Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.01.2006, Page 13

Víkurfréttir - 05.01.2006, Page 13
Hetja ársins er Huginn Heiðar Guðmundsson, en þessi eins árs drengur hefur mætt meira mótlæti á sinni stuttu ævi en flestir gera á allri ævinni. Hann hélt utan til Bandaríkjanna með foreldrum sínum í vor þar sem hluti af lifur móður hans var grædd í hann, en vegna sjaldgæfs sjúkdóms var hans eigin lifur óstarfhæf. Þau sneru aftur í haust og liggur hann nú á Barnaspítala Hringsins. Líðan hans er góð um þessar mundir og er vonandi að hann fari að styrkjast nóg til að geta snúið heim. Mál hans hefur vakið mikla athygli urn allt land og eru margir sem hafa látið sitt af hendi rakna til að hjálpa Hugin og fjölskyldu hans i haráttunni. inni á Keflavíkurflugvelli sem uppfylla nýjustu öryggiskröfur við eftirlit með umferð inn og út af varnarsvæðinu. Framkvæmdirnar fólu í sér byggingu nýrra varðskýla og vegabréfaskrifstofu auk breyt- inga á girðingu og lagningu bifreiðastæða. Verkið var unnið af Islenskum aðalverktökum og nam kostnaður við verkið um 132 milljónum króna. FINGRAMÁL: Fingrafimurfor- sætisráðherra Fingramál rokkara var eitthvað sem Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, fékk tilsögn í þegar hann átti leið um Heið- arskóla í Reykjanesbæ á árinu. Merking fingramálsins á með- fýlgjandi mynd er ekki öllum ljós en forsætisráðherra ætti að vera óhætt að nota þetta tákn því Bush Bandaríkjaforseti beitti sömu aðferð á dögunum og komst upp með hana. KRAPI ÁRSINS: Föst og eldsneytislaus á hálendinu Ungmennin af Suðurnesjum sem Landhelgisgæslan bjarg- aði ofan af hálendinu á árinu höfðu fest annan bíl sinn í krapa við Kúpu vestan Kerl- ingafjalli og þurftu því að halda áfram á hinum bílnum þar til hann varð eldsneytislaus við Búrfell á Hrunamannafrétti. Meðfylgjandi mynd, sem ljósmyndari landhelgisgæsl- unnar tók, sýnir hversu illa var farið fyrir fýrri bílnum og ljóst var að talsvert átak þyrfti til að ná honum upp. jáLé w AFLÍFUN ÁRSINS: Kisa föst í fótbogagildru Aflífa þurfti kött hjá Heilbrigðis- eftirliti Suðurnesja eftir að hann hafði fundist illa á sig kominn fastur í fótbogagildru í Innri- Njarðvík. Önnur framloppa kattarins var föst í gildrunni og Ijóst að dýrið var illa brotið eftir að hafa barist um í gildrunni. Það var íbúi í Innri-Njarðvík sem gekk fram á kisu við grjótgarð á fjörukambinum. Gildran var þar fest á milli steina en á þannig stað að af henni stafaði hætta fyrir önnur dýr en þau sem gildran var ætluð. Þá hefði gildran auð- veldlega getað skaðað litlar hendur, en ekki er óalgengt að sjá börn að leik á þessum slóðum sem gildran fannst. FEGURÐ ÁRSINS: Petrúnella fegurst fljóða Petrúnella Skúladóttir er feg- urðardrottning Suðurnesja árið 2005. Hún var krýnd við hátíðlega athöfn í Stapa. I öðru sæti var Sigurlaug Guðmundsdóttir og Harpa Gunnarsdóttir var í því þriðja. TANNGARÐUR ÁRSINS: Ókindin á grásleppuslóð Grá- sleppukarl- arnir Bald- vin Reyr Gunnarsson og Þor- bergur Þór Heiðarsson, sem gera út bátinn Eyjólf Ólafsson GK til grásleppuveiða, fengu óvenjulegan feng í grásleppu- netin á árinu. Þessi hámeri sem var á þriðja metra á lengd kom í grásleppunetin á sex föðmum undan Stafnesi. SÝNING ÁRSINS: „Orkuverið Jörð“ í Reykjanesvirkjun Reykjanesbær og Hitaveita Suðurnesja hf. ætla í samein- ingu að byggja upp sýningar- aðstöðuna „Órkuverið Jörð“ í Reykjanesvirkjun. Aðstaðan, svokallaður orkugarður, verður tilbúin á næsta ári. „I Reykjanesvirkjun verður komið fýrir aðstöðu sem kynnir orkunýtingarmöguleikar jarðar- innar. Unnið er að djúpborun- arrannsóknum á sama stað og viðræður eru við erlenda aðila um þátttöku í því verkefni." LÓNÁRSINS: Lækningalind var það heillin Bláa Lónið - lækningalind var formlega opnuð á árinu en í tilefni opnunarinnar afhjúp- uðu þeir Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, og Eðvarð Júlíusson, stjórnarformaður Bláa Lónsins hf, áletraða hraun- hellu sem táknar upphaf fram- kvæmda við lækningalindina, en þeir losuðu helluna þann 7. janúar 2004. Keflavíkurverk- takar voru aðalverktakinn við byggingu lindarinnar. Lækningalindin tekur við af bráðabirgðahúsnæði og býður upp á kraftmikið náttúrulegt umhverfi sem hefur endurnær- andi áhrif á líkama og hug. Lón lækningalindarinnar er sér- hannað með þarfir meðferðar- gesta í huga. Rúmgóð innilaug fyllt BLUE LAGOON jarðsjó er einnig í lækningalindinni. Fimmtán nýtískulega hönnuð, björt og rúmgóð tveggja manna gistiherbergi eru í boði fyrir gesti lækningalindarinnar. Rúmgóður veitingasalur er í lækningalind ásamt setu- stofu með sjónvarpi þar sem gestir geta slakað á og notið samverunnar. Gestir hafa einnig aðgang að vel búnum tækjasal þar sem stunda má líkamsrækt og skjólgóðum garði til útiveru og hvíldar. Lækningalindin, sem er samvinnuverkefni íslenskra stjórnvalda og Bláa Lónsins hf. stórbætir þjónustu við íslenska psoriasissjúklinga og er tímamótaverkefni í heilsu- tengdri ferðaþjónustu á Island. LÍFSREYNSLA ÁRSINS: Komst út úr sökkvandi bíl á elleftu stundu Ökumaður Toyota Avensis bif- reiðar náði að komast út úr bif- reiðinni og synda til lands eftir að bíllinn hafnaði í höfninni í Keflavík á árinu. Bifreiðin fór yfir háan steyptan kant á bryggjunni og flaut út í höfnina um 30 metra áður en hún sökk til botns. Kona sem var ein í bílnum náði að komast út úr bílnum skömmu áður en hann sökk og synda til lands. Sjónarvottar voru að slysinu og létu þeir neyðarlínuna vita. UMFERÐAMANNVIRKI ÁRSINS: Virtu hraðahindr- anir að vettugi Þrátt fyrir að hraðaliindr- anir hafi verið settar upp á þjóðveginum í gegnum Hafnir síðasta sumar virtust nokkrir vörubílstjórar, sem áttu leið þar í gegn, ekki ætlað að láta sér segjast. Ibúar Hafna voru vitni að því þegar ákveðnir bílstjórar slengdu tengivögnum bifreiða sinna utan í stöplana, sem hafði verið komið fyrir á veginum, til að hnika þeim út af veginum. Þar sem þessi ráðstöfun virt- ist ekki gefa góða raun var ákveðið að leggja veg fram hjá þorpinu í Höfnum þar sem almenningur er ekki í hættu. NIÐURRIFSSTARFSEMI ÁRSINS: Rockville loks rifið Framkvæmdir eru loks hafnar við rif húsanna í Rockville en stórvirkar vinnuvélar frá Hringrás hófu að rífa niður gistiskála og fleiri byggingar í vikunni. Þó nokkuð er síðan ákveðið var að fjarlægja mannvirkin á svæðinu, sem hefúr verið undir stjórn Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli frá árinu 1953, en sökum annríkis hjá verktaka dróst verkið. VÉLABRÖGÐ ÁRSINS: HVALRÆÐI ÁRSINS: Hvalirí höfninni í Reykjanesbæ Hnúfubakar og hrefna sáust í smábátahöfninni og í gömlu höfninni í Reykjanesbæ einn góðviðrisdag síðasta sumar mörgum til mikillar ánægju enda safnaðist nokkur fjöídi til að fylgjast með ferðum þeirra. Hvalaskoðunar fyrir- tækið Moby Dick þurfti ekki að fara langt með ferðamenn sína þann morguninn og sigldi rétt við smábátahöfnina. Glæsilegt byggða- safn á Garðskaga Byggðasafnið á Garðskaga var opnað í nýju og glæsilegu húsnæði í júlí síðastliðnum. I byggðasafninu eru munir sem tengjast sjósókn, landbúnaði og heimilishaldi fólks í Garði STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM VÍKURERÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 5. JANÚAR 2006 13

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.