Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.01.2006, Side 14

Víkurfréttir - 05.01.2006, Side 14
fyrr á árum. Sérstaða safns- ins felst hins vegar í vélasafni Guðna Ingimundarsonar á Garðsstöðum. Guðni hefur gert upp Qölda véla, mest gamalla bátavéla, og afhent safninu. Flestar vélarnar er hægt að gangsetja. Guðni hefur síðast- liðin fimmtán ár eytt miklum tíma í að gera upp vélar. FLUTNINGUR ARSINS: Leoncie flutt frá Sandgerði Söngkonan víðfræga Leoncie fluttist búferlum á árinu og er nú búsett í Englandi. Ekki er ofsögum sagt að hún hafi verið nokkuð umdeild meðal sveitunga sinna, en næsta víst er að allir málsaðilar eru sáttir við lyktir málsins. Sandgerð- ingar verða ekki brigslaðir um kynþátahatur reglulega og söngkonan getur einbeitt sér enn frekar að því að leggja heiminn að fótum sér. TlMASKYN ÁRSINS: Snjókarl á götuhorni í Sandgerði um hásumar Það ráku margir upp stór augu í Sandgerði morgun einn í júlí þegar skyndilega birtist þar um tveggja metra hár snjókarl á götuhorni. Snjókarlinn hafði verið geymdur í frysti hjá Skinnfiski í um tvö ár en fékk það hlutskipti þennan dag að verða hitanum að bráð. Hlutskipti snjókarlsins átti að vera unga fólkinu til skemmt- unar á Sandgerðisdögum 2004. Þá hafi hins vegar rignt svo mikið að ekki varð að því að karlinn yrði tekinn úr frosti. Karlinn hafi síðan gleymst í frystiklefanum og þennan morgun hafi vantað pláss fyrir afurðir í frystinum og því hafl karlinn góði verði tekinn út og honum stillt upp á næsta götuhorni, vegfar- endum til undrunar og ánægju þennan fallega dag, 21. júlí. GARÐYRKJUMAÐUR ÁRSINS: Eastwood svíður Sandvík Clint Eastwood og félagar hans í tökuliði Flags of our fathers voru stórtækir í undirbúningi sínum fyrir stórmyndina. Til að allt væri sem líkast vígvelli var melgresið fína sviðið í burtu með eldvörpum. Þrátt fyrir mikið rask í Sandvíkinni í kringum tökur varð þeim ekki skotaskuld úr því að kippa öllu í liðinn aftur og má nú vart sjá að nokkur hafi verið þar á ferðinni. HOLLYWOODBOMBUR ÁRSINS: Glæsileg flugeldsa- sýning á Ljósanótt Flugeldasýning Sparisjóðsins í Keflavík, sem haldin var á hápunkti Ljósanætur 2005 var að margra mati glæsilegasta flugeldasýning fslandssögunnar. Leita þarf út fyrir landssteinana eftir annarri eins sýningu en umsjón og skipulagning sýn- ingarinnar var í höndum Björg- unarsveitarinnar Suðurnes. Sýningin hafði aldrei verið eins stór og þá og að sögn Gunnars Stefánssonar hjá Björgunarsveitinni Suðurnes, hafa flugeldameistarar sveitar- innar verið að þróa sýningu sem þessa í þrjú ár. M.a. hafa menn lært að meðhöndla eldsprengingar. Aðstandendur flugeldasýningarinnar sverja af sér að Hollywood-brellukarlar hafi ráðið úrslitum um það hvernig sýningin heppnaðist, frekar hafi menn viljað sýna Hollywood-mönnumhvernigfs- lendingar meðhöndla flugelda. AFMÆLISBARN ÁRSINS Víkurfréttir 25 ára Víkurfréttir fögnuðu 25 ára afmæli sínu á árinu sem er nú liðið, en útgáfan hefur tekið mildum stakkaskiptum á þessum tíma. Eftir því sem eðli fjölmiðla breytist hafa Víkurfréttir reynt að aðlaga sig og verður starfsemi fyri- tækisins sífellt fjölbreyttari. PIPARSVEINN ÁRSINS: Bachelorinn í Reykjanesbæ Bachelorinn góðkunni hafði viðkomu á Suðurnesjum á leið sinni að hjarta sinnar heittelskuðu, en stúlkurnar í þáttunum gistu um hríð í glæsihýsi á Keflavíkurbergi. Hvergi var til sparað til að gera vistarverur þeirra sem glæsilegastar og mátti þar finna allt til alls eins og sást á myndunum sem birtar voru í Víkurfréttum. SJARMÖR ÁRSINS: Óli Geir Herra ísland Óli Geir Jónsson úr Reykja- nesbæ kom sá og sigraði í keppninni um Herra ísland fyrr í vetur. Hann hafði áður valdð milda athygli fyrir sjón- varpsþætti sína, Pólís og Splash þar sem skemmtanaglaðir áttu sér einskis ills von. Óli Geir og bróðir hans eru þessa dagana að búa sig undir nýtt verkefni, en þeir verða með þætti á sjónvarps- stöðinni Sirkus á nýju ári. SÁRABÆTUR ÁRSINS: Ál fyrir stálpípu Stálpípurisinn IPT varð af lóð sinni í Helguvík þar sem hvorki gelck né rak að fjármagna verkefnið. Þrátt fyrir að útlitið hafi verið gott á haustmánuðum fjaraði smátt og smátt undan stál- pípuverksmiðjunni og má teljast ólíklegt að af verði nú. Talsmenn meirihlutans voru þó síst að hengja haus yfir þessum fregnum, enda mun feitari biti „í pípunum' eða heilt álver sem skal rísa í Helguvík. VlKINGUR ÁRSINS: Víkingaheimur á Fitjum Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, menntamálaráðherra, og Árni Matthíessen, fjármála- ráðherra, skrifuðu undir samn- inga um ríldsstyrki til handa Víldngaheimi sem mun rísa á Fitjum og verður víldngasldpið Islendingur þar í forgrunni. Um svipað leyti var komið upp 7m háu víkingasverði á hringtorgi í Innri-Njarðvík. Listamaðurinn Stefán Geir Karlsson sá um smíði gripsins sem var meitlað út úr graníti í Kína. Stefán er ekJd óvanur því að vinna með stór listaverk, en stóra olíutrektin í Njarðvík er einnig meðal hans verka. HLJÓMSVEIT ÁRSINS: Hjálmar sláígegn Reggísveitin Hjálmar, sem er upprunnin í Upptökuheim- ili Geimsteins í Reykjanesbæ, hefur svo sannarlega skapað sér nafn í íslensku tónlistarlífi undanfarið ár. Plötur þeirra tvær, frumraunin „Hljóðlega af stað“ og nýja afurðin „Hjálmar" hafa snert strengi í hjörtum tónelskra Frónbúa og er svo komið að þeir eru með vinsæl- ustu liljómsveitum landsins. NÁGRANNAR ÁRSINS: Sameiningu hafnað Elckert varð af sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum eftir að þeim var hafnað með afdráttarlausum hætti í haust. Þeir fáu íbúar Reykjanes- bæjar sem fóru á kjörstað voru hlynntir sameiningu við Garð og Sandgerði, en sá hugur var ekki endurgoldinn. Alls voru 91% Sandgerðinga á móti sameiningu og 74% Garðbúa. Þá voru Vogamenn mótfallnir sameiningu við Hafnarfjörð og felldu þá til- lögu með 69% atkvæða. MANNFJÖLDI ÁRSINS: 1000mannsíVogum Vatnsleysustrandarhreppur heiðraði á árinu sinn þús- undasta íbúa, en það er Al- exandra Líf Ingþórsdóttir. Jóhanna Reynisdóttir, sveitar- stjóri, kom færandi hendi og afhenti foreldrum Alexöndru, þeim Rósu Sigurjónsdóttur og Ingþóri Guðmundssyni góðar gjafir, m.a. körfu með jólamat og drylck. Jóhanna sagði við þetta tældfæri að átaldð Vogar færast í vöxt væri enn að skila fleiri og fleiri íbúum og nú væru hreppsyf- irvöld búin að senda umsókn um bæjarréttindi. Þegar erindið fær afgreiðslu í félagsmálaráðu- neyti mun bærinn hér eftir heita Sveitarfélagið Vogar. 14 | VfKURFRÉTTiR i 1. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.