Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.01.2006, Síða 16

Víkurfréttir - 12.01.2006, Síða 16
jDæmiqert ástánd: í | HlíðumitialjMÍiaa P^HúsinTtifúninioqbuiðlá'ðjslálupp ■ ItialdiHpes'sar- Hliðar eruinuiáðjfvjlast íafi’sniólenclaivétráriiörkur.i iPakistaffi ÞÓRARINNINGIINGASON, ÞYRLUFLUGMAÐUR HJÁ LANDHELGISGÆZI HORFÐIUPP A EYMD OC G Gríðaröflugur jarð- skjálfti skók Pakistan í byrjun október á síðasta ári. Um 70.000 manns týndu lífi og meira en þrjár milljónir eru heimilislausar eftir hamfarirnar. Hamfara- svæðin í Pakistan hafa verið talsvert í fréttum síðustu vikur. Helsta fréttin er sú að alþjóða- samfélagið hefur ekki brugðist við hamförunum í Pakistan á sama hátt og þegar flóðbylgjan reið yfir SA-Asíu á öðrum degi jóla fyrir rúmu ári. íslend- ingar þurfa þó ekki að skamm- ast sín fyrir sitt framlag, því bæði hefur verið aflað fjár hér á landi til hjálparstarfa og þá hafa einstaklingar farið utan til að vinna að hjálparstörfum. Rauði Krossinn hefur verið áberandi í þeim efnum. Ungur Suðurnesjamaður, Þórarinn Ingi Ingason, þyrluflugmaður hjá Landhelgisgæzlunni, ákvað að verja jólunum fjarri fjöl- skyldu og vinum og við hjálp- arstörf yfir jólin. Þórarinn Ingi, eða Tóti eins og hann er kallaður, fór til Pakistan í gegnum norska fyrirtækið Air Lift, sem starfar í Pakistan fyrir Alþjóða Rauða Krossinn. Landhelgisgæslan hefur undan- farin ár haft talsvert samstarf við norska fyrirtækið Air Lift en það er með svipaðan þyrlu- rekstur og Landhelgisgæzlan á Svalbarða samkvæmt samningi við sýslumanninn þar. Þar sem Landhelgisgæzlan og Air Lift eru með sams konar þyrlur, eru bæði möguleikar á samnýtingu varahlutalagers og einnig hefur það tíðkast að flugmenn Land- helgisgæzlunnar starfi fyrir Air Lift í fríum og fái þannig ómet- anlega reynslu. Þyrlur gegna mikil- vægu hlutverki Þyrluflugmenn sem eru vanir að fljúga við erfiðar aðstæður eru vandfundnir. Þá er helst að finna á norðurslóðum. Air Lift leitaði því til Gæzlunnar og úr varð að Tóti færi til starfa fyrir Air Lift á hamfarasvæðunum í Pakistan. Þar beið hans það hlutverk að fljúga með vistir og nauðsynjar upp í þorpin í fjöllunum í nágrenni við bæinn Abbottabad. Einnig að fljúga með slasað fólk á sjúkrahús úr fjallaþorpunum ef á þyrfti að halda. Flugkosturinn var Super Puma þyrla, sömu gerðar og TF-LIF sem Tóti flýgur hjá Land- helgisgæzlunni. Þyrlur gegna mikilvægu hlutverki í öllu hjálp- arstarfi á hamfarasvæðunum. Svæðið er mikið fjalllendi þar sem fólk býr utan í hlíðunum. Þegar Tóti fór utan var fyrir- sjáanlegt mikið kapphlaup við tímann að koma fólki í öruggt skjól áður en veturinn skellur á af öllum sínum þunga. í kapphlaupi við tímann „Þetta var langt og mikið ferða- lag þangað niðureftir. Ég fiaug frá Keflavík til London og þaðan til Abu Dhabi. Þaðan var flogið til Islamabad og síðan með þyrlu til Abbottabad, þar sem okkar búðir voru,“ sagði Þórarinn Ingi í samtali við Vík- urfréttir. Þyrlusveitin hans hafði aðsetur á litlu túni en á því svæði voru 17-22 þyrlur með aðstöðu. „Aðstaðan okkar á jörðu niðri var í litlum 10 feta gámi. Þar geymdum við okkar búnað og vorum með tölvu sem hélt utan um bókhald þyrlunnar. Við vorum með rafstöð og elds- neytistank þar sem við gátum tekið eldsneyti án þess að drepa á vélinni, sem er mikill munur.“ - Hvert var þitt hlutverk þarna úti? „Ég var flugmaður á þyrlu sem flaug með birgðir upp í fjöllin. Við fluttum aðallega bárujárn og annað byggingarefni til fólks- ins uppi í fjöllunum. Þar byggði það sér skýli og reyndi að byrgja sig fyrir veturinn og koma sér í öruggt húsaskjól. Þetta var mikið kapphlaup við tímann. Meðan ég var þarna úti í hálfan mánuð voru veðurguðirnir hliðhollir þessu fólki. Núna á nokkrum dögum er skollinn á fimbulvetur. Miðað við það veður sem nú er skollið á þarna úti þá vorum við að gera gott verk en það er mikið eftir.“ Vel skipulagt hjálparstarf Tóti fór út þann 16. desember og lauk störfum þann 30. des- ember. Vanalega er allt á kafl í snjó á þessum árstíma. Meðan hann dvaldi ytra var snjórinn ekki kominn en núna í fyrstu viku á nýju ári brustu á vetrarhörkur með snjó og nístingskulda. - Hvernig voru þœr aðstœður sem mœttu þér úti? „Aðstæður til flugs voru öðru- vísi en hérna heima, en voru samt mjög góðar. Verkefnið var allt vel skipulagt af Rauða Kross- inum og þeim sem voru að vinna fyrir hann. Verkefnið var því allt til fyrirmyndar. Ég var að fljúga í mjög hálendu lands- lagi. Þar sem ég var að fljúga með farm, voru þorpin í 3500 til 9000 feta hæð yfir sjávarmáli. Hver starfsdagur var 8-11 flug en farmurinn var í taug neðan í þyrlunni, þannig að ekki þurfti að lenda í hlíðum fjallsins. Við flugum að jafnaði 6 tíma á dag.“ - Hvernig gengur flug á ham- farasvœðum fyrir sig. Hvernig er flugumferðarstjórn í þessum fjallasölum? „Það var gefið út bréf um það hvernig átti að hegða sér í loft- inu. Við fengum GPS-staðsetn- ingar um hvert fara átti með farminn hverju sinni og það stóðst nokkuð vel. Stundum þurftum við að leita af okkur grun en farmurinn komst alltaf til skila. Það var reyndar mjög 16 IVÍKURFRÉTTIR í 2.TÖIUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR VtKURFRÉTTiR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLECA!

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.