Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.2006, Blaðsíða 43

Víkurfréttir - 24.05.2006, Blaðsíða 43
SumarafB6}?sing@r Vantar starfsmann tit sumarafleysinga. Um er að ræða vinnu i eidsneytisbirgðastöð og við eldsneytisafgreiðslu á flugvélar á Keflavíkurflugvelli. Vaktavinna. Meirapróf kostur, en þó ekki skilyrði. Upplýsingar veitir Halldór í síma 425 0751 og halidor.eak@simnet.is Eldsneytisafgreiðslan á Keflavíkurflugvelli www. kylfingur. is Daglegar fréttir afgolfinu Hugmyndir kynntar að lceland MotoPark Hugmyndir að Iceland MotoPark voru kynntar í íþróttaaka- demínunni í Reykjanesbæ á iaugardag. Um er að ræða fjöl- nota akstursíþróttabraut sem er 4,2 km að lengd og kvartmílu- braut. Reykjanesbær hefur þegar úthlutað 150 hektara land undir akstursíþróttasvæði og tengda starfsemi. Bæjarfélagið mun leigja landið frá sér en ekki taka þátt í byggingu svæðisins. Svæðið sem um ræðir er ofan við Seltjörn og er staðsett ská- hallt á móti svæðinu þar sem Stapahverfið mun rísa. Ásamt akstursíþróttabrautinni er gert ráð fyrir því að í kringum braut- ina muni rísa verslunar- og þjón- ustusvæði. Reykjanesbær mun á næstunni fara yfir hugmyndir fyrirtækjanna og fara vandlega yfir framtíðarhorfur þessa gríð- arstóra verkefnis. u" Jón og Borgar bestir heima Ión Bjarni Hrólfsson og Borgar Ólafsson sigruðu Suðurnesjarallið í 2000 cc Jd um helgina en þetta var önnur keppnin í röð sem þeir klára í toppsætinu og eru því efstir að stigum í sínum flokki. Bíllinn sem þeir félagar keppa á er tveggja dyra Ford Focus sem skilar um 180 hestöflum. Félagarnir Jón og Borgar hafa áratuga reynslu í rallinu og keppa í Reykjavík þann 10. júní n.k. þar sem þeir ætla sér ekki neitt annað en sigur. REYKJANESBÆR Tjarnargötu 12 • Póstfang230 • S: 421 6700 • Fax: 421 4667 • reykjanesbaer@reykjanesbaer.is KÖNNUN Á ÞÖRF FYRIR FÉLAGSLEGT LEIGUHÚSNÆÐI í REYKJANESBÆ Óskaö er eftir umsóknum um félagslegt leiguhúsnæöi í Reykjanesbæ. Skilyrði fyrir því að fá úthlutað félagslegri leiguíbúð eru: Tekjumörk Tekjumörk miðast við meðaltekjur sl. þriggja ára samkv. skattskrá áður en úthlutun fer fram. Meðaltekjur einstaklinga eru allt að kr. 2.511.000,- á ári fyrir hvern fullorðinn einstakling á heimilinu og kr. 421.000,- fyrir hvert barn innan tvítugs. Viðmiðunartekjur hjóna og fólks í sambúð kr. 3.516.000. Eignamörk Eignamörk miðast við heildareign að frádregnum heildarskuldum skv. síðustu skattskrá. Umsækjandi eigi ekki nettó eign yfir ákveðnu marki sem ákvarðast í reglugerð. Eignamörk eru kr. 2.711.000,- Væntanlegir umsækjendur útfylli umsókn, skili tekju og eignavottorði fyrir síðastliðin þrjú ár ásamt vottorði um lögheimili. Umsækjendur verða að hafa átt lögheimili í Reykjanesbæ síðustu 12 mánuði til að umsókn verði tekin gild. Allar umsóknir eldri en 6 mánaða óskast endurnýjaðar annars teljast þær úr gildi fallnar. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu fjölskyldu og félagsþjónustu Hafnargötu 57, Kjarna. Skilafrestur umsókna ertil 10. júní 2006. Húsnæðisfulltrúi. ÍÞRÖTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU I BOÐi LANDSBANKANS 43

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.