaði í margar búðir á Þor-
láksmessu. Það var mikill íjöldi í flestum búðum
og svo virðist á fréttum sem flestir kaupmenn
séu þokkalega ánægðir. Samkeppnin virðist sífellt
verða erfiðari við Kringlur, Smálindir og útlönd
en það er mikilvægt að við skiptum við okkar
búðir.
ÞAÐ ER ALVEG LJÓST að það verða mun meiri
peningar eftir í samfélaginu hjá Samkaupskeðj-
unni og Kaskó en hjá Bónusi. Sama má segja um
nokkrar fyrirtækjakeðjur sem hafa sett sig niður
hér eins og t.d. Dominos pítsur. Eigendurnir ekki
í neinum eða sáralitlum tengslum við Suðurnesin.
Ekki fannst karlinum það heldur góðar fréttir að
Doddi í Bókabúðinni eins og hann er kallaður,
sé búinn að selja Pennanum bókabúðina. Kallinn
er hræddur um að það verði ekki sama tilfinning
hjá eigendum í Reykjavík gagnvart samfélaginu á
Suðurnesjum.
SVO FINNST KALLINUM hin gamla góða Stapa-
fellsbúð ekki hafa breyst til batnaðar eftir eigenda-
skiptin og mátti heyra óánægjuraddir með vöru-
úrvalið þar fyrir þessi jól. í gamla daga var alltaf
stemmning að koma í Stapafell en það virtist ekki
vera eins nú í ár. Vonandi tekst að rífa búðina upp
því það er mikilvægt að hún sé góð enda orðinn
samofin samfélaginu.
ANNARS VAR GAMAN AÐ SJÁ Skyrgám á
Hafnargötunni á Þorláksmessu. Hvernig stendur
á því að hann þekkir fullt af krökkum og full-
orðnum með nafni? he..he..
KALLINN ER ÁNÆGÐUR með jólahljómsveit-
ina sem er mjög sjáanleg og spilar jólalög í jóla-
versluninni í desember. Ótrúlega gott veður á
Þorláksmessu ár eftir ár.
NÚ FER PÓLITÍKIN að fara á fullt og Kallinn
fylgist spenntur með enda áhugasamur um stjórn-
mál. Minnihlutinn í Reykjanesbæ setti ofan í
meirihlutann með stálpípuna og þeir síðarnefndu
þurfa að svara fyrir hundruð milljóna sem eytt
hefur verið í lóð undir pípuna. En vonandi nýtist
sú vinna fyrir eitthvað annað. Kallinn hafði aldrei,
frá fyrstu fréttum, trú á þessu pípudæmi. Það
komst einhvern veginn aldrei á það Aug Það
væri trúverðugt.
ÓVÆNTAR FRÉTTIR kornu með uppsögn Frið-
jón Einarssonar, framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs
Suðurlands og strax eru komnar raddir um að
hann ætli sér í pólitík og þá ekki með meirihlut-
anum enda ekki mikið pláss þar.
HVAÐ SEM ÖLLU LÍÐUR er ljóst að það stefnir
í spennandi bæjarpólitík í Reykanesbæ þó svo það
sé ekki búið að stilla upp listum hvorki hjá vinstri
né hægri.
KALLINN ÆTLAR að versla þrettándaflugeldana
hjá Björgunarsveitunum, engum öðrum. Þegar
neyðin er stærst er Björgunarsveitin nærst. Það
yrði saga til næsta bæjar ef einkaaðilarnir á flug-
eldamarkaðnum myndu koma okkur til bjargar
t.d. uppi á hálendinu eða í sjávarháska. Kallinn
viðurkennir lögmál markaðarins en það eru til
óskrifaðar reglur sem vont er að brjóta.
kallinn@vf.is.
Sameinaðu allar tryggingar
á einfaldan hátt í
TM-Öryggi
TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN www.tmhf.is
VlKURFRÉTTIR Á NETiNU • www.vf.is
LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DACLEGA!
6
VlKURFRÉTTIR I 1.TÖLUBLAÐ í 27. ÁRGANGUR