Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.2006, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 24.05.2006, Blaðsíða 14
 FYRIR KOSNINGAR Árni Sigfússon, oddviti sjálfstæðismanna, segir vikurnar í aðdraganda kosninga hafa verið skemmtilegar. Þeir ofmetnist ekki þrátt fyrir góða útkomu í könnunum en vilja fá sterkan meirihluta og samstöðu bæj- arbúa. Áætlanir A-listans um endurkaup fasteignabæjarins eru óraunhæfar að mati Árna og í raun algjör steypa. Hann segir PAfTEIGNA- UPPHLAWPl Hvernig hefiir ykkur sjálfstæðis- mönnum fundist þessar síðustu vikur í kosningabaráttu? Þær hafa verið jafnskemmtilegar og síðustu fjögur ár. Þetta er búinn að vera mikill uppbyggingartími og rnikið fjör í kringum þetta allt saman hjá okkur og það hefur ekk- ert breyst þessar síðustu vikur. Nú hafði þið verið að mælast vel i skoðanakönnunum. Slær það ekk- ert á keppnisskapið í ykkur? Ekki þegar rnaður er búinn að vinna í fjögur ár og sér uppskeruna. Ég er sáttur við að bæjarbúar taki svona vel í það sem við höfum verið að vinna. Það þýðir ekki að koma tíu mínútum fyrir kosningar og vonast eftir svona tölum. Þetta er afrakstur síðustu ára og ég minni á að þetta eru bara skoðana- kannanir. Ég hef ekki séð þessar tölur koma upp úr kössunum og geri ekki ráð fyrir að þær verði í þessum dúr, en það væri gríðarlega ánægjulegt ef að við fengjum sterkan meirihluta. Nú er stutt í kosningar. Eru ein- hver sérstök mál sem þið setjið á oddinn á lokasprettinum? Nú höfum við lagt fram okkar mál og ég vona að bæjarbúar hafi skynjað þau og veiti okkur stuðning þeirra vegna. Mér finnst hins vegar ánægjulegt að það skuli enn vera að koma fram afrakstur vinnu sem við höfum verið að vinna með góðu starfsfólki. Það er gaman að vera með starfsfólki sem hefur mikla þekkingu og maður þarf lítið að gera annað en að hvetja þau áfram. Ég sé það á þeim upplýsingum sem við erum að fá frá Barna- og unglingageðdeild þar sem er að fækka innlögnum hér í Reykja- nesbæ og hlutfallið er mun lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er að þakka góðri forvarnarvinnu hér í bænum. Svo erum við að fá góða útkomu í lestr- arverkefnum sem þýðir að við erum að auka íjölda barna sem geta lesið sér til gagns um 10% sem er rnjög góður árangur. Þetta finnst mér vera besti ár- angurinn sem mér finnst vænst um. Aðalandstæðingar ykkar í A-listanum hafa sett fram áætlanir um að kaupa aftur eignir bæjarins og ætla að skapa með því 180 milljónir í aukið fjár- magn á ári. Hverju svarið þið því? Ef þessir peningar liggja á lausu skulum við bara gera þetta. Þetta er hins vegar ekki svona. Þetta er eiginlega algjör steypa og ég held að þeir viti það í A-list- anum. Þetta er bara eitthvað upphlaup rétt fyrir kosningar. Þetta fyrirkomulag var samþykkt 10-0 í bæjarstjórn, þar á meðal af fúlltrúum sem nú eru í A-list- anum, þar er líka þáverandi fjármála- stjóri bæjarins sem taldi þetta allt gott og gilt. Það hefur ekkert breyst í þessu máli síðan þá nema að það leit út fyrir að meirihlutaeign í þessu félagi væri í höndum fjármálafyrirtækja. Það hefur breyst og nú meirihlutaeign í höndurn sveitarfélaga sem hlýtur að vera kostur fyrir sveitarfélög og allir sveitarstjórn- armenn ættu að fagna því. Það eina sem hefur breyst er til betri vegar og við erum líka að sjá verulegt hagræði í byggingarkostnaði. Við erum þar að sjá tölur sem nema hundruðum milljóna bara á nokkrum árum sem skila sér því þetta er félag sem hefur sérþekkingu og getu sem er að ná miklum árangri. Sérðu fram á áframhaldandi uppbyggingu hér í bænurn? Já, það er ekkert sem bendir til annars. Það er einmitt mjög ánægjulegt að sjá verslanir og þjónustufyrirtæki sem eru að koma hingað inn á fullri ferð. Ég nefni sem dæmi Smáratorg með Rúmfatalagerinn sem er að byggja fyrir 23.000 fermetra húsnæði með smáversl- anir og stórverslanir. Ég nefni Hagkaup sem er að koma hér inn við hliðina á Bónus vegna þess að það er mikil gróska hér í okkar bæjarfélagi. Ég nefni Atafl, fyrrum Keflavíkurverktaka sem eru að byggja upp við Go-kart afleggjarann. Ég nefni KB hanka sem er að koma hér inn. Þetta er fjöldi fyrirtækja sem er að koma hér inn og þetta hvetur hvað annað svo ég hef mikla trú á því að við seum á fljúgandi ferð. Við sjáum það síðustu tvö árin að hér er hlutfallslega mest fjölgun af fimm stærstu sveitarfélögunum. Ég hélt að það væri Kópavogur sem væri með mesta fjölgun eins og er umtalað, en við sjáum að það er Reykjanesbær sem að ber af. Þetta er ánægjulegt og ég hef ekki trú á öðru en að þetta muni þróast svona áfram. Við erum að fá á okkur stórt verkefni sem er Varnaliðið, en mér sýnist við geta svarað því með margþættum aðgerðum í atvinnumálum. Atvinnuástandið og blikur í lofti í efnahagsmálum lands- ins skekja ykkur þá ekki? Það eru frekar efnahagsmál landsins en það sem er að gerast hér á svæðinu sem hefur áhrif en við skulum standa okkur, við keyrum áfram og gerum það skynsamleg. Ég trúi því að við munum sigla vel framúr þessu. Er eitthvað að lokum sem þú vilt koma á framfæri? Ég vil bara minna bæjarbúa á það sem við höfum verið að vinna og höfum fjallað um þessar síðustu vikur og daga fyrir kosningar. Það er afrakstur þess sem við höfum verið að vinna þessi fjögur ár. Ég hef haft gríðarlega gaman af því að vinna með bæjarbúum á íbúafundum og notið góðs samstarfs með mínu fólki hér hjá Reykjanesbæ og bæjarbúum öllum. Mér þykir vænt um þennan bæ og vil fá tækifæri til að vinna að þessu verkefni áfram. Ég veit að ég hef góðan stuðning til þess en veit líka að ég þarf góðan stuðning. Það er mikilvægt að hafa þessa góðu sam- stöðu sem hæjarbúar eru að sýna með stuðningi við D-lista sjálfstæðismanna. Viðtalið er i heild sinni íformi sjónvarpsviðtals á vefVíkurfrétta. 14 IVÍKURFRÉTTIR i 21. TÖLUBLAÐ i 27.ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTiR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGAI

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.