Víkurfréttir - 16.03.2006, Side 8
Þjónustustjóri og þjónustufulltrúi
Sparisjóðurinn í Kefiavík auglýsir lausar stöður þjónustustjóra
og þjónustufulltrúa við útibú Sparisjóðsins í Sandgerði.
Þjónustustjóri Þjónustufulltrúi
Hæfniskröfur: Hæfniskröfur:
Viðskiptafræðimenntun eða sambærileg menntun stúdentspróf eða sambærileg menntun
Reynsla af bankastörfum Reynslu af bankastörfum
Stjórnunar- og skipulagshæfileikar Frumkvæði og góð mannleg samskipti
Frumkvæði og góð mannleg samskipti Áhugi á sölu- og markaðsmáium
Áhugi á sölu- og markaðsmálum
Laun eru samkvæmt kjarasamningum SÍB og bankanna.
Umsóknarfrestur er til 27. mars n.k.og skal umsóknum skilað til
starfsmannaþjónustu Sparisjóðsins.
Upplýsingar veita:
Guðný Bachmann Magnús Haraldsson
Sími 421 6633 Sími 421 6602
guðnyb@spkef.is magnus@spkef.is
SþKeþ
Sparisjóðurinn í Keflavík
SAGA Bíl aleig a I kynmr
SENDIBÍL í FULLRI STÆRÐ TIL LEIGU
HÖFUM ALLAR STÆRÐIR AF BILUM
SAGA
car rental
PANTIÐ I SIMA 421 3737
löavellir 10 - Reykjanesbæ - www.sagacarrental.is - saga@sagacarrental.is
Hvar er draumurinn?
KALLINN SÁ ÞAÐ í FRÉTTUM að löggan í Keflavík hefði hnippt
í nokkra bíleigendur vegna þeirrar yfirsjónar að hafa ekki fært bíla
sína til skoðunar á réttum tíma. Kallinn fór að hugsa hvað það væri
nú ljúft að eiga einkafyrirtæki eins og það sem hefur með höndum
bifreiðaskoðunina. Pottþéttur bisness allt árið vegna þess að ef að
kúnnin hefur ekki rænu á að koma sjálfur til að versla þá kemur
löggan bara með hann! Ekki hægt að hafa það betra, öruggur bis-
ness og alltaf pottþétt innkoma.
KALLINN FÓR AÐ VELTA ÞVl FYRIR SÉR hvernig það væri
ef önnur einkafyrirtæki gætu gert svona fínan samning við yftr-
valdið. Ef það kæmi nú miði inn um bréfalúguna þar sem maður
væri minntur á að hafa ekki verslað í Bónus í heilan mánuð. Þar
stæði að ef maður yrði ekki búinn að láta sjá sig í Bónus innan
viku, þá myndi löggan bara koma og ná í mann. En því miður fyrir
Jóhannes, þá njóta ekki öll einkafyrirtæki sömu hlunninda hjá yfir-
valdinu.
ÍSLENDINGAR VILJA EKKI LÁGLAUNASTÖRF, það er deg-
inum ljósara. Kallinn er alveg sammála þeim sem vilja ekld láta nið-
urlægja sig með því að þiggja alltof lág laun. Nú er rífandi góðæri og
bullandi uppgangur og þá eiga allir að fá að njóta ávaxtanna. Sumir
reyndar soldið meira en aðrir en látum það liggja á milli hluta. Er
á meðan er. Á meðan veislan stendur sem hæst skulum við njóta
hennar hver sem betur getur og láta erlendan verkalýð sjá um skit-
verkin á meðan.
EN HVAÐ SVO ÞEGAR VEISLAN verður búin? Hvað þá? Veislan
stendur eldd yfir endalaust, er það? Eigum við nokkuð að vera að
hugsa um það núna? Nei, njótum veislunnar á rneðan hún stendur
yfir og svo reddum við bara málunum þegar þar að kernur. Það er
hinn sanni séríslenski hugsunarháttur. Lengi lifi hann!
KALLINN ER ORÐINN SVOLÍTIÐ ÞREYTTUR á þessum stór-
iðjudraumum hér á Suðurnesjum. Þetta er bara orðið svo svekkj-
andi, þið skiljið. Þessir draumar deyja einhvern veginn alltaf og
rnaður situr bara eftir drullusvekktur. Enda ekkert skrýtið þó al-
menningur virðist ekki hafa trú á því að álver muni nokkurn tíma
rísa í henni Helguvík. Sjáiði bara skoðanakönnunina á vf.is. Af þeim
sem hafa svarað núna eru yfir 60% vantrúaðir á stóriðjudrauminn.
Innan við 40% halda enn í vonina. Það er ábyggilega fólkið sem
fagnar með rjómatertuáti og bjórþambi í hvert sinn sem minnstu
hugmyndir vakna um stóriðju. Svipað og þeir sem fögnuðu á Húsa-
vík um daginn, rétt eins og það ætti bara að reisa álver í túnfætinum
hjá þeim ekki á morgun heldur hinn. En kannski, hugsanlega,
einhvern tímann verður reist álver á staðnum. Þeir eru margir stór-
iðjudraumarnir sem rnenn hafa fagnað í gegnum tíðina. Draumar
sem síðar hefur verið fórnað á altari vonbrigðanna. Hvar er álverið
á Keilisnesi? Hvar er magnesíumverksmiðjan? Þilplötuverksmiðjan?
Fríiðnaðarsvæðið? Og hvar er stálpípuverksmiðjan? Eða eins og
Stebbi Hilmars og félagar sungu um árið: Hvar er draumurinn?
Kveðja, kallinn@vf.is
Aígreiðsla Vikurfrétta eropin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17.
Athugið að föstudaga er opið til kl. 15
Með þvi að hringja i síma 4210000 er hægt að velja beint samband
við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild.
Fréttavakt allan sólarhringinn er í sima 898 8222
Útgefandi:
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar:
Ritstjóri og ábm.:
Fréttastjóri:
Blaðamenn:
Auglýsingadeilú:
Útlit, umbrot og prentvistun:
Hönnunardeild Víkurfrétta:
Prentvinnsla:
Dagleg stafræn útgáfa:
Skrifstofa Víkurfrétta:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Grundarvegi 23,260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020
Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is,
Þorgils Jónsson, simi 421 0003, gllsi@vf.is, sport@vf.is
Jón Björn Úlafsson, simi 421 0004, jbo@vf.is
Ellert Grétarsson, sími 421 0014, elg@vf.is
Jófríður Leifsdóttir, simi 421 0008, jofridur@vf.is
Hanna Björg Konráðsdóttir, sími 421 0001, hannabjorg@vf.is
Víkurfréttir ehf.
Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is
Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0006, steini@vf.is
Prentsmiðjan Oddi hf.
www.vf.is og www.vikurfrettir.is
Guörún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is
Aldis Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is
HVAR ERT ÞÚ AÐ AUGLYSA?
AUGLYSINGASIAAIIMIM ER 421 oooo
VlKURFRÉTTIR Á NETIMU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
8
VÍKURFRÉTTIR i 11. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR