Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.03.2006, Page 26

Víkurfréttir - 16.03.2006, Page 26
Glæsilegt Samkaupsmot Mig langar að koma á framfæri þökkum _________til allra þeirra sem stóðu að und- irbúningi og framkvæmd Sam kaups- móts ins í körfu bolta sem fram fór í Reykjanesbæ helgina 11. - 12. mars sl. Sérstakar þakkir færi ég for- stöðumönnum og starfsfólki íþróttamannvirkja bæjarins svo og forsvarsmönnum ung- lingaráða körfuknattleiksdeilda UMFN og Keflavíkur, sem störf- uðu saman að þessu móti og sáu til þess að framkvæmdin var íþróttafélögunum og bæjar- félaginu til mikils sóma. Alls tóku um 1000 börn þátt í mótinu ásamt fjölskyldum sínum víðsvegar að af landinu og er mótið það stærsta sem haldið er á hverju ári. Það er ljóst að til þess að slík framkvæmd gangi upp þarf góðvilja og samstarf margra að- ila og má þar nefna Þjónustu- miðstöð Reykjanesbæjar og starfsfólk grunnskólanna þar sem keppendur, þjálfarar og for- eldrar gistu, en að auki lögðu margir hönd á plóginn sem ekki er hægt að telja upp hér. Síðast en ekki síst má ekki gleyma foreldrum barnanna sem tóku virkan þátt í leik þeirra á þessu móti, hvort sem þeir voru í hlutverkum liðs- stjóra, dómara eða áhorfenda. Það var unun að horfa á loka- athöfn mótsins og sjá hvernig gleðin skein úr andlitum kepp- enda sem allir fengu viðurkenn- ingapeninga og gjafir fyrir þátt- tökuna. Svo glumdi í húsinu þegar allir krakkarnir kölluðu einum rómi: TAKK FYRIR OKKUR! Mig langar að taka undir þessi orð og hlakka til að sjá ykkur öll að ári. Stefán Bjarkason Framkvæmdastjóri Menningar,- íþrótta- og tóm- stundasviðs Reykjanesbæjar Framtíðarleikmenn berjast um boltann. VF-sport molar Albert Sævarsson til Njarðvíkur MARKVÖRÐURINN Albert Sævarson frá Grindavík er genginn í raðir Njarðvíkinga og mun standa á milli stang- anna hjá þeim í sumar þar sem stefnan er klárlega sett á sæti í 1. deild. Logi með 28 stig um helgina LOGI GUNNARSSON landsliðmaður í körfuknatt- leik og leikmaður Bayreuth í Þýskalandi, gerir það ekki endasleppt þessa dagana en um helgina gerði hann 28 stig í sigri Bayreuth á Crails- heim Merlins 74 - 89. Logi var stigahæsti maður liðsins og lék í 35 mínútur en auka- lega við stigin 28 tók hann 1 frákast og stal 4 boltum. Logi hefur því gert alls 105 í síðustu þremur leikjum. Skrifuðu undir hjá Keflavík STÓRT SKREF í framfara- átt var stigið 4. mars s.l. þegar Keflavík gerði leik- mannasamninga við fram- tíðarleikmenn Keflavíkur í kvennaknattspyrnu. Um er að ræða 8 leikmenn á fyrsta ári í 2. flokki, fæddar 1989. Leikmennirnir sem um ræðir eru: Birna Marín Að- alsteinsdóttir, Karen Sævars- dóttir, Karen Herjólfsdóttir, Sonja Ósk Sverrisdóttir, Hildur Haraldsdóttir, Anna Rún Jóhannsdóttir, Eva Krist- insdóttir og Ingey Arna Sig- urðardóttir. Allt eru þetta leikmenn sem hafa æft með meistaraflokki í vetur og sumar hverjar einnig á síðasta ári. Er mikil ánægja meðal þeirra sem standa að kvennaknattspyrn- unni í Keflavík með þennan áfanga þar sem þetta skref er það fyrsta í áfanga þeim að tryggja áframhaldandi 2. flokks og meistaraflokksstarf hjá Keflavík í framtíðinni. I beinu framhaldi af þessum stúlkum koma margar efni- legar stelpur til með að stíga sömu spor og þessir efnilegu leikmenn. Þessu fylgir líka sú vinna hjá þessum leik- mönnum að stunda æfmgar af mikilli elju. VÍKURFRÉTTIR Á NETiNU -www.vf.is- LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA! 26

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.