Víkurfréttir - 30.03.2006, Blaðsíða 16
Séra Sigfús Baldvin Ingvason kom til Kefla-
víkur fyrir tœpum 13 árum og hóf störf við kirkjuna, fyrst
sem aðstoðarprestur, en síðar með breyttum lögum sem
prestur. Óvcent fráfall sr. Ólafs Odds Jónssonar var mikið
áfallfyrir állan söfnuðinn. Sr. Sigfús var settur tímabundið
sem sóknarprestur og hefur gegnt því embætti síðan. Það
mun hann gera þar til nýr sóknarprestur verður ráðinn
en einmitt núna stendur yfir val á honum. Sr. Sigfús er á
meðal þeirra tíu umsœkjenda sem sótt hafa um stöðuna.
Þrátt fyrir mikið annríki gaf sóknarpresturinn sér tíma til
að setjast niður í smá spjall við Ellert Grétarsson, blaða-
mann Víkurfrétta, um komuna til Keflavíkur, starfið í kirkj-
unni, bœnina og vonina og ekki síst þátttöku kirkjunnar í
starfinu sem hafið er til stuðnings þvífólki sem er að missa
vinnuna og lífsviðurvcerið á Keflavíkurflugvelli.
Byrjaði að pútta með
eldri borgurum
Sr. Sigfús á rætur sínar að rekja
til Akureyrar. Eftir námið í
guðfræðideildi Hl flutti hann
ásamt konu sinni, Laufeyju
Gísladóttur, Keflavíkur. Eitt það
fyrsta sem hann tók sér fyrir
hendur við komuna hingað, var
að spila pútt við eldri borgara
bæjarins. „Ég var að keyra fram
hjá Mánaflötinni þegar
ég sá þar hóp fólks vera að
pútta. Ég hugsaði með mér að
þetta hlyti að vera skemmtilegt
og þessu fólki yrði ég kynnast.
Þannig að ég fór út í golfskála
og keypti mér pútter”, segir Sig-
fús aðspurður urn fyrstu kynni
sín af bæjarbúum.
Að sögn var honum strax vel
tekið af pútturum bæjarins,
þó aldursmunurinn væri tals-
verður en Sigfús segist fjótt hafa
eignast afar góða vini á púttvell-
inurn. „Hvað varðar bæjarbúa
almennt þá fór ég fljótt tengjast
fólki hér í samfélaginu. Það tók
mig samt nokkurn tíma að öðl-
ast fullt traust sem prestur, enda
eru verk presta oft á tíðum vand-
meðfarinn og viðkvæm. Það er
því eðlilegt að ég hafi þurft tíma
til að sanna mig sem slíkur”,
segir Sigfús. Að hans sögn
hefur fjölskyldunni liðið vel hér
í Reykjanesbæ, en til gamans
má geta að þegar Sigfús fékk
námsleyfi og dvaldi ásamt fjöl-
skyldu sinni í Bandaríkjunum
í 10 mánuði, töluðu dæturnar
um bæinn sinn á hverjum degi
fyrstu mánuðina og vildu bara
komast heim í Fagragarðinn.
Fjölskyldan heima í stofu.
F.v. Hanna Björk, Birta
Rut, Laufey og Sigfús.
Prestur í önnum
Preststarfið er erilsamt og titr-
ingur farsímans veldur glamri á
viðarborðplötunni. Við gerum
hlé á meðan Sigfús svarar í sím-
ann. „Jú, þetta er yfirleitt alltaf
svona og búið að mæða svolítið
mikið á um tíma” segir Sigfús
að loknu símtalinu.
„Prestsstarfið er þjónusta við
fólkið. Ég finn mikinn mun
á þessum 13 árum sem ég hef
verið hér við störf, t.d. varðandi
sálgæsluna. Hér áður leitaði
fólk oft ekki aðstoðar fyrr en
allt var komið í þrot en í dag
finnst mér fólk vera meira opið
fyrir að leita ráða og það er
mjögjákvætt. Með auknum fjöl-
breytileika í helgihaldi erum við
sífellt að reyna að koma til móts
við mismunandi þarfir fólks en
það er alltaf hægt að gera betur.
Ég hef mikinn áhuga fyrir því
að vinna að stefnumörkun t.d.
varðandi helgihald, fræðslu,
menningarleg tengsl og fleira”,
segir Sigfús sem segist sjá spenn-
andi tíma framundan.
Fótbolti þrisvar í viku
En hvað gerir önnum kafinn
presturinn til að slaka á frá dag-
legu amstri og annríki - „kúpla
sig út” eins og það er kallað?
„Eg spila knattspyrnu með
nokkrum góðum félögum í há-
deginu þrisvar í viku og reyni
alltaf að mæta, sama hversu
mikið rnæðir á”, svarar Sigfús.
Hann hefur líka gaman af að
VÍKURFRÉTTIR Á NETiNU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTiR DAG’LEGA!
16 I ViKURFRÉTTIR ' 13. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRCANGUR