Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2006, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 12.04.2006, Blaðsíða 10
Eigendur Bilahornsins < hjá Sissa eru Sigurvin Jón Kristján^son (Sissi) og Svandis Georgsdóttir. Meó þeim á myndinni ef sonurinn Georg Vopni. Bílahornið hjá Sissa opnað I Bílahornið hjá Sissa hefur opnað í rúmgóðu húsnæði á Brekkustíg 38. Bílahornið selur bíla frá Bílabúð Benna af gerðinni Porsche, Chervolet og Ssangyong, en einnig er lögð áhersla á að selja notaða bíla fyrir almenning. Einnig eru seld fellihýsi,hjólhúsi, tjaldvagnar og húsbílar frá Seglagerðinni Ægi. Að sögn Sigurvins Jóns Kristjánssonar (Sissa) rekur Bíla- hornið einnig bón og þvottastöð þar sem seld eru hágæða bón- og þvottavörur. „Við munum bjóða upp á þrif í áskrift, þannig að viðskiptavinurinn ákveður hvað hann vill hafa langt á milli þrifa og fær síðan sms eða tölvupóst þegar komið er að tímanum. Geti hann ekki komið, sækjum við bílinn og lánum annan á meðan”, sagði Siggi í samtali við VF. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þorbjörg Sigfúsdóttir, Blikabraut 11, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi sunnudaginn 9. apríl. Hún verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 21. apríl kl. 14. Guðfinna Arngrímsdóttir, Sigurjón Þórðarsson, Jóhanna Arngrímsdóttir, Árni Óskarsson, Vilhjálmur Sv. Arngrímsson, Guðríður Halldórsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. SAGA Bílaleiga kyn mir SENDIBIL I FULLRI STÆRÐ TIL LEIGU HOFUM ALLAR STÆRÐIR AF BILUM ^ Keflavíkurkirkja: Passíusálmarnir lesnir í heild sinni Passíusálmarnir verða lesnir upp í heild sinni í Keflavíkurkirkjuáföstu- daginn langa og hefur metn- aðarfullur undirbúningur að þessum degi farið fram síð- ustu vikur. Leifur A. fsaksson hefur meðal annars lesið úr sálmunum á hverjum virkum degi á föstu. Fjölmargir bæjarbúar munu koma að lestrinum á föstudag og segja forsvarsmenn kirkj- unnar að ánægjulegt sé hversu vel gekk að fá fólk til liðs við verkefnið. Dagskráin byrjar kl. 13:30 með bæn, stuttri kynningu og tónlist- arflutningi í umsjá Esterar Ólafs- dóttur organista. Árni Sigfús- son, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, mun lesa fyrsta Passíusálminn en eftir það mun starfsfólk Reykjanesbæjar, SpKef, HSS, Hitaveitunnar og Fjölbrautaskól- ans taka við. Allir eru hvattir til að nýta sér þetta frábæra tækifæri að koma til kirkju og gefa sér tíma til íhugunar á þessum helga degi. Fyrir þá sem ekki eiga heim- angengt má geta þess að sent verður út á kapalkerfmu. Passíusálmarnir í Ytri Njarðvíkurkirkju Aföstudaginn langa þann 14. apríl n.k. verða Passíusálmar Hallgríms Péturssonar lesnir upp í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Lesturinn hefst kl.13.og munu 15. einstaklingar sem koma m.a. úr sóknarnefnd, kór kirkj- unnar,NjarðvíkurskólaogLeik- félagi Keflavíkur deila sálm- unum 50. á milli sína. Boðið verður uppá kaffisopa í safn- aðarsal kirkjunnar meðan á lestri stendur og Natalia Chow Hewlett organisti kirkjunnar leikur á orgel á milli lestra. Að honum loknum sem áætlað er um kl. 17.30 mun „Tignun krossins” hefjast en þar er lesin píslasagan úr Jóhann- esarguðspjalli og kór kirkj- unnar flytur valin verk m.a. Lacrymosa eftir Mozart og ný verk eftir Julian Michael Hew- lett. Kirkjan opin frá kl.12.30. Allir hjartanlega velkomir. VILT ÞÚ FARA TIL FÆREYJA? Ungu fólki á aldrinum 14 - 18 ára búsettu í Reykjanesbæ stendur til boða að taka þátt í hæfileika- keppni sem fram mun fara í 88 Húsinu föstudagskvöldið 28. apríl n.k. Hæfileikakeppnin mun skera úr um hvaða tveir einstaklingar fá að fara út til Færeyja til að keppa í „Ung i Norden”-hæfileikakeppninni sem fer fram í Færeyjum dag- ana 28. júní til 2. júlí. Innifalið í vinningi eru fargjöld fram og til baka, gisting og matur. Á Ung i Norden hittast ungir, norrænir listamenn, rúmlega 200 talsins, en samskonar ráð- stefnur hafa áður verið haldnar í Noregi, Borgá í Finnlandi, Karlstad í Svíþjóð og Hurup Thy í Danmörku. Á dagskrá eru uppákomur og sýningar ásamt listasmiðjum undir stjórn atvinnulistamanna - tónlist, dans, leiklist, myndlist, mótun, hönnun, fjölmiðlun og fleira. 1 lok vikunnar verður sameigin- leg sýning allra smiðjanna. Frek- ari upplýsingar má sjá á www. unginorden.fo. 88 Húsið leitar að ungu hæfi- leikaríku fólki og skiptir ekki máli hvar hæfileikarnir liggja, hvort sem um er að ræða söng, dans leiklist eða hvað sem er. Einu sinni áður hefur 88-húsið sent fulltrúa á hátíðina, en það var Alexandra Ósk Sigurðar- dóttir sem fór til Danmerkur árið 2004. „Þetta var frábær ferð,” sagði Alexandra í samtali við Víkurfréttir. „Ég var með krökkum allstaðar að frá Norð- urlöndum í hóp og við sýndum atriði sem var blanda af söng, leiktjáningu og dansi. Það var skemmtilegt að kynnast svo ólíkum krökkum og ég lærði mikið af þessu. Ég mæli hiklaust með þessari hátíð.” Nánari upplýsingar veitir Haf- þór Barði Birgisson, forstöðu- maður 88 Hússins og Fjörheima, ísíma 898-1394 Þess má einnig geta að í kvöld verður uppistandskvöld í 88 húsinu þar sem fram koma Þór- hallur Þórhalls(Ladda)son og Eyvindur Karlsson. Afgreiðsla Víkurfrétta er opin aila virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15 Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. Fréttavakt allan sólarhringinn er ísíma 898 2222 Útgefandi: Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamenn: Auglýsingadeild: Útlit, umbrot og prentvistun: Hönnunardeild Víkurfrétta: Prentvinnsla: Dagleg stafræn útgáfa: Skrifstofa Víkurfrétta: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23,260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is, Þorgils Jónsson, sími 421 0003, gilsi@vf.is, sport@vf.is Jón Björn Ólafsson, sími 421 0004, jbo@vf.is Ellert Grétarsson, sími 421 0014, elg@vf.is Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Hanna Björg Konráðsdóttir, sími 421 0001, hannabjorg@vf.is Víkurfréttir ehf. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0006, steini@vf.is Prentsmiðjan Oddi hf. www.vf.is og www.vikurfrettir.is Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is VÍKURFRÉTTiR A NETINU • www.vf.is • 1ESTU NÝJUSTU FRÉTTiR DAGLEGA! 10 IVÍKURFRÉTTIR 15. TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.