Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.2006, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 24.05.2006, Blaðsíða 18
] ÓSKUM EFTIRVÖNUM ] VÉLA- OG VERKAMÖNNUM! I Óskum eflirvönum vélamönnum á hjóla- I og beltagröfur og önnur tœki. I I Einnig vantarverkamenn. Upplýsingarveitir 1 Reynir Þór Reynisson VERKTAKAR A--------------------► 899-2635 Til leigu Atvinnu og geymsluhúsnæði við Njarðvíkurbraut í Reykjanesbæ ertil leigu. Upplýsingar í síma 846 0622 (Hjalti). Helgi Hansson Hef opnað tannlæknastofu að Flatahrauni 5a, Hafnarfirði og á Tannlæknastofu Kristínar Geirmundsdóttur að Hafnargötu 45 í Reykjanesbæ. Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar UMFN verður haldinn í félagsaðstöðunni í íþróttahúsi Njarðvíkur miðvikudaginn 30. maí kl. 20:00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar félagsins. Grindavik: Nýr og glæsilegur leikskóli tekinn í notkun Frá vígslu leikskólans Lautar á laugardaginn. VÍKURFRÉTTAMYND: JÓN RÖDDIN ÓLAFSSON Nýr og glæsilegur leik- skóli var vígð ur í Grindavík á laugardag en hann ber nafnið Laut. Eldri leikskólinn Laut var stofnaður 1997 og var 230 ferm. að stærð en nýja Laut er um 675 ferm. að stærð og þar er rými fyrir um 130 börn, á eldri leikskól- anum var hægt að vista um 70- 80 börn. Fjölmenni var við vígsluna og af tilefninu fékk Laut margar góðar gjaflr. Foreldrafélaga leik- skólans kom færandi hendi og gaf Laut fána með einkennis- orðum skólans, farsíma og dvd spilara. Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, afhenti Laut mynd frá fyrstu skóflustungunni og vitaskuld eina af skóflunum sjálfum sem notuð var til verksins. Fyrsta skóflustungan að Laut var tekin í maí 2005 og því hefur að- eins tekið um eitt ár að fullklára leikskólann semerhinn glæsileg- asti. Grindin hf sá um byggingu leikskólans en heildarbyggingar- kostnaður með lóð var um 150 milljónir króna. Nesprýði sá um frágang á lóð leikskólans sem er um 5600 ferm. og sá Barna- smiðjan um leiktækjagerðina. Arkitekt leikskólans er Ingþór Björnsson hjá Verkfræðistofu Suðurnesja en starfsmenn leik- skólans komu að hönnun hans strax á fyrstu stigum og mótuðu grunnhugmynd hans. Eftirlit með byggingarframkvæmdum sá Guðmundur Einarsson um frá Verkfræðistofu Suðurnesja. Nú eru 22 starfsmenn á Laut í 15 stöðugildum en búast má við að þegar leikskólinn verður full- setinn að starfsmönnum fjölgi nokkuð og stöðugildi verði um eða yfir 20. Eftir opnun Lautar hefur fram- boð á leikskólaplássi aldrei verið meira en nú og eru laus rými fyrir 50-70 börn. VfKURFRÉTTIR I 21. TÖLUBLAÐ i 27. ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETIMU • www.vf.is • IESTU NÝJUSTU FRÉTTIR ÐAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.