Víkurfréttir - 30.03.2006, Blaðsíða 12
Útvarpsstjarna íslands:
„A/lest í húmornum"
Páll Kristófersson gæti orðið næsta Útvarpsstjarna
íslands en hann tekur einmitt þátt i þeirri keppni á
útvarpsstöðinni Kiss FM. Rúmlega 100 manns skráðu
sig til leiks í kcppnina en nú standa níu eftir og er Páll á
rneðal þeirra.
„Ég ákvað að skrá mig í þessa keppni þar sem ég hef verið að
vinna í gröfum og þessu í sjö eða átta ár og korninn tími á að
breyta til,” sagði Páll við Víkurfréttir. Páll starfar hjá A. Pálssyni
í Sandgerði en ef hann vinnur þá verður hann dagskrárgerðar-
maður í sprækari kantinum. „Ég er svona niest í húmornum,
hef gaman af því að fá fólk til að brosa og hlæja og langar til
þess að koma með eitthvað nýtt og frumlegt inn í útvarpsfól-
runa,” sagði Páll sem þegar hefur farið tvisvar sinnum í loftið
og nú síðast í gær. „Ef þetta gengur ekki upphjá mér þá held
ég bara ótrauður áfram og reyni að fá vinnu við þetla annars
staðar,” sagði Páll að lokum. Kosning um Útvarpsstjörnu ís-
lands er á www.kissfm.is
LISTAMENN SÝNA ÍBLINC BUNC
Mikið er um dýrðir framundan hjá
versluninni BÍing Bling Hafnargötu
26. Síðan 3. mars hefúr verið sýning
hjá sannkölluðum listamæðgum, þeim glerlista-
konunni Ingu Bjarna og myndlistarkonunni
frisi Rós Þrastardóttur. Inga er með glervinnu-
stofu í Hafnarfirði, en íris Rós býr í Keflavík
og hefur einu sinni áður haldið sýningu, en sú
sýning var haldin í Landsbankanum á Ljósa-
nótt árið 2004.
íris Rós er lærður útlitshönnuður frá Dupont
skreytingarskólanum í Kaupmannahöfn. Eftir
það fór hún að senda frá sér hin ýmsu listaverk.
Hún þróar með sér hugmyndir og lætur þær
verða að veruleika. Nú er nýr innblástur í verkum
hennar og eru það svokallaðar „háramyndir" sem
sýningargestir geta borið augum á listasýning-
unni. Þetta eru gróf kúluverk þar sem hrosshár
spila stórt hlutverk. Iris málar með blandaðri
tækni, og notar lím, frauð og steypu til að skapa
listaverkin. Inga Bjarna er með glervinnustofu í
Hafnarfirði og vinna þær mægður mikið saman.
Sýningin hefúr fengið góðar undirtektir og ein-
róma lof sýningargesta.
Eins og áður segir er margt skemmtilegt
framundan hjá versluninni Bling Bling og er aug-
ljóst mál að verslunareigandinn Björk mun leggja
sitt af mörkunum til að auðga menningarlíf hér á
Suðurnesjum. I apríl mun listakonan Dalla taka
við af þeim mægðgum og sýna listaverkin sín í
Bling Bling og í maí mun svo listakonan Bagga
halda sýningu. Það má enginn láta þetta fram hjá
sér fara og um að gera að skoða listasýninguna í
Bling Bling við Hafnargötu 26.
FSINGUR VIKUNNAR
Ábendingar um FS-ing vikunnar eru vel þegnar og skulu
þær sendast á vaigerdurbp@hotmaii.com
UMSJÓN: VALGERÐUR BJÖRK
FS-ingur vikunnar er Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, en kallar hún sig gjarnan Josie Anima þegar
hún spilar tónlist, sem er ekki svo sjaldan. Tónlist er líf hennar og yndi hefur hún hlotið góða dóma
fyrir lagið sitt „Josie“ sem hægt er að hlusta á m.a. á www.rokk.is...
5
UPPÁHALDS LÖG:
First day ofmy life - Bright eyes
I remember - Damien Rice
6 Lisa Hannigan
Letter to Elise - The Cure
Raining in Baltimore- Counting Crows
Someone somewhere - Diktay
núna í ár. Það var alveg magnað að sjá marga
uppáhalds tónlistarmennina sína samankomna
til að spila. Það hafði verið langþráður draumur
að sjá Björk spila og síðan sá ég Damien Rice
sem er uppáhalds tónlistamaðurinn minn.
Uppáhalds borg sem þú hefur komið til?
Kaupmannahöfn líklega. Hef samt ferðast
lítið svo ég hef ekki úr miklu að velja.
Uppáhalds verslun: Kolaportið, Hot Topic, og
síðan er langbest að versla á Laugaveginum.
Framtíðarplön? Draumurinn er
að verða tónlistarmaður.
Uppáhalds leikari/leikkona: Dominic Monaghan
Land sem þig langar að heimsækja?
England og flest Evrópulöndin.
Hvaða bók lastu seinast? Lovestar fyrir íslensku.
5
UPPÁHALDS
KVIKMYNDIR:
Rocky Horror Picture Show
Edward Scissorhands
Spongebob Squarepants the movie
Ace Ventura, Pet Detective
Ace Ventura, When Nature Calls
Aldur: 16 á 17 ári
Staður: Garður
Kærasti? Já
Braut í FS: Félagsfræðibraut
ffi Helsta afrek í lífinu: Líklega
að hafa tekið ákvörðun um
að spila á gítar þegar ég var yngri. Það
hefur komið sér vel fyrir mig núna..
Vandræðalegasta atvik sem þú manst: Þau
hafa nú reyndar verið mjög mörg yfir árin, því
einhvern veginn tekst mér alltaf að koma mér í
vandræðalegar aðstæður. Nýlegasta var kannski
þegar ég kom í skólann um 8 og var rosalega
þreytt þannig að ég stóð varla í fæturnar og tókst
einhvernveginn að detta í stiganum fyrir framan
alla sem voru að koma inn... hefði kannski ekki
verið svona vandræðalegt nema að ég stóð upp og
nokkrum sekúndubrotum seinna datt ég aftur.
Skemmtilegustu/flottustu tónleikar sem þú
hefur farið á?: HÆTTU tónleikarnir 7. janúar
12 I VfKURFRÉTTIR í 13.TÖLUBLAÐ i 27.ÁRGANGUR
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTiR DAGLEGA!