Víkurfréttir - 30.03.2006, Blaðsíða 6
MANNI
RÆNTÍ
GARÐI
Maður á sjötugs-
aldri var numinn
brott af heimili
sínu í Garðinum af fjórum
mönnum á laugardags-
kvöld. Mennirnir stungu
honum í farangursgeymslu
bifreiðar,
létu hann
dúsa þar í
sjö klukku-
stund ir
og gengu
í skrokk
á honum.
Lögregla
fer með málið sem mann-
rán. NFS greindi frá mál-
inu.
Kristinn Óskarsson sat ásamt
börnum sínum og horfði á
sjónvarpið um kvöldmatar-
leitið á laugardag þegar dyra-
bjallan hringdi. Fjórir menn
biðu við húsið, spurðu Krist-
inn að nafni og létu hnefana
dynja á honum.
Kristinn, sem var skólaus,
segist hafa sloppið við illan
leik frá mönnunum, í frosti
um hánótt. Hann kom
að bænum Múla í Biskups-
tungum, um 5 kílómetra frá
Geysi, um klukkan 2 uni nótt-
ina, eða sjö klukkustundum
eftir að ofbeldismennirnir
námu hann á brott.
Múli í Biskupstungum. Þar
gat Kristinn leitað sér hjálpar.
Myndir frá NFS, en nánar
verður fjallað um málið í
Kompási á sunnudagskvöld.
Varnarliðsmál til umræðu í bæjarstjórn Reykjanesbæjar:
Snörp orðaskipti urðu um Varnarliðs-
málin á bæjarstjórnarfundi í Reykja-
nesbæ í síðustu viku og gengu ásak-
anir á víxl. Jóhann Geirdal (S) sakaði bæj-
aryfirvöld um að vera að nota málið til að
skapa sér ímynd fremur en að undirbúa
viðbrögð, þegar hann talaði fyrir bókun
sem minnihlutinn lagði fram á fundinum.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri, lagði fram
bókum þar sem segir að ekki sé ástæða
til að svara þeim dylgjum er fram koma í
bókun minnihlutans. Þeir bæjarfulltrúar
sem til máls tóku voru þó sammála um
það eitt að umræðan um Varnarliðsmálin
yrði að vera hafin yfir pólitiskt argaþras.
I bókun minnihlutans segir að nú þegar Ijóst
sé að Bandaríkjaher ætli að loka herstöðinni
á Keflavíkurflugvelli, sé mikilvægast að gæta
hagsmuna þeirra starfsmanna VL, sem nú
eru að missa atvinnu sína.
„Fyrstu viðbrögð eftir að þessi tíðindi bár-
ust bera vottt um að ekki hafi verið unnin
áætlun um hvernig bregðast ætti við þeim.
Mönnum hættir til að sjást yfir það sem nú
skiptir mestu máli, en leggja meiri áherslu á
að vera fljótir að taka saman upptalningu á
þeim hugmyndum sem nefndar hafa verið
að gætu tekið við þegar herinn hverfur á
brott“, segir í bókun minnihlutans, og er
þá greinilega verið að vísa til þeirrar sam-
antektar sem Árni Sigfússon, bæjarstjóri,
kynnti á fundi sem hann hélt með starfs-
mönnum Varnarliðsins.
I bókuninni segir ennfremur: „Það sem við
teljum að eigi að hafa algjöran forgang er, að
stofnað verði til samvinnu þeirra sem veitt
geta stuðning og aðstoð við þessar aðstæður.
Nefna má í því sambandi stéttarfélög þeirra
sem fá uppsagnarbréf, vinnumiðlun, kirkj-
una og félagsmálaþjónustu sveitarfélaganna
þar sem umræddir starfsmenn búa.
Tryggja þarf að haft verði samband við alla
þá sem fá uppsagnarbréf þegar þau hafa
verið undirrituð.
Þá þarf að tryggja að hratt sé unnið að því
að fá upplýsingar um hverjir muni fá störf
sín aftur þó hjá öðrum atvinnurekanda
sé. Sá hópur mun búa við minni vanda.
Þegar ljóst er hverjir eru að missa vinnu
sína varanlega er nauðsynlegt að hópurinn
verði greindur og leitað leiða til að útvega
störf sem henta þeim hópi, m.a. verði fólki
tryggður aðgangur að endurmenntun til að
styrkja stöðu þess á vinnumarkaði. Verði
einhverjir án vinnu þegar kemur að lokum
uppsagnarfrests er nauðsynlegt að til verði
fjármagn til að tryggja því fólki eftirlaun þar
til úr þeirra málum rætist, með atvinnu eða
töku lífeyris, það getur kallað á sérstækar að-
gerðir sem þá verður að grípa til.
Samhliða verði unnið að því að skýra hvaða
mannvirki verða tiltæk til atvinnuuppbygg-
ingar. Hvernig þau mannvirki sem ekki
munu nýtast verða fjarlægð og jafnframt
hvernig verður gengið frá viðskilnaði við
landið.
Þegar það liggur fyrir er ekki vafi á að fjöl-
margir aðilar, einstaklingar og fyrirtæki
munu sjá sér hag í að hefja starfsemi í þeim
mannvirkjum".
Snarpar umræður urðu um bókunina á
fundinum. Sakaði Jóhann Geirdal (S) bæj-
aryfirvöld um áralangt aðgerðar- og skiln-
ingsleysi í þessum málum, þar sem löngu
var ljóst í hvað stefndi varðandi VL. Núver-
andi meirihluti hafi neitað að horfast í augu
við raunveruleikann og að halda röngum
upplýsingum að almenningi, annað hvort
til að gæta pólitískra hagsmuna eða þá að
hann hafi einfaldlega ekki skilið hvað var
að gerast. Jóhann átaldi einnig meirihlutann
fyrir að vera að nota erfiðleika starfsfólks
VL til að beita þrýstingi á yfirvöld. I samtali
við VF sagði Jóhann að tilefni þessara orða
væru þau ámæli sem hann hefði lengið legið
undir frá hálfu meirihlutans að honum bæri
að þakka hvernig þessi mál hefði þróast.
Árni Sigfússon, bæjastjóri, lagði síðan fram
svohljóðandi bókun:
„Sjálfstæðismenn taka undir megininn-
tak bókunar Samfylkingar og Framsóknar
sem snýr að verkefnum í þágu starfsfólks
Varnarliðsins og hefur þegar haflst undir-
búningur í þá veru. Sjálfstæðismenn leggja
áherslu á samstöðu um þau verkefni sem nú
eru framundan gagnvart starfsfólki á varn-
arsvæðinu og nýjum verkefnum sem þar
verður sinnt!
Því verður ekki svarað öðrum dylgjum sem
fram koma í bókun minnihlutans“.
Gólfflötur verslunarmiðstöðvar
eins og þrír knattspyrnuvellir
Gert er ráð fyrir að
franikvæmdir við nýtt
23 þúsund fermetra
verslunarhúsnæði Smáratorgs
í Reykjanesbæ hefjist á næsta
ári og að verslunarhúsnæðið
verði tilbúið árið 2008. Vinna
að teikningum á húsunum
er á frumstigi en fyrstu teikn-
inga er að vænta í maí. Fram-
kvæmdum á að ljúka haustið
2008, ef allt gengur að óskum.
Verslunarmiðstöðin verður
byggð á lóð Gokart-brautar-
innar, en Smáratorg hefur keypt
lóðina. Auk 23 þúsund fermetra
verslunarhúss er gert ráð fyrir
1500 fermetrum fyrir bensín-
stöð og 1000 fermetrum fyrir
veitingastað. Smáratorg hyggst
byggja samskonar verslunarhús
á Selfossi. Smáratorg rekur m.a.
Rúmfatalagerinn.
Til að átta sig á stærð verslunar-
miðstöðvarinnar þá er gólfflötur
í Reykjaneshöllinni um 8000
fermetrar, þannig að verslunar-
miðstöðin er af gólffleti eins og
þrjár Reykjaneshallir.
Smárartorg ætlar að byggja á gókartbrautinni í Innri Njarðvík:
I VfKURFRÉTTIR t B.TÖLUBLAÐ : 27. ÁRGANGUR
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
6