Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.2006, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 30.03.2006, Blaðsíða 28
FFGIR Atvinna Fiskvínnsla í Keflavík óskar eftir starfsfólki. Mikil vinna og góð laun. Upplýsingar í símum 824 3180, eða 896 3180. HVARERTÞÚAÐAUGLÝSA? AUGLÝSINGASÍMINN ER 4210000 Atvinna Svæðisskrifstofa Reykjaness leitar eftir starfmanni í dagvinnu á hæfingarstöð í Reykjanesbæ. Um er að ræða 50% stöðu. Vinnutíminn er frá 9:30 til 13:30 virka daga. Leitað er eftir hug- myndaríkum og duglegum starfs- manni í eldhús. Hollusta í fyrirrúmi. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofutíma í síma 525 0900. Umsóknareyðublöð má nálgast á Hafnargötu 90 í Reykjanesbæ eða á www.smfr.is. Subway-Keflavík Óskum eftir fólki í aukavinnu, kvöld og helgarvaktir. Leitum að jákvæðu og lífsglöðu fólki með mikla þjónustulund. Hægt er að sækja um á subway.is eða á staðnum. Nánari upplýsingar gefur Djurda í síma 696 7075. E5Í Kæru foreldrar grunnskóla- barna í Reykjanesbæ! * Víkurfréttum undanfarið hafa birst skilaboð til for- eldra undir slagorðinu FF- GIR, þar sem foreldrar eru m.a. hvattir til að heimsækja skóla barnsins síns, kynnast vinum þess, foreldrum anna og þar fram eftir götunum. Hvað er þetta FFGÍR og af hverju eru þau að tala við foreldra með þessum hætti? FFGÍR er málsvari foreldra grunnskólabarna Reykjanes- bæjar, og samstarfsvettvangur foreldrafélaga og ráða við grunn- skólanna. Markmið þess er að efla samstarf foreldra innbyrðis, og að efla samstarf heimila og skóla. Fulltrúi foreldra í Fræðslu- ráði er formaður FFGÍR, Dagný Gísladóttir. Samtökin hafa fengið styrk frá Reykjanesbæ undanfarin þrjú ár til að ráða sér starfsmann í hlutastarf, í samstarfi við hina fjölmörgu sjálfboðaliða sem að því koma. Undanfarin tvö ár hefur það verið undirrituð. Ég upplýsi það hér með að ég er sek um ýmsa fordóma. Ég var í upphafi lítið spennt fyrir að flytja til Reykjanesbæjar fyrir tveirn árum síðan. Ég taldi að hér ríkti metnaðarleysi, barlómur og hér væru lélegir skólar. Ég verð að segja að ég er glöð og þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast skólastarfi Reykjanesbæjar og ég tel það hafa breytt mínurn viðhorfum talsvert til batnaðar. Eftir því sem ég hef kynnst, ríkir hér mikill metnaður, jákvæðni og kraftur í skólamálum. En það var ekki nóg að ég hefði fordóma gagnvart Suð- urnesjunum. Ég var líka með fordóma gagnvart kennurum. Ég var í mjög mikilli vörn og fannst ég og aðrir sitja undir sí- felldri gagnrýni fyrir að standa okkur ekki í uppeldishlutverk- inu, sem kynnti bara undir hinu sífellda samviskubiti og streitu sem hrjáir rnarga foreldra. Þess vegna þakka ég fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast skólastarfi og kennurum frá ann- ari hlið, sem er miklu jákvæðari, og sé þar kraftmikið, hugmynda- ríkt fólk sem er rnjög annt um starf sitt og börnin okkar. Til marks um áhuga og kraft sem ríkir hér má nefna vel sótt málþingið “Með foreldrum til framfara, leiðir til aukins sam- starfs heimila og skóla“ í sept. sl. En það er eitt af ýmsum þeim verkefnum sem FFGÍR hefur unnið að í samstarfi við skól- ana. Þar kom fram, sem áratuga rannsóknir sýna, að þátttaka foreldra í skólastarfmu leiðir til betri árangurs nemenda, hærri einkunna, betri mætingar, meiri áhuga og aukningar á sjálfs- trausti nemenda. Minna er um brottrekstur og notkun vímu- efna, og allt þetta bætir líðan barnanna í skólunum, vinnu- stað sínum. Rétt eins og mér gengur illa í vinnunni ef mér líður illa, er ósofm, borða nær- ingarsnauðan mat, á í slæmu sambandi við samstarfsfólk, eða á í erfiðleikum heima fyrir. Hið sama á við um börnin okkar á þeirra vinnustað, skólanum. Það að nemanda líði vel er grund- vallaratriði í námi hans og þar skipta foreldrar sköpum. Með því að skipta okkur af vinnustað barnanna okkar, skólanum, nálgast hann með já- kvæðurn augum og áhuga, kynn- ast kennurunum, vinum barna okkar og foreldrum þeirra, er maður að gera barni sínu mik- inn greiða, og jafnvel öðrum börnum líka. Því rannsóknir sýna að þar sem hinir fullorðnu tala saman, þekkjast innbyrðis, treysta hverjir öðrum og eru meðvitaðir, þá finna börn og unglingar til öryggis. Það stuðlar að betri líðan og náms- árangri, og er mikilvægur þáttur í að halda börnum okkar frá slæmum áhrifum. Þetta er allt hlekkur í sömu keðju og því er foreldrasamstarf gífurlega mik- ilvægt. I þessu samhengi skipta bekkjarfulltrúar höfuðmáli. Þeirra hlutverk hefur þróast of mikið í að vera e.k. skemmt- anastjórar fyrir börnin, og leyst aðra foreldra undan ábyrgð, í stað þess að koma á þessum samskiptum milli foreldra sem er einfaldasta og máttugasta for- vörn sem til er. Ég hvet ykkur foreldra til að vera óhrædd við að hafa sam- band við skólann ef einhverjar spurningar vakna varðandi námið, kennsluna, líðan og hegðan barnsins ykkar. Hringið í kennarann á viðtalstíma, þó það sé ekki vandamál í gangi, eða sendið tölvupóst. Ef sam- skiptabækur eru notaðar, notið þær einnig til að skrifa eitthvað jákvætt. Látið skólann vita ef t.d. eitthvað í lífi barnsins hefur breyst. Gefið upplýsingar um stjúp eða fósturforeldri sem hægt er að hafa samband við ef þörf er á og þar fram eftir götunum. Því meiri upplýsingar sem kennari hefur um barnið, því hæfari er hann til að veita því viðeigandi stuðning. Samskipti heimila og skóla eru of oft á neikvæðum forsendum. Þegar upp koma vandamál. Sam- starf umsjónarkennara og for- eldra er mjög mikilvægt, og þar liggur frumkvæðið og ábyrgðin hjá báðum aðilum. Ekki benda hvor á annan, og varpa ábyrgð- inni á hvort annað fram og til baka! Ég fullyrði að hér ríkir almenn jákvæðni skólayfirvalda í garð aukins samstarfs við heimili, þó enn sé verið að leita leiða til framkvæmdar. Þetta er marg- slungið, víðfemt og flókið við- fangsefni, ábyrgð skólayfirvalda á framkvæmd þess er mikil, en það þarf tvo til. Þó hornsteinninn í samstarfi heimila og skóla sé barnið sjálft, er einnig grundvallaratriði að hafa formlegan vettvang, hafa virk foreldraráð sem eru e.k. neytendafélög foreldranna, og að foreldrafélögin starfi með bekkjarfulltrúum og handleiði þá um hlutverk þeirra. Ég hvet ykkur til að leita til for- eldrafélaganna eða ráðanna í ykkar skólum með óskir um upplýsingar, stuðning, ráð eða mál til afgreiðslu. Hvernig viljið þið sjá vinnuumhverfi barns- ins ykkar? Upplýsingar má t.d. finna á heimasíðu FFGÍR www. ffgir.is Við erum rödd foreldra og vettvangur til að hafa áhrif. Með kœrri kveðju, Ingibjörg Ólafsdóttir Verkefnastjóri FFGÍR 28 IVÍKURFRÉTTIR 1B.TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.