Víkurfréttir - 12.01.2006, Page 8
Bílaleiga - s. 8934455
Foreldra-
morgnar í
Kirkjulundi
Nýbakaðir foreldrar
á Suð urnesj um
munu eiga sér sama-
Bstað í Kirkju-
lundi í Kefla-
víkurkirkju á
næstunni, en
miðvikudag-
inn 25. janúar
verð ur þar
haldinn fyrsti
Foreldramorguninn. Fyrir-
hugað er að þessir fundir
verði alla miðvikudags-
morgna klukkan 10.
Þar geta mæður jafnt sem
feður komið saman og rætt
um heima og geima auk þess
sem mögulegt er að stöku
sinnum verði á dagskrá
fræðsla um börn og barna-
uppeldi.
Að fundum loknum er svo
kjörið að líta inn í kyrrðar-
stund í kapellunni og fá sér
súpu og brauð áður en haldið
er heim á leið.
f { f T V I
þar sem einfaldar danshreyfingar og jóga blandast saman
Ef þu vilt:
• styrkjast
• auka þol
•léttast
•fá innri ró
• auka einbeitingu
• efla ónæmiskerfiá
• bæta meltinguna
• andlega vellíðan
• auka orkuna
• komast í form
• bæta heilbrigbi
• verða bjartsýnni
Kennt er mánudaga og mióvikudaga kl. 18:45
Námskeib hefst ló.janúar
Skráning er hafin!
Víkurbraut 11 Simar. 423 7500 & 848 53ó6
Sandgeroisbæ
www.pulsinn.is
Opnar nýtt kaffí-
hús og bar
Nýjung er á döfinni í
skemmtanalífi Suður-
nesjamanna, en Njarð-
víkingurinn Atli Rúnar Her-
mannsson opnar nýtt kaffihús/
bar að Hafnargötu 28 í Reykja-
nesbæ næsta laugardag. Staður-
inn mun bera nafnið Yello.
Atli, sem hefur lengi þeytt
skífum i flottustu skemmti-
stöðum höfuðborgarinnar, ss.
Pravda, Thorvaldsen, Hressó
og Hverfisbarnum, hefur búið
og starfað í Reykjavík frá árinu
1998. I samtali við Víkurfrétir
sagðist hann spenntur fyrir
að snúa aftur á gamlar slóðir.
„Hér fékk ég fyrsta smjörþef-
inn af djamminu á áramóta-
balli í Stapa þegar eg var 16
ára. Hljómsveitin sem spilaði
hét Mikki Refur, að mig minnir,
en ég haíði hlakkað til þess allt
haustið. Nú fannst mér vanta
ákveðna tegund af stað hér í
bænum og sá mér leik á borði
þegar þetta húsnæði losnaði og
sló til.“
Atli segir húsnæðið henta mjög
vel fyrir kaffihús og bar en
rýmið hefur tekið miklum breyt-
ingum frá því að saumastofan
Liljur var starfrækt þar.
„Ég er búinn að spila á óteljandi
stöðum út um allt land og hef
kynnst ýmsu, en ég fékk gæsa-
húð þegar ég gekk fyrst inn í sal-
inn,” bætir Atli við. „Húsnæðið
hentar mjög vel og er passlega
stórt til að halda uppi góðri
stemmningu. Ég hef spilað á
þúsund manna böllum, en mér
finnst alltaf betra að hafa um
100-150 manns því þá er maður
í miklu betri snertingu við
fólkið á gólfinu."
Atli segist hafa mjög ákveðnar
skoðanir á því hvernig Yello
verði. „Þetta verður flottur og
skemmtilegur staður, en það
verður fjölbreytt dagskrá hjá
okkur. Um helgar verður diskó-
tek og fólk að skemmta sér, en
á virkum dögum verður kaffi-
húsastemmning og rólegra yfir-
bragð. Þá verðum við kannski
með trúbadora eða minni tón-
leika auk þess sem við stefnum
að því að sýna listaverk á
veggjum staðarins. Annars er
þetta víðara veitingakonsept
heldur en bara skemmtistaður
því það verður líka hægt að
leigja salinn út fyrir veislur og
svo verðum við líka með bolt-
ann í beinni.“
Opnunarhátíðin hefst með
veislu fyrir sérstaka boðsgesti
sem stendur frá kl. 22 til mið-
nættis, en eftir það verður stað-
urinn opnaður fyrir almenna
gesti og lofar Atli miklu fjöri í
flottu umhverfi.
STARFIÐ KOA/IIÐ
Á FULLT HJÁ SRFS
Starfsemi Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja er komin á
fullt skrið eftir jólafrí og ætla þau Lára Halla Snæfells,
Skúli Lórenzson og Þórhalug Guðmundsson, miðill að
vera með einkafundi dagana 23., 24. og 25. janúar. Tímapant-
anir eru í síma 421-3348 og 866-0345.
Fyrirhugað er að hafa eina kvöldstund í febrúar þar sem vaerður
leidd hugleiðsla, tarotlestur og fleira, en það verður augiýst
nánar í smáauglýsingum Víkurfrétta.
VfKURFRÉTTIR ! 2. TÖLU8LAÐ I 27. ÁRGANGUR
VÍKURFRÉTTiR Á NETiNU -www.vf.is* LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!