Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.2006, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 30.03.2006, Blaðsíða 2
^smun fri'Tlir Bygginganefnd í Garði slær met í afgreiðslum Afundi Skipulags-og bygginganefndar Garðs sl. þriðjudag voru samþykktar teikn- ingar fyrir 49 íbúðir. Þetta mun vera mesti fjöldi sam- þykktra teikninga á einum fundi nefndarinnar frá upp- hafi. Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að á síðustu mánuðum hafi verið mikil eftirspurn eftir lóðum í bænum og sé ánægjulegt að þessi þróun haldi áfram og Garður sé svo sannarlega sveitarfélag í sókn. Bónus hyggur á tvöföldun á versl- unarrými á Fitjum Fasteignafélagið Stoðir ehf. hefur óskað eftir því við umhverfis-, og skipulagsráð að skoðaðir verði stækkunarmöguleikar á lóðinni nr. 3 við Fitjar. Um er að ræða lóð verslunar Bónus og er fyrirhuguð við- bygging 850m2. Umhverfis- og skipulagsráð hefur tekið jákvætt í erindið sem nú er í vinnslu. Núverandi húsnæðið er um 1100 fermetrar að flatarmáli og verslunin sjálf um 900 fer- metrar. Landsbankinn AAUNDI Það verða bara vtkingar á íslenditigi til varnar í staðinnfyrir þoturnar... Víkingar í Reykjanesbæ: VÍKURFRÉTTIR I 13.TÖLUBLAÐ : 27. ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTiR Á NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Komin mynd á viðbyggingu sundmíðstöðvarinnar Iðnaðarmenn eru nú í óðaönn við að klæða loftin á sundlaugasölunum og leggja sund- laugardúkinn í nýju innisundlauginni í Reykjanesbæ. Atafl (gömlu Keflavíkurverk- takar) er byggingaraðili en Jón Guðmunds- son, verkefnastjóri hjá Atafli, segir verkið hafa gengið vel og illa. „Utanhússvinnan er flókin á þessu húsi og veðrið hefur ekki verið okkur hliðhollt og valdið vand- ræðum í steypuvinnu," sagði Jón í samtali við Víkurfréttir. Innisundlaugin verður 50 m að lengd en þar verða einnig vaðlaugar o.fl. Nú þegar er sundlaugarkerfið, allt sem snýr að vatnsdælubún- aði og klórkerfmu tilbúið til notkunar. Atafl er á verktíma til 10. apríl. Áhöfnin um borð í íslendingi. Áhöfn íslendings fagnar 10 ára sjósetningarafmæli Um þessar mundir eru liðin 10 ár frá því að víkingaskipið íslendingur var sjósett með viðhöfn við Miðbakkann í Reykja- vík. Af því tilefni kom áhöfn skipsins saman í Njarðvík um sl. helgi, til hófs sem skipstjórinn, Gunnar Marel Eggertsson bauð til. Sigling íslendings var mikil frægðarför á sínum tíma og hafði áhöfnin greinilega gaman af að riíja hana upp. Eftir siglinguna til Ameríku árið 2000 lenti skipið á einskonar hrakhólum uns Reykja- nesbær ákvað að ganga í málið og fá skipið til bæj- arfélagsins. Var því valinn staður við Stekkjarkot þar sem það stendur nú sem minnisvarði um hina miklu þjóðflutninga og landafundi sem Islend- ingar stóðu fyrir frá landnámi íslands og fram eftir eftir öldum. Á meðal gesta var Árni Sigfússon, bæjarstjóri, Reykjanesbæjar, en svo skemmtilega vill til að Árni rak fyrsta naglann í skipið þegar smíði þess hófst 1996, en þá var Árni borgarstjóri í Reykja- vík. Gamla Bláalóns- húsið gengur í end- urnýjun lífdaga Gamla Bláalónshúsið eða það eina sem eftir stóð af upprunalega húsnæði fyrsta lónsins gengur nú í endurnýjun lífdaga en það var flutt i heilu lagi i hesthúsa- hverfið í Grindavík. Helgi Einar Harðarson festi kaup á húsinu og ætlar að nota það sem veitingaaðstöðu í tengslum við hestaleigu sem hann mun reka í Grindavík. Suðurnesja- maður fram- kvæmdastjóri hjá Landvernd Bergur Sigurðsson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Land- verndar en Tryggvi Felixson lét nýlega af störfum. Berg ur var áðursviðsstjóri á umhverfis- sviði og stað- gengill fram- kvæmdastjóra Heilbrigðis- eftirlits Suður- nesja. Hann er með Cand Scient (M.Sc.) í um- hverfisefnafræði og Cand Mag (B.Sc.) í efnafræði frá háskól- anurn í Osló og leggur nú stund á MBA nám við Háskóla íslands. Bergur hefur verið Landvernd innan handar í ýmsum málum þegar samtökin hafa leitað til hans undanfarin ár. Við undirritun starfssamnings sagði Bergur: “Ég vil þakka það traust sem mér er sýnt af hálfu stjórnar Landverndar. Starfið er víðfeðmt, verkefnin eru mörg og fjölbreytt. Ég hlakka mjög til að vinna með hæfileikaríku starfsfólki Landverndar sem og öllum þeim aðilum sem fram til þessa hafa starfað með samtök- unum. Það er mikil áskorun að taka við þessu starfi nú þegar far- sæll framkvæmdastjóri lætur^af störfum eftir margra ára starf.“ Bergur mun hefja störf 1. maí n.k., strax eftir aðalfund sem verður laugardaginn 29. apríl.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.