Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2006, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 12.04.2006, Blaðsíða 25
Hrefna og Valtýr sigruðu á Glitnismóti Hrefna Ómarsdóttir og Valtýr Sæmundsson sigruðu á Glitnismót- inu í pútti sem fram fór s.l. fimmtudag. Að mótinu loknu fór aðalfundur PS fram. Alls mættu 40 eldri borgarar til leiks og voru sigurvegararnir eftirfarandi: Konur: 1. sæti: Hrefna Ólafsdóttir 66 2. sæti: María Einarsdóttir 66 3. sæti: Ása Lúðvíksdóttir 67 Hrefna vann Maríu í bráðabana. Flest bingó höfðu þær Áslaug Ólafsdóttir og Hrefna Ólafs- dóttir þær voru báðar með 9 bingó, en Áslaug vann í bráða- bana. Karlar: Þrír voru jafnir með 65 högg og eftir bráðabana, urðu úrslit sem hér segir: 1. sæti: Valtýr Sæmundsson 65 2. sæti: Hákon Þorvaldsson 65 3. sæti: Gústaf Ólafsson 65 Flest bingó höfðu þeir Ingi Gunnarsson og Jóhann Alexand- ersson, eða 11 bingó. Jóhann vann í bráðabana. Soffía, fulltrúi GLITNIS, hélt tölu og afhenti verðlaun. Næsta mót er þann 18. apríl, á þriðju- degi, og hefst það kl. 13. Mæta Norður-írum í Inter-Toto * mánudag var dregið í InterToto-keppninni í knattspyrnu en eins og flestir vita taka Keflvíkingar þátt í keppninni í sumar. Enn er ekki orðið endanlega ljóst hvaða lið leika í keppninni enda lýkur flestum deildum í Evrópu ekki fyrr en í vor. í drættinum var löndunum því raðað saman. Alls taka 49 lið þátt í keppninni og leika í þremur umferðum. Leikið er heima og heiman í hverri um- ferð. I 1. umferðinni lenda Keflvíkingar á móti liði frá Norður-lrlandi. Miðað við stöðuna í deildinni þar eru það Dungannon, Cliftonville og Ball- ymena sem berjast um það sæti. Fyrri leikirnir í 1. umferð verða 17.-18. júní en þeir síðari 24.- 25. júní. Komist Keflavík áfram í 2. umferð verða andstæðingar okkar norska liðið Lilleström. Næsta skref þar á eftir er síðan 3. umferðin og þá tekur við lið frá Englandi. Eins og stendur er það Bolton sem situr í Inter- Toto-sæti þar í landi en það er aldrei að vita nema stórlið eins og Arsenal endi í keppninni. Komnir heim úr æfingaferð Knattspyrnulið Kefla- víkur kom aftur til fslands á laugardag eftir vikudvöl á Spáni þar sem Iiðið var í æfingaferð. Kefla- vík lék þrjá leiki ytra, sigraði í tveimur viðureignum og gerði eitt jafntefli. f fyrsta leiknum lagði Kefla- vík spænska liðið Recreativo Huelva 2-1 þar sem Símun Samuelsen og Danny Severino gerðu mörkin. Öðrum leik Kefl- víkinga lauk með jafntefli gegn Aymonte frá Spáni, 1-1, Guð- mundur Steinarsson, fyrirliði Keflvíkinga, gerði markið úr víta- spyrnu. í þriðja leiknum mættu Keflvíkingar Breiðablik en Blikar leika í Landsbankadeild- inni í sumar eftir að hafa unnið 1. deildina. Leik Keflavíkur og Blika lauk með 4-2 sigri Kefla- víkur og gerðu þeir Guðmundur Steinarsson og Símun Samu- elsen tvö mörk hvor. „Æfinga- ferðin lukkaðist vel og var vel skipulögð,'1 sagði Guðmundur Steinarsson í samtali við Víkur- fréttir. „Leikformið er fínt hjá okkur og við erum komnir með nokkuð endanlega hóp fyrir átökin í sumar. Við vorum að leita að leikmönnum sem féllu vel að okkar leik og það var lyk- ilatriði hjá okkur að stoppa í götin í vörninni og það hefur tekist vel í þeim leikjum sem við höfum verið að spila,“ sagði Guðmundur. Fyrsti Ieikur Kefl- víkinga í Landsbankadeildinni er sunnudaginn 14. maí n.k., á mæðradag, gegn fBV og fer leik- urinn fram í Vestmannaeyjum. „Það eru nokkrir mömmu- strákar í hópntim hjá okkur og við stefnum á sigur í fyrsta leik í tilefni dagsins," sagði Guð- mundur léttur í bragði. Keflavík mætir Víkingi Reykjavík í næst síðasta leik sínum í deildarbik- arnum í kvöld kl. 20:00 og með sigri tryggja þeir sig inn í undan- úrslit deildarbikarsins. ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU ! BOÐI LANDSBANKANS íslandsmeistarar Grindvíkingar urðu fs- Iandsmeistarar í minni- bolta stúlkna fyrir tveimur vikum eftir að hafa unnið góðan sigur á Hamri/ Selfoss á heimavelli þeirra síð- arnefndu. Grindvíkingar eru vel að þessum titli komnar enda eru stúlknalið þeirra flest í allra fremstu röð. Keflavík hafnaði í þriðja sæti á mótinu. Með Grindavíkurstelpum á myndinni er Ellert Magnússon, þjálfari liðsins. Neðstirí riðlinum Reynir Sandgerði hefur ekki átt góðu gengi að fagna að undanförnu í deildarbik- arnum í knattspyrnu. Liðið situr á botni 1. riðils í B deildinni með markatöl- una 2:15. Sandgerðingar steinlágu í Reykjaneshöll 1-4 gegn Leikni frá Reykjavík. Þá eru Víðismenn í 4. sæti riðilsins með einn sigur, jafn- tefli og tap. „Derby“ slagur Reynis og Víðís í deildarbik- arnum fer fram á Garðskaga- velli þann 24. apríl n.k. Laugardagur 15. apríl Iceland Express deilk karla Njarðvík - Skallagrímur Kl. 16:00 Leikur 3 Jafnt í einvíginu Staðan er jöfn í úrslita- einvígi Iceland Express deildar karla í körfuknatt- leik. Njarðvík og Skallagrímur hafa hvort um sig unnið einn leik á heimavelli. Það voru vígmóðir Borgnes- ingar sem mættu í Ljónagryfj- una síðasta laugardag en fimmtudaginn þar á undan höfðu þeir slegið út fslands- meistara Keflavíkur í oddaleik. Skallagrímsmenn hófu leikinn af krafti en barningur síðustu daga sagði til sín og Njarðvík- ingar fóru með öruggan sigur af hólmi 89-70. Brenton Birming- ham var drjúgur í Njarðvíkur- liðinu í fyrsta leik og gerði 14 stig en eriendu leikmenn Borg- nesinga máttu muna sinn fífil fegurri. Axel Kárason dró vagn- inn í sókn Borgnesinga og gerði 16 stig. Liðin mættust svo öðru sinni í Borgarnesi á mánudag og þá höfðu heimamenn betur í Fjósinu 87-77 og voru með for- ystu í leiknum allan tímann. Jeb Ivey gerði 25 stig í leiknum fyrir Njarðvík en Jovan Zdravevski gerði24hjáSkallagrím. Borgnes- ingar hafa ekki enn tapað heima- leik í úrslitakeppninni en það hafa Njarðvíkingar ekki heldur gert. Liðin mætast í þriðja úr- slitaleiknum laugardaginn 15. apríl kl. 16:00 í Ljónagryfjunni og er óhætt að gera ráð fyrir hús- fylli þar sem uppselt var í Fjósið á öðrum leik liðanna í Borgar- nesi. VÍKURIRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍDUR 25

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.