Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.2006, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 30.03.2006, Blaðsíða 19
Aðsent efni: postur@vfis Verður vertíðarbáturinn Hólmsteinn GK yjjllfllttl | V #203) - Varöveislagamalla báta,sjóminja ogsögursjómanna WdB UvCllllJI d UdlU)IVdCd. afsjómannsstarfmufráfyrritímumíGarðimim. Varðveisla sjóminja, báta, vinnu- aðferða og aðbúnaður sjómanna, sögur af starfi þeirra ofl. Þetta finnst mér mikilvægt að varðveita og geta upplýst komandi kynslóðir um það, hvernig forfeður okkar fóru að því að lifa á sjósókn og vinnslu sjávar- afla í sjávarþorpi eins og Garðinum. Það fer ekki á milli mála að Garðurinn byggðist upp á þessari miklu og erfiðu vinnu sem fólkið hér áður fyrr lagði á sig við erfiðar aðstæður. Það fer ekki fram hjá neinum að í Garð- inum er mikið af gömlum minjum sem minna á þessa atvinnugrein sem allt snérist um. Sérstaklega er áberandi hvernig byggingu íbúðarhúsa er háttað, það er, að byggt var meðfram ströndinni sem næst sjónum, en innar í landinu voru tún og beitulönd fyrir bústofn því að flestir stunduðu bæði sjó- mennsku og búskap og voru því nefndir útvegsbændur. Nokkur dæmi um sjóminjar: Fyrst ber að nefna að meðfram ströndinni frá Lamba- stöðum inn að Rafnkelsstöðum eru fjórtán varir og lendingar fyrir bátana, og í Leirunni eru þrjár eða fjórar varir og mikið af minjum sem minna á sjómennsku sem þaðan var stunduð og var þar ein fyrsta ver- stöð á landinu með miklum fjölda báta. Lendingarnar eru allar búnar til með handaflinu einu saman af þessu harðdug- lega fólki, á þessu þarf að vekja athygli. Sjóhús eru við uppsátrið á Lambastöðum þar sem eru spil ofl. frá gamalli tíð sem til- heyrði upp og sjósetningu báta ásamt fiskað- gerð. Þar væri hægt að hafa til sýnis aðstöðu útvegsbænda í Garðinum eins og hún var fyrr á árum. Skiphóll er varða upp í heiðinni sem sjó- menn notuðu til þess að staðsetja sig á fiski- miðunum í Garðsjó, hóllinn var látinn bera í ýmis hús í Garðinum, en fjarlægð frá landi var Reykjanesfjallgarðurinn notaður. Hin ýmsu fjöll voru látinn bera í Hólmsberg. Öll höfðu miðin sín nöfn, svo sem Kirkjumið; þá bar Hóllinn í kirkjuna og Háafjallshalinn í Bergið. Jónsmið; Gaugsskarðið og Hóllinn um staðinn (Útskála). Fjöllin báru ekki sín hefðbundnu nöfn t.d. var Þorbjörn Setufjall. Til eru heimildir um 30 fiskimið í Garðsjó. Margt annað væri hægt að nefna sem áhuga- vert væri að huga að í þessu sambandi. Byggðasafnið á Garðskaga hefur lagt tals- verða áherslu á varðveislu alskonar sjóminja svo sem varðveislu gamalla báta, ásamt því að sjálfsögðu að vera alhliða byggðasafn með öllum þeim munum sem hafa verið notaðir á heimilum og við hverskonar iðju fólks í gegnum árin. Um þessar mundir stendur byggðasafninu til boða að fá 40 tonna eikarbát til varð- veislu. Um er að ræða m/b Hólmstein GK 20 sem er í eigu Nesfisks hf. í Garði. Bátur- inn var smíðaður í Hafnarfirði árið 1946 og líklega elsti bátur af þessum hefðbundnu ver- tíðarbátum sem enn eru á floti. Báturinn er í mjög góðu ásigkomulagi. Hann hefur frá upphafi verið gerður út frá Suðurnesjum, fyrst frá Grindavík, hét þá Hafdís GK 20 og frá Garði frá árinu 1958 af Hólmsteini hf. Stutt er síðan hann var gerður út. Áhugi er hjá byggðasafnsnefnd fyrir þessu, en menn hafa áhyggjur af ýmsum kostn- aði sem óneitanlega mun fylgja viðhaldi á bátnum í framtíðinni, og ekki síður á því hvort umhverfið á Garðskaga muni hljóta skaða af því ef báturinn yrði settur á svæðið en hann yrði að sjálfsögðu grafinn niður. Báturinn gæti boðið upp á ýmsa möguleika. I vistarverum skipverja mætti t.d. bjóða upp á gistingu. Það yrði örugglega einsdæmi að geta boðið upp á svefnpláss um borð í bát á þurru landi. Eg held að það yrði mjög spenn- andi og öðruvísi að geta boðið upp á svona aðstöðu. í lúkar og káetu bátsins eru líklega svefnpláss fyrir 6-7 manns. I lestinni mætti útbúa notalega setustofu, og í stýrishúsi gætu siglingatæki verið í gangi svo sem ratsjá ofl. Ég veit að þetta er dálítið geggjuð hugmynd, en er það ekki eitthvað svona sem dregur ferðafólk að? Með samstilltu átaki er ýmis- legt hægt að gera. Með þessum skrifum mínum um þessi mál datt mér í hug hvort það væri áhugi hjá einstaklingum og fyrirtækum, um það að stofna einhverskonar áhugamannahóp um varðveislu sjóminja í Garði með vinnufram- lagi eða fjárhagslegum stuðningi. Áhugasamir hafi samband við Ásgeir M. Hjálmarsson s.8942135 netfang gardskagi@simnet.is. Garðskaga 22. mars 2006 Ásgeir M.Hjálmarsson forstöðumaður Byggðasafns Garðskaga. Siemens vörur seidar innan skamms í nýrri verslun við Vatnsnestorg Smith & Norland hf., Siemens-umboðið á Islandi, vill vekja at- hygli Suðurnesjamanna á því að verslunin Ljósbog- inn, sem selt hefur Siem- ens raftæki í Keflavík um langt árabil, hefur hætt sölu á þeirri vöru. Um Ieið og við þökkum Suður- nesjamönnum viðskiptin bendum við á að innan skamms verður ný verslun opnuð á Hafnargötu 61, Vatnsnestorgi, í Keflavík, en hana munu Sigurður Ingvarsson og fjölskylda Garði eiga og reka. Við viljum benda öllum við- skiptavinum á Suðurnesjum á verslun Sigurðar Ingvars- sonar í Garði uns hin nýja verslun tekur til starfa. Við vonumst til að eiga áfram ánægjuleg viðskipti við ykkur, kæru Suðurnesja- menn, segir í tilkynningu frá Smith 8t Norland hf. HVARERTÞÚ AÐAUGLÝSA? AUGLÝSINGA- SÍMINN ER 4210000 S uðurn esja fólk! Leigubílaakstur Ökuleiða um öll Suðurnesin og flugstöðina. Nú í samvinnu við Hreyfil/Bæjarleiðir. - Saman stöndum við sterkari. Ökuleiðir Hafnargötu 56 421 4141 XWREVF/LZ/ STÆRSTA FRÉTTA- OC AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Vl'KURFRÉTTIR . FIMMTUDAGURINN 30. MARS 20Q6| 19

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.