Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.2006, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 30.03.2006, Blaðsíða 27
„Vanmátum Keflavík" Keflavík í úrslit Steinþór áHI\/l Steinþór Geirdal Jóhanns- son verður fulltrúi íslands á Heimsmeistaramótinu í Keilu sem fram fer í Caracas, höfuðborg Venesúlea, í nóvem- ber á þessu ári. Steinþór tryggði sér þátttökurétt á mótinu með sigri í undanúr- slitum Freyjumótsins sem fram fór síðustu helgi. Magnús Magn- ússon varð Freyjumeistari eftir forkeppni en Steinþór atti kappi við Magnús í úrslitarimmunni um sætið á heimsmeistaramót- inu. Lokarimma Steinþórs og Magnúsar var æsispennandi en Steinþór reyndist sterkari á enda- sprettinum. „Það verður spenn- andi að taka þátt í Heimsmeist- aramóti einstaklinga, ég hef þegar keppt á HM unglinga og HM landsliða en aldrei í þessu móti,” sagði Steinþór í samtali við Víkurfréttir. „Ég stefni að því að komast í gegnum niðurskurð- inn á HM í Venesúela en þá þarf ég að spila mjög vel,” sagði Stein- þór sem hefur átt góðu gengi að fagna í keilunni undanfarin misseri. Sem stendur er Stein- þór með hæðsta meðalskorið á landinu, 210,2, og er sveit hans, ÍR-PLS í efsta sætinu á Islands- mótinu. Grindavíkurkonur hófu leiktíðina af krafti í kvennakörfunni og héldu sínu flugi allt fram að bikarúrslitaleiknum þar sem þær lutu í lægra haldi gegn ÍS. Að bikarkeppninni lokinni tók að halla undan fæti og Jerica Watson kvaddi liðið af persónu- legum ástæðum. Grindavík lauk keppni í 2. sæti í deildinni og féll svo út í undan- úrslitum gegn íslandsmeisturum Keflavíkur. Unndór Sigurðsson, þjálfari Grindavíkurkvenna, sagði það ákveðin vonbrigði að komast ekki lengra en horfir björtum augum fram á veginn. „Planið er að byggja upp fram- tíðarlið, ég sagði við stelpurnar að við þyrftum að læra af þess- ari leiktíð og koma vel undir- búnar í þá næstu,” sagði Unndór við Víkurfréttir. „I heildina þá vanmátum við Keflavík aðeins í fyrsta leiknum og mættum ekki eins grimmar og við ætluðum okkur. Tamara Stocks lék meidd í síðari leiknum og það setti smá strik í reikninginn,” sagði Unndór en það er ekki búið að ákveða hvort Tamara verði með Grindavík á næstu leiktíð. „Það verður bara að koma í ljós, nú ætlum við að sleikja sárin og að því loknu hefst undirbún- ingur fyrir næstu leiktíð,” sagði Unndór en hann er með 2ja ára samning við Grindavík. Islandsmeistarar Keflavíkur eru komnar í úrslit Iceland Express deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Grindavík í undanúrslitum. Keflavíkur- konur höfðu átt í talsverðu basli með Grindavík alla Ieik- tíðina en réðu bót á þeim málum og sópuðu Grindavík inn í sumarið á sannfærandi hátt. Fyrri leik liðanna lauk með 83 - 90 sigri Keflavíkur en Grinda- vík hafði heimaleikjaréttinn í rimmunum. Lakiste Barkus landaði næstum þrennu í fyrsta leiknum með 31 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar. Barkus hélt uppteknum hætti í síðari leik liðanna og gerði 35 stig, tók 7 fráköst og stal 7 boltum en þeim leik lauk með 97-72 sigri Kefla- víkur. íslandsmeistararnir mæta Haukum eða ÍS sem léku odda- leik sinn í gærkvöld en blaðið var farið í prentun áður en úr- slitin urðu ljós. „Stemmningin í hópnum er góð og við erum allt annað lið eftir að deildarkeppn- inni lauk,” sagði María Ben Er- lingsdóttir við Víkurfréttir. „Það skiptir okkur ekki máli hvort við mætum Haukum eða ÍS í úr- slitum, miðað við spilamennsku okkar þessa stundina getum við unnið bæði liðin,” sagði María að Iokum. Sakamálasögur Námskeið um sakamálasögur verður haldið á Bókasafni Reykjanesbæjar 4. og 6. apríl n.k. Fjallað verður um sakamálsögur frá 19. öld til okkar daga, rætt um uppruna þeirra, gamlar sögur og sögupersónur skoðaðar og helstu straumar og stefnur kynntar. Leiðbeinandi er Katrín Jakobsdóttir. Námskeiðið er haldið á vegum Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Bókasafnsins. Námskeiðið stendur frá kl. 20 - 21:45 bæði kvöldin og kostar 4.900 kr. Skráning í síma 421 7500 eða á netfangið mss@mss.is MlÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á Suðurnesjum REYKJANESBÆR Tillaga að breyttu deili- skipulagi við hesthúsabyggð ísamrcemi við 1. mgr. 26. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breyttu deiliskipulagi af hesthúsabyggð. Breytingin felur í sérfjölgun lóða og fcersla á lóð fyrir félagsheimili. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Grindavíkurbcejar á Víízurbraut 62 frá og með 31. mars 2006 til 28. apríl 2006. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gceta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 12. maí 2006. Skila skal inn athugasemdum á skrifstofu Grindavíkurbcejar á Víkurbraut 62 Grindavík. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillögurnar fyrir tilskilinn frest telst samþykkja hana. Bcejarstjóri Grindavíkur ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU í BOÐI LANDSBANKÁNS VIKURFRÉTTIR I IÞRÖTTASÍÐUR 27

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.