Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2006, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 12.04.2006, Blaðsíða 18
 STJORNMAL / REYKJANESBÆR „Ég held að íbúar Reykjanesbæjar þurfi að íhuga það mjög vel hvort það vilji halda áfram skuld- setningu bæjarins eða hvort það vilji aukna þjónustu fyrir fólkið sjálft. Tökum málefni aldr- aðra sem dæmi. Við viljum leggja á það mikla áherslu að Reykjanesbær sé fyrir bæjarbúa alla ævi,“ segir Reynir Valbergsson, bæjarstjóraefni A-listans í Reykjanesbæ í viðtali við Víkurfréttir í aðdraganda bæjarstjórnarkosninga. VIÐTAL OG MYND: ÞORGILS JÓNSSON MEÐFYLGJANDIVIÐTAL VIÐ REYNI VALBERGSSON VAR TEKIÐ SEM SJÓNVARPSVIÐTAL OG ER BIRT í HEILD SINNI Á VEF VÍKURFRÉTTA. SJÓNVARPSVIÐTALIÐ ER UM 14 MÍNÚTUR OG MÁ NÁLGAST Á VF.IS UNDIR STJÓRNMÁL. ■ Hvernig líst þér á komandi slag fyrir kosningarnar í vor m.a. í Ijósi þess að nú eru ein- ungis tveir listar komnir fram? Þetta er mikið tækifæri fyrir bæj- arbúa að hafa hreina valmögu- leika. Það eru bara A og D, hvort menn vilja áframhaldandi D lista eða A lista sem er ferskur og með áherslur fyrir fólkið. Þannig að ég er mjög bjartsýnn á vorið. ■ Hvernig gekk að koma saman framboðs- lista þar sem tveir flokkar og óháðir koma að? Þetta gekk alveg ótrúlega vel og færri komust að en vildu. Þegar við vorum að raða saman listanum var það vandasamt verk því það voru svo margir sem vildu vera með, bæði óháöir og aöilar í báðum þessum flokkum. Fólk ertilbúið til þess að vinna og sá tækifæri sem erfitt er að láta fram hjá sér fara og þar af leiðandi vorum við fljót aö fylla öll sætin. ■ Hver verða stærstu kosningamálin i vor og hvað er það sem mun ráða úrslitum að þínu mati? Það verða atvinnumálin, málefni aldraðra og aukin þjónusta fyrir bæjarbúa almennt, þá er ég að til dæmis að tala um leikskóla og grunnskóla og að bæta innviði þjónustunnar. Þetta eru þessi þrjú meginmál sem við teljum að verði ofarlega ásamt öðru. ■ Afhverju ætti fólk frekar að kjósa A list- ann en D listann? Við viljum meina að það sem við höfum fram að færa sé nær fólkinu sjálfu. Við sjáum hvernig D listinn hefur meira verið að hugsa um fegrun bæjarins, sem er góðra gjalda verð og svo sem ekki vanþörf á. Það sem skiptir mestu máli eru bæjarbú- arnir sjálfir og að það eru ekki umbúðirnar sem skipta máli heldur að þér líði vei í bænum þínum og aö þér líði vel með þá þjónustu sem þú færð. Þetta eru aðaláherslurnar. Fólkið á móti kantsteinunum, ef maður setur þetta í stutta lýsingu. ■ Hver hafa verið stærstu málin á þessu kjörtimabili sem er að líða og hvernig mun það skila sér inn í kosningabaráttuna ? Sala fasteigna bæjarins er nátt- úrulega stórt mál sem flestir bæjarbúar eru óánægðir með. Við gerðum könnun á því og það kom í Ijós að um 80% bæjarbúa vilja eignirnar í höndum bæjarins og það þarf að skoða mjög vel. Annað mál eru atvinnumálin. Við þurfum að tryggja atvinnu á svæðinu. Núverandi meirihluti gerði það að sínu fyrsta verkefni að leggja niður markaðs- og at- vinnumálaskrifstofuna, en okkar áherslur í atvinnumálum eru meðal annars að setja á stofn nýsköpunarskrifstofu. Við höfum hugsað okkur að gera það með því að leggja til verksins þá 2,3 milljaröa sem við ætlum að fá frá ríkinu eftir að það selur hlut sinn í Hitaveitunni. Þá spyr maður sig hver eigi að kaupa hlutinn því við viljum ekki endilega einkavæða hana. Við erum með hugmyndir um að Kópavogur, Hafnarfjöröur og Garðabær fái tækifæri til þess að kaupa sig inn í Hitaveituna og þannig erum við að gera tvennt. Við erum að fá pening inn á svæðið og við erum að auka svæðið sem Hitaveitan verður með dreifikerfi á. Fyrst um sinn með raforku og síðar hitaveituna. Þessa peninga ætlum við þá að nýta í atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Þar erum við til dæmis að tala um nýsköpun, við erum að tala um Heilbrigðisstofn- unina. Það er nauðsynlegt að ganga frá seinni skurðstofunni og vera með sólarhringsvakt á skurðstofunni. Þegar við erum komin með sólarhringsvakt á skurðstofunni aukum við öryggið á svæðinu til muna. Það þýðir aukið öryggi í fæðingum og fleira. Við erum þá einnig í stakk búin til þess að taka við innan- landsfluginu því sjúkraflugið getur verið til Reykjanesbæjar. ■ Munuð þið í A listanum reyna að ná fasteignum bæj- arins aftur út úr Fasteign hf. ibeina eign bæjarins? Þegar samið var við Fasteign á sínum tíma var það gert þannig að hægt væri að kaupa fasteignirnar til baka á fimm ára millibili og nú eru um tvö ár í það að við getum keypt þær aftur. Við erum búin að reikna þessa hluti út og munum skoða það mjög vel hvort ekki sé rétt að eiga fasteignirnar sjálf. ■ Nú hafið þið gagn- rýnt fjármál bæjarins og rekstur, hvaða breytingar viljið þið sjá þar á? Ég ætla ekki að upplýsa það hér og nú en við erum með hug- myndir um mikinn sparnað. Bær- inn greiðir um og yfir 500 millj- ónir í leigu á ári og það er hægt að verja þeim peningum í annað. Til þess að kaupa fasteignir til baka þyrfti að taka lán og það þarf að borga af þeim lánum. Hvernig við stillum því upp mun koma í Ijós, en við erum með fastmótaðar tillögur um hvað við ætlum að gera og þær munum við birta á komandi vikum. ■ Eruð þið i A listanum fylgjandi stóriðjufram- kvæmdum í Helguvík? Við viljum að svona stórar ákvarðanir séu teknar af fólkinu í sveitarfélaginu og lýðræðið fái að njóta sín. Við viljum að þessum „ÉG stjórnmálum" sé VÍKURFRÉTTIR I 15.TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR ÐAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.