Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.2006, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 30.03.2006, Blaðsíða 17
spila Bridds og segist fá mikið út úr því. Einnig eru göngu- ferðir ofarlega á blaði yfir tóm- stundagaman prestsins. „Síðan er ég svo heppinn að eiga góða fjölskyldu og konu sem er mjög dugleg að vera með mér í kirkju- starfinu. í starfi eins og þessu er mikils virði að hafa stuðning maka síns”, bætir hann við. Fólk er kvíðið Eins og bæjarbúar vita hefur þjónustumiðstöð verið opnuð á Hafnargötunni vegna fjöldaupp- sagnanna á Keflavíkurflugvelli. „Kirkjan er ekki bara stofnun heldur lifandi kirkja sem leitast við að koma inn í aðstæður eins og þær sem samfélagið okkar stendur frammi fyrir núna”, segir Sigfús. Keflavíkurkirkja er í góðum tengslum við þjónustumið- stöðina og segir Sigfús þetta viðleitni kirkjunnar til að veita aðstoð og hvetur hann fólk til að nýta sér hana . Aðspurður segir hann að fólk sé eitthvað byrjað að leita til kirkjunnar vegna þessa og hann verður var við kvíða og öryggisleysi. Fólk sé auðvitað kvíðið fyrir þeim breytingum sem fylgja því að missa starf sitt. „Þar sem fermingar standa yfir í kirkjunni eru ekki almennar guðsþjónustur á meðan svo ég bendi fólki á að nýta sér kyrrðar- og fyrirbænastund- irnar sem eru á hverjum mið- vikudegi kl. 12.10 í Kapellu vonarinnar í safnaðarheimilinu. Kirkjan á alltaf að vera til staðar fyrir fólkið og bjóða fram krafta sína”. Blessað barnalán Sr. Sigfús er með erfðarsjúkdóm og hafa ýmsar sögur hlossað upp með reglulegu millibili varð- andi heilsu hans. „Ég fæddist með þennan sjúkdóm en hann er óvirkur eins og sagt er, þ.e.a.s. hann truflar ekki daglegt líf mitt og hefur aldrei komið niður á starfinu á nokkurn hátt”, segir Sigfús. Hann segist vera vel á sig kominn og í góðu formi til að takast á við verkefnin sem að honum snúa. Enda hugsar hann vel um heilsuna og stundar reglulega hreyfingu. Sjúkdómurinn hamlaði því aftur á móti að þau hjónin gætu eignast börn “eftir gamla lag- inu”. Engu að síður eiga þau barnaláni að fagna en þau hafa ættleitt tvær dætur frá Indlandi, Hönnu Björk sem verður 6 ára í sumar og Birtu Rut sem verður 8 ára í næstu viku. „Það var okkar mesta lán að eignast þessar tvær stúlkur. Hvernig börnin koma inn í fjöl- skylduna skiptir engu máli. Þær eru börnin sem við þráðum og biðum svo lengi eftir. Þær voru okkar bænasvar”, segir Sigfús. Bænin er andardráttur trúarinnar í framhaldi af þessu berst tal okkar einmitt að bæninni en kirkjan hefur m.a. boðið upp á sérstök bænanámskeið. En af hverju þarf maður að fara á námskeið til að læra meira um bænina? „Það er í rauninni til þess að gera bænina fjölbreyttari ef svo má segja og auka skilning okkar á henni. Bæn getur verið í svo mörgum myndum. Hún getur falist í því að biðja frá eigin brjósti eða lestri bænaversa. Hún getur falist í langri lofgjörð eða stuttri setningu. Bænin er andardráttur trúarinnar, Hall- grímur Pétursson sagði að án bænarinnar væri trúarlífið stein- dautt. Hún snýst ekki um að segja Guði fyrir verkum heldur að leggja traust sitt á hann”, segir Sigfús. En af hverju finnst fólki stundum að Guð sé ekki að hlusta? „Kannski vegna þess að við þurfum stundum að bíða eftir svörunum. Guð bænheyrir okkur heldur ekki alltaf eins og við gerum ráð fyrir, hann veit hvað okkur er fyrir bestu. Kjarn- inn í bæninni er að Guð hlustar, hann gefur okkur styrk og von og hjálpar okkur að komast í gegnum lífið ef við bara biðjum hann um það. En svo mikið er víst að Guð hlustar”, sagði Sig- fús að lokum. Fermingargjafir GEORG V. HANNAH sf. Úr og skartgripir Hafnargðtu 49 • 230 Keflavik • Stmi 421 5757 • Fax 421 5657 Hrein ólífuafurð Húðsnyrtivörur frá Grikklandi sem unnar eru úr hreinni ólífuolíu og eru notaðar til næringar, lækningar og ekki síst umönnun líkamans. Ólífuolían inniheldur m.a. mikilvægar fitusýrur og vítamín sem eru ekki aðeins nauðsynlegar húðinni heldur koma í veg fyrir hrörnun, draga úr öldrun, vernda og skila húðinni silkimjúkri. Vörurnar fást í Samkaup Njarðvík, verslunum Hagkaupa, Fjarðarkaup og Heilsubúðinni Reykjarvíkurvegi. Verslaðu þar sem krakkamir versla! 5«1J Ný sending af töff gailabuxum a&eins 3 verö kr. 2.500,- 3.995,- 4.995,- Ný sending af skarti og hórskrauti Opiö virka daga kl. 12-18 og laugadaga 11-15 Munið gjafabréfin STÆRSTA FRÉTTA OG AUGL.ýSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM VÍKURFRÉTTIR ! FIMMTUDAGURINIM 30. MARS 2006)

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.