Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.2006, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 30.03.2006, Blaðsíða 13
Reykjanesbær: Jákvæðir leikskóla- kennarar í Reykja- nesbæ Leikskólakennarar í Reykjanesbæ sem sótt hafa námskeiðið SOS- hjálp fyrir foreldra hrósa um það bil helmingi oftar fyrir góða hegðun barna en leik- skólakennarar sem ekki hafa sótt námskeiði. Þetta kemur fram í rannsókn sem unnin var sem B.A. verk- efni í sálfræði af Sigurði Þor- steini Þorsteinssyni. Leikskólarnir í Reykjanesbæ komu einnig sérstaklega vel út í samanburði á svokölluðum þríhliðaskilmála sem tekur til fyrirmæla leikskólakennara, hegðunar barnsins út frá þeim fyrirmælum sem gefin voru, og viðbragða leikskólakennarans í kjölfar hegðunar barnsins. Á þessum mælikvarða stóðu leik- skólakennarar í Reykjanesbæ sig hlutfallslega tvisvar til þrisvar sinnum betur en leikskólakenn- ararnir í samanburðarleikskól- unum. I rannsókninni voru starfsmenn á tveimur leikskólanna í Reykja- nesbæ bornir saman við starfs- menn á tveimur leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Gylfa Jóns Gylfasonar yfirsálfræðings hjá Reykja- nesbæ, er ánægjulegt að fá vísbendingar urn að um kerfis- bundinn jákvæðan mun virðist vera að ræða á þeim leikskóla- kennurum sem hafa tekið þátt í SOS - námskeiðunum og þeim sem ekki hafa gert það, þar sem meginþorri leikskólakennara í Reykjanesbæ og nágrannabyggð- arlögum hafi sótt námskeiðið. Hins vegar sé ljóst að fara þurfl varlega í að álykta um of út frá rannsókn sem þessari, þar sem einungis sé um upplýsingar frá tveimur leikskólum að ræða og þennan mun þurfi að rann- saka frekar. Þetta eru samt auð- vitað góðar fréttir fyrir börn og uppalendur í Reykjanesbæ og gefa okkur vísbendingar um að við séum á réttri leið sagði Gylfi Jón að lokum. Sölvi Logason sigraði í Stóru upplestrarkeppn- inni sem lauk í Njarðvík- urkirkju á mánudag. Tólf kepp- endur voru mættir til leiks frá Grunnskólanum í Sandgerði, Heiðarskóla, Holtaskóla, Myllubakkaskóla, Njarðvík- urskóla og Stóru-Vogaskóla. Keppendur lásu í þremur umferðum, kafla úr sögunni Vestur í bláinn eftir Kristínu Steinsdóttur, Ijóð eftir Birgi Svan Símonarson og að lokum ljóð að eigin vali. Frammistaða keppenda var alveg til fyrir- myndar og var dómnefndin ekki öfundsverð af hlutverki sínu. Niðurstaðan varð sú að Sölvi hlaut 1. sæti, Þórarna Sal- óme Brynjólfsdóttir í öðru og í þriðja sæti hafnaði Björg Krist- jánsdóttir. Ánægjan í fyrirrúmi Spennandi störf í boði með samheldnum hóp Ánægja Nóatún Lítur á niðurstöðu íslensku ánægjuvogarinnar sem hvatningu til þess að halda áfram á sömu braut og tryggja áfram ánægju viðskiptavina sinna og Leitar því að metnaðarfuUu starfsfóLki sem er tiLbúið að sLást í skemmtilegan og samheLdin hóp starfsmanna okkar. Fjölbreytileiki í boði eru fjöLbreytt störf þar sem metnaður, fagmennska og framúrskarandi þjónusta eru höfð að LeiðarLjósi. Nóatún rekur 12 matvöruversLanir og getur því boðið uppá afar fjöLbreytt störf og mikLa möguleika fyrir starfsfóLk að þróast í starfi og vinna sig upp. Sveigjanleiki Nóatún býður uppá sveigjanLegan vinnutíma og bæði heiLsdags- og hLuta-störf, þar sem reynt er að koma tiL móts við óskir starfsmanna. Nánari uppLýsingar veitir Guðriður H. BaLdursdóttir starfsmannastjóri Kaupáss síma 585-7000 og með tölvupósti, gudridur@kaupas.is Umsóknir berist fyrir fimmtudaginn 6. apn'L tiL Guðríðar H. BaLdursdóttur, Kaupási, Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík eða með töLvupósti gudridur@kaupas.is mmsíi ÍSLENSKA ÁNÆGJUTOGIN Nóatún er með ánægðustu viðskiptavinina á matvöru- markaði samkvæmt íslensku ánægjuvoginni. STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM VlKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 30. MARS2006 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.