Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2006, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 12.04.2006, Blaðsíða 23
Góðir unglingar í Grindavík Mánudaginn 27. mars s.l. héldu unglingar úr Grunn skóla Grindavíkur aukasýningu á söngleiknum Hárinu til að styðja Frank Bergmann Brynjarsson og fjölskyldu hans, en Frank sem er í 4. F greindist nýlega með hvít- blæði. Sýningin er árshátíðar- atriði nemenda í 8. - 10. bekk þetta árið. Leikstjóri sýningar- innar var Jakob Þór Einarsson, listrænn stjórnandi Sigríður Ómarsdóttir og danshöfundur og þjálfari Þórunn Erlings- dóttir. Söfnunarsýningin var vel sótt, varð húsfyllir og gestir fögnuðu framtaki nemend- anna með góðu lófataki. Söfnunarféð, rúmlega 225 þús- und krónur, fyrir hönd nem- enda skólans lagði nemendaráð peningana inn á bankareikning í Sparisjóði Keflavíkur í Grinda- vík. Þetta sýnir svo ekki verði um villst að unglingar í Grindavík eru til fyrirmyndar. Sýningin var algerlega framkvæmd af þeirra frumkvæði. Samtaka- mátturinn og stuðningurinn var þvílíkur að ekki er annað hægt en að hrífast með. Til hamingju krakkar! Kirkjustarfið: Keflavíkurkirkja Miðvikudagur 12. apríl: Kirkjan opnuð kl. 10:00. For- eldramorgun kl. 10-12. Kyrrð- ar- og fyrirbænastund í Kapeilu vonarinnar kl. 12:10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12:25 - súpa, salat og brauð - allir aldurshópar velkomnir. Umsjón: Sr. Kjartan Jónsson. Sóknarnefndarfúndurkl. 17:30. Passíusálmar lesnir í kirkj- unni kl. 18:00. Fimmtudagur 13. apríl - Skírdagur Passíusálmar lesnir í kirkjunni. Messa kl. 20:00. Samfé- lag um Guðs borð. Prestur: sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Stjórnandi: Hákon Leifsson Föstudagur 14. apríl- Föstudagurinn langi Lestur Passíusálmanna í heild sinni i Keflavíkurkirkju á föstudaginn langa 14. apríl 2006. Dagskráin hefst kl. 13.30 með bæn, stuttri kynningu og tónlistarflutningi. Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar mun lesa fyrsta Passíusálminn og síðan verða sálmarnir lesnir einn af öðr- um. Fjölmargir bæjarbúar koma að lestrinum. Ester Ólafsdóttir organisti mun sjá um tónlistarflutning. Við minnum á útsendingu á kapalkerf- inu á Víkurfréttarásinni fyrir þá sem ekki eiga heimangengt i kirkjuna þennan dag. Sunnudagur 16. apríl - Páskadagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis. Prestur: sr. Kjartan Jónsson. Léttur morgunverður í Kirkjulundi eftir guðsþjónustu. Meðhjáipari: Guðmundur Hjaltason. Hátíðarguðsþjónusta á Hlévangi kJ. 10:30. Prestur: sr. Kjartan Jónsson. Miðvikudagur 19. apríl: Kirkjan opnuð ld. 10:00. Foreldramorgun ld. 10-12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í Kapellu vonarinnar ld. 12:10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12:25 - súpa, salat og brauð - allir aldurshópar velkomnir. Umsjón: sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Kálfatjarnarkirkja Hátíðarguðsþjónusta páskadag kl. 14. Kálfatjarnarkirkja Hátíðarguðsþjónusta páskadag kl. 14. Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík) Skírdagur: Fermingarmessa kl. 10:30. Páskadagur: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 11. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Dagmar Kunakova organisti. Meðhjálpari er Kristjana Gísladóttir. Ytri-Njarðvíkurkirkja Skírdagur: Gospelsamkoma kl. 20. Fram koma m.a. Gospelkór Suðurnesja og Gospel invation groupe. Bænir og ritningarlestur. Föstudagurinn langi: Lestur Pass- íusálma Hallgríms Péturssonar hefst ld. 13 og að þeim loknum verður “Tignun krossins“. Kaffi og meðlæti á boðstólum í safnaðar- heimili meðan á lestri stendur. Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis. Kaffi, brauð, súkkulaði og lakkrís verða á boðstólum í safnaðar- heimili kirkjunnar á eftir athöfn. Kór Grindavíkur- krakkar leika í kvikmynd Fimmtudaginn 9. mars fóru fram kvikmynda- tökur í Bláa lóninu á vegum TrueNorth. Nokkrir nemendur úr 8.-10. bekk Grunnskóla Grindavíkur tóku þátt sem aukaleikarar og fengu að kynnast því hvernig svona vinna færi fram. Hluti af hópnum er að læra kvikmynda- töku og klippingu í skólanum og notast við iMovie í klipp- ingu og Panasonic tökuvélar. Myndin gengur undir heitinu „Nothing but ghosts" og er samstarfsverkefni Þjóðverja og íslendinga. Tökur á myndinni hafa farið fram m.a. við Gullfoss og Geysir, Reykjavík, Bláa lón- inu, Leifsstöð og víðar. Meðal íslensJcra leikara í myndinni má nefna Sólveigu Arnardóttur. kirkjunnar syngur við allar athafnir við undirleik Natalfu Chow Hewlett. Meðhjálpari er Ástríður Helga Sigurðardóttir. Kirkjuvogskirkja (Höfnum) Skírdagur: Fermingarmessa kl. 14. Páskadagur: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 12.15. Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju syng- ur við athafnirnar við undirleik Natalíu Chow Hewlett. Sóknarprestur Hvítasunnukirkjan Keflavík Sunnudagar kl. 11.00: Fjölskyldusamkoma Þriðjudagar kl. 20:00: Bænasamkoma Fimmtudagar kl. 20:00: Biblíulestur. Baptistakirkjan á Suðurnesjum Samkoma fyrir fúllorðna: fimmtudaga kl. 19:45. Samkoma fyrir börn og unglinga: iaugardaga kl. 13.00- 14.45 Bænastund fyrir fullorðna: sunnudaga kl. 11 að Brekkustíg 1, Sandgerði. (Heima hjá Patrick, presti Baptistakirkjunnar.) Samkomuhúsið að Fitjum 4 í Reykjanesbæ (Rétt hjá Bónus) Allirvelkomnir! Predikari/Prestur: Patrick Vincent Weimer B.A. guðfræði 847 1756 Bahá’í samfélagið í Reykjanesbæ Opin hús og kyrrðarstundir til sldptis alla fimmtudaga kl. 20.30 að Túngötu 11 n.h. Upplýsingar í s. 694 8654 og 424 6844. Meiraprófsbílstjóri Vantar bílstjóra með meirapróf í sumarafleysingar. Um er að ræða afgreiðslu eldsneytis á flugvélar á Keflavíkurflugvelli. Vaktavinna. Upplýsingar veitir Halldór í síma 425 0751 og halldor.eak@simnet.is Eldsneytisafgreiðslan á Keflavíkurflugvelli IAV IAV er eitt stærsta og öflugasta verktakafyrirtæki tandsins og býr yfir áratugareynslu í mannvirkjagerð. Verkefni ÍAV eru á öllum sviðum byggingar- iðnaðar, hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði, atvinnu- húsnæði, mannvirkjagerð eða opinberar byggingar. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 500 manns. Starfsmenn óskast IAV óskar eftir að ráða til starfa: ✓ Bílstjóra ✓ Verkamenn v Tækjamenn Starfsstöðvar verða á Suðurnesjum. Áhugasamir vinsamlega hafið samband við Elís Björn í síma 421-7239. IAV-Islenskir aðalverktakar hf., Höfðabakka 9,110 Reykjavík Sími 530 4200, fax 530 4205, www.iav.is Sumarafleysingar Lyfju Keflavík og Lyfju Grindavík • Þjónustulund • Öguð vinnubrögð • Æskilegt að viðkomandi sé reyklaus • Hæfni í mannlegum samskiptum • Reynsla af verslunarstörfum Umsóknir fyllist út og sendist frá heimasíðu Lyfju eða í apótekunum. www.lyfja.is Upplýsingar gefur Bergþór í síma 693 2228 eða bergthor@tyfja.is Eilyfja U - L ifið heil STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSiNGABLAÐiÐ Á SUÐURWESJUM VIKURFRETTIR i MIÐVIKUDAGURINN12. APRI'L20061 23

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.