Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.01.2006, Qupperneq 22

Víkurfréttir - 12.01.2006, Qupperneq 22
Ljósmynd: Héðinn Til leigu húsnaeðið db Hafnargötu 61, áöur veitingahúsið Soho. Húsnæðiö er vel búiö búnaði til veitingareksturs og hægt að hefja rekstur fljótt. Laust nú þegar, góð sta&setning og miklir möguleikar. Upplýsingar í síma 896 4266. Margrét Bára sýnir í Saltfisksetrinu Margrét Bára Sigmundsdóttir opnaði málverkasýningu í Listsýningar- sal Saltfiskseturs íslands sl. laugardag. Sýningin stendur til mánaðar- móta jan/feb, en Saltfisksetrið er opið alla daga frá 11:00-18. Á heimsíðu Grindavikurbæjar kemur fram að Margrét Bára á ættir að rekja til Grindavíkur þar sem hún er sonardóttir Guðrúnar Steins- dóttur frá Karlsskála. Krakkar í Reykjanesbæ flykkjast í sundlaugar Fjöldi ungra sundgesta í Reykjanesbæ nær þre- faldaðist fyrstu viku ársins eftir að ákveðið var að bjóða öllum grunnskólanem- endum í bæjarins frítt í sund. Á heimasíðu bæjarins segir að alls nýttu 197 grunnskólabörn í Reykjanesbæ sundlaugarnar í bænum gjaldfrjálst fyrstu vik- una í janúar. Á sama tíma fyrir ári var gjald- taka í sund og komu þá 73 grunnskólabörn í sund. Það virðist því falla í góðan jarð- veg að bjóða ókeypis í sund og ljóst að þrefalt fleiri börn eru að nýta sér hina hollu hreyfingu sem sundiðkun er. voréhh 200, Daði Guðbjörnsson listmálari mun kenna lengra komnum nemendum á málun- arnámskeiði Myndlistaskóla Reykjanesbæjar. Daði er vel þekktur í listheiminum fyrir lífleg olíumálverk, vatnslitamyndir og grafík. Daði nam við Myndlista og Handíðaskóla íslands á árunum 1976-1980 og hélt til framhaldsnáms við Ríkisakademíuna í Amsterdam. Hann hefur haldið óteljandi sýningar hér heima og erlendis síðan námi lauk. Námskeiðið stendurí8 vikurog hefstkennsla l.febrúarog lýkur22.mars. Kennt verðurá miðvikudagskvöldum frá 19.30 til22.00. Sigríður Ólafsdóttir - málun Á mánudagskvöldum frá 6. mars - 24. apríl frá 20.00 - 22.30. Hún mun taka grunninn fyrir í málun og litafræði. Nánari upplýsingar um Sigríði fast á vefslóðinni: http://www.sim.is/lndex/lslenska/Artotek/Listamadur/59 Hermann Árnason verður með námskeiðið, hefst 2. febrúar og stendur til 23. mars, er á fimmtudagskvöldum í 8 vikur frá 20.00 - 22.30. Nemendur þurfa að mæta með liti (olíu/akríl eða bæði), pensla og tílbúna ramma með striga (ódýra til að byrja með). Á námskeiðinu er efnisgjald sem verður auglýst á fyrsta kvöldi námskeiðsins. Hermann mun leiðbeina nemendum um heim málunar með steypuívafi. Námskeiðin hafa verið vinsæl hjá Hermanni og er fólk hvatt til þess að skrá sig hjá MSS í síma 421 7500 tímalega. Verð ó viku er 1200 kr. Skráning ísíma 421 7500 eða senda póst á mss@mss.is 22 | VÍKURFRÉTTIR I 2. TÖLU8LAÐ ! 27. ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETiNU * www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.