Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.2006, Blaðsíða 36

Víkurfréttir - 24.05.2006, Blaðsíða 36
PÓST¥=m KASSINN Sigurður Eyberg Jóhannesson skrifar: Góðir Sjálfstæðismenn Eg þekki Sjálfstæðismenn sem eru góðir menn. Þeir trúa á hugmynda- fræði flokks- ins. Þeir trúa því að kapít- alisminn sé rétta leiðin til aðbætasamfé- lagið. Nú hafa Sjálf- stæðismenn leitt stjórn þessa lands, sem og Reykjanes- bæjar, svo árum skiptir svo hugmyndafræðin hefur heldur betur fengið tíma til að vinna sín verk. En hvernig er svo staðan? STAÐAN Á landsvísu hefur svo verið vegið að öldruðum að þeir hyggja nú á að stofna sérstakan stjórnmálaflokk til að freista þess að verja rétt sinn. Konur eru með um 30% lægri laun en karlar og er það Norðurlanda- met í launamisrétti kynjanna. Landsspítalinn býr við svo þröngan kost að ómögulegt er að veita sjúklingum mannsæm- andi þjónustu og samkvæmt nýrri ársskýrslu Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna koma þeir verst settu í þjóðfélaginu úr hópum öryrkja, einstæðra mæðra, innflytjenda, aldraðra, geðfatlaðra, einstæðinga og fá- tækra barna. 1 Reykjanesbæ er þjónusta við aldraða í molum, fíkniefna- neysla ungmenna er í hámarki, sjúkrahúsið er í fjárhagslegu svelti, kynbundið ofbeldi líðst á nektarstöðum og ofbeldi og glæpir virðast síst á undanhaldi. VANDINN En hafi hugmyndafræði Sjálf- stæðisflokksins brugðist hinum félagslegu þáttum samfélagsins þá hefur hin margrómaða ör- ugga fjármálastjórn flokksins komið fólki vel. Eða hvað? Verðbólgan er nú komin á fulla ferð, með tilheyrandi hækkun afborgana og matvöruverð er Verður í Reykjanesbæ fimmtudaginn I. júní 2006 kl. 19.00 Hlaupið verður frá Sundmiðstöðinni við Sunnubraut. Vegalengdir 3,5 km. og 7,0 km. Upphitun á vegum Perlunnar kl. 18.45 við Sundmiðstöðina. Skráning er i Perlunni frá 22. maí og við Sundmiðstöðina 1. júni frá kl. 17.00. Þátttökugjald er 500 krónur fyrir 14 ára og yngri en 1000 krónur fyrir 15 ára og eldri. Bolur er innifalinn i verði. Allir sem Ijúka hlaupinu fá viðurkenningarpening og fritt i sund á eftir i Sundmiðstöðinni. Verðlaun og happdrætti. Þökkum Glitni fyrir stuðninginn. Krabbameinsfélag Suðurnesja i i * 1 * i , i Pemm i GLITNIR 36 IVÍKURFRÉTTIR i 21.TÖLUBLAÐ I 27. ARGANGUR Áshildur Linnet skrifar: Fríar skólamáltíðir í Vogum það hæsta á Norðurlöndunum. I Reykjanesbæ selja menn frá sér eigur sínar og strá svo í kringum sig peningum eins og Nýríki Nonni. Menn hljóta að sjá að þessi hug- myndafræði er ekki að virka. Hvorki félagslega né fjárhags- lega. Menn hljóta að sjá að þessi leið er fullreynd og tími til kominn að leita nýrra leiða. SVARIÐ Róttæk félagshyggja er leiðin sem Vinstri Græn kjósa. Hvað þýðir það? Það þýðir að við krefjumst þess að allir þegnar samfélagsins eigi þess kost að búa við reisn alla æfi. Hvernig gerum við það? Við gerum það með því að mæta einstaklingum sem einstaklingum. Með því að hætta að veita „ölmusur" og gera alla að virkum þátt- takendum í samfélaginu. Við gerum það með því að taka ætíð mið af því að ganga ekki svo á umhverfi okkar að börn okkar og afkomendur þurfi að búa við minni náttúrulegar gnægtir en við gerum sjálf og síðast en ekki síst gerum við það með því byggja upp öflugt íslenskt atvinnulíf þar sem áherslan er á nýsköpun og frumkvöðlastarf því tækifærin liggja við hvert fótmál, það eina sem þarf er hugvit, dugnaður og þor - og af því öllu höfum við nóg hér á Reykjanesinu! Sigurður Eyberg Jóluumesson Kastljós Sjónvarpsins fangaði heldur betur at- hygli mína mánudags- kvöldið 15. maí. Þar var tekið viðtal við Ingu Þórs- dóttur doktor í næringar- f r æ ð i u m niðurstöður ný legr ar rannsóknar á mataræði íslenskra barna. Það sem sló mig var að sam- kvæmt niðurstöðum sem þar voru kynntar erum við Islend- ingar Evrópubúa latastir við að borða grænmeti og er svo komið að íslensk börn á aldr- inum 9-15 ára fá um fjórðung orku sinnar úr sykri og að ung- lingarnir okkar eru að meðal- tali að borða grænmeti sem samsvarar hálfri gulrót á dag. I máli dr. Ingu kom einnig fram að íslendingar, einkum íslenskir unglingar, borði allt of lítinn fisk svo að ástæða er að hafa áhyggjur af D-vítamín og joð skorti hjá þeim. Við fiskveiðiþjóðin fengum alltaf mikið af D-vítamíni með fisk- og lýsisneyslu en það vítamín er einkar mikilvægt fyrir bein- vöxt og þroska. Auk þess að hafa áhyggjur af þessu haíði dr. Inga áhyggjur af aukinni tíðni offitu meðal barna og öllum þeim kvillum sem henni fylgja. Lausnina taldi hún liggja í því að koma aukinni fræðslu um hollustu og mikilvægi heilbrigðs lífernis inn í skólana. Þetta fer einkar vel saman við það sem við hjá E-listanum höfum lagt áherslu á með heilsu- stefnu okkar. Niðurstöður þess- arar rannsóknar styðja mikil- vægi þess að koma á heildstæðri heilsustefnu. E-listinn ætlar að byrja strax í haust og munu öll grunnskólabörn fá frían, hollan og næringarríkan hádegisverð sem eldaður er á staðnum. Veljum heilsuna og setjum x við E á kjördag. Áshildur Linnet 8. sœti Fanney Dóróthe skrifar: K-listinn og þú til framtíðar Islenskt dagatal segir að sumarið sé tekið við enda sólin farin að sýna sig og grasið farið að grænka. Lífið, nátt- úran er að vakna af vetr- ardvalanum. Þessi eilífa hringrás lífs- ins sem við öll rennum saman í gegnum án þess að geta nokkru um breytt. Núna er samt sem áður sá tími sem bara kemur á fjögurra ára fresti - kosningatíminn. Þá eru annarskonar breytingar í vændum en vonandi þó áfram- haldandi bjartir tímar. Það er að segja ef „rétt“ niðurstaða verður á sjálfan kosningadag- inn. Niðurstöðuna getum við haft áhrif á og þar með miklu ráðið um hvað framtíðin ber í skauti sér. Ólíkt lífsins hringrás getum við mannana börn haft áhrif á þessa hringrás - nefnilega með því að nýta kosningarétt okkar. Já, lýðræðið. Til þess að taka svo veigamikla ákvörðun sem lýðræðið veitir okkur, þarf að vega og meta hvaða kosti hver og einn frambjóðandi og flokkur hefur fram að færa. Hver er bestur fyrir mig, mína og mitt (bæjarfélag). Þá þarf jú einnig að gera upp við sig hvað skiptir máli fyrir mig og hverjir eru bestir og hæfastir til að framfylgja því sem mér flnnst skipta mestu máli. Hvað er mér dýrmætast og verðmæt- ast? Hvernig skapa ég mér og börnum mínum bjarta framtíð? í Sandgerði hefur verið mikil og góð uppbygging á öllum sviðum bæjarmálanna. Þeir sem haldið hafa í taumana hafa svo sannar- lega haft veg, vit og hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi í ákvarð- anatökum sínum undanfarin kjörtímabil. Þar hefur K-listinn, listi bæjarmálafélags óháðra borgara leitt lestina. K-listi, listi fólksins í bænum, listi sem skipar leiðtoga bæjarbúa. Þar er einmitt það sem er svo dýr- mætt, reynslan í bland við nýja og unga frambjóðendur með dýrmætar nýjar hugmyndir og sjónarhorn. Ungur nemur, gamall temur. Á K-listanum eru „reynsluboltar" sem kunna að stýra og stjórna til framtíðar í vaxandi bæjarfé- lagi í bland við ungt og efnilegt hugsjónafólk með hugmyndir og reynslu af nýjum tímum í síbreytilegu samfélagi. Þetta er fólkið sem er tilbúið til að vinna fyrir þig, huga að verðmætum þínum. Hvort sem þau eru fjár- hagsleg eða tilfinningaleg; stein- steypukassinn sem þú býrð í, börnin þín, fjölskyldan eða um- hverfið. Ég hvet þig til að kynna þér mál- efnaskrá K-listans og fólkið sem hann kýs að bjóða fram sem full- trúa þína til framtíðar. Gerum X við K á vonandi björtum kosningadegi þann 27. maí næstkomandi. Fanney Dórótlie Halldórsdóttir. VÍKURFRÉTTIR Á NETiNU •www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.