Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.2006, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 24.05.2006, Blaðsíða 16
FYRIR KOSNINGAR Guðbrandur Einarsson oddviti A-listans segir að meirihluti sjálfstæðismanna hugsi lítið um líðan og möguleika bæjarbúa og beiti sjónhverf- ingum til að fegra ástandið í bæjamálum. í viðtali við Víkurfréttir á lokaspretti kosninga- baráttunnar segir hann verk sjálflstæðismanna Nú þegar fer að líða að úrslita- stund hvernig hefur þér fundist kosningabaráttan ganga? Hún hefúr gengið ágætlega. Við höfum unnið eftir aðgerðaplani sem við settum okkur í byrjun og vinnan hefur gengið vel, þó fylgið hafi ekki að skilað sér í skoðanakönnunum undanfarið. Skoðanakannanirnar hafa þá ekki breytt ykkar markmiðum? Nei, okkar markmið eru óbreytt. Við viljum breyta og væntum þess að við getum breytt pólitíska landslag- inu hér og við hættum ekkert fyrr er talið verður upp úr kjörkössunum. Hvaða mál setjið þið á oddinn á loka- sprettinum í kosningaslagnum? Við höfum haldið því frarn alla þessa kosningabaráttu að það skiptir máli hverja þú kýst. Við, þessi öfl sem stöndum að A-listanum höfum lagt áherslu á jöfnuð og aukna aðstoð við íbúa og það greinir okkur frá Sjálfstæð- isflokknum. Okkur hefur fundist lítið hugsað um líðan og möguleika fólks hérna í sveitarfélaginu og við höfum lagt fram skýrar áherslur hvað þetta varðar og erum ekki að breyta um stefnu núna. Kunnið þið einhverjar skýringar á því hvers vegna þið mælist ckki hærri í könnunum? Ég held að það séu margar skýringar þar að baki og gæti nefnt rnargar þó svo að maður geti aldrei sagt nákvæmlega til um það. Ég hugsa að ákveðinn hópur fólks sé ekki tilbúinn til að kaupa þá hugmyndafræði sem liggur að baki hinu sameiginlega framboði og þurfl tíma til að átta sig á því að A-listinn stendur bæði fyrir sjónarmið Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins hér í sveitarfé- laginu. Við höfum unnið mjög vel saman þetta kjörtímabil og nánast verið sam- mála um öll atriði og þau birtast í þessu framboði. Það er ekki víst að kjósendur hafi séð þetta eða upplifað þetta og þeir gætu þurft lengri tíma en ég vona svo sannnarlega að við náum að skýra þessi mál fyrir kjósendum fyrir kosningar. Fari allt á versta veg fyrir ykkur þ.e. að sjálfstæðismenn héldu meiri- hluta og ynnu jafnvel af ykkur mann, væri ekki erfitt að halda samstarfi í minnihlutanum? Það vil ég ekki meina. Ég trúi því að samstarfið muni halda áfram. Þetta er góður hópur sem hefur unnið mjög vel alla kosningabaráttuna. Það sem ég óttast hins vegar ef hlutirninr fara á þann veg sem skoðanakannanir hafa gefið tilefni til að ímynda sér, er sú lýð- ræðislega umræða sem mun fara fram í stjórn sveitarfélagsins. Við gætum hugsanlega misst fulltrúa í nefndum og bæjarfulltrúum okkar mun fækka og það hefur áhrif á lýðræðislega umræðu í framhaldinu. Það er ég hræddur við, en ekki samstarfið sem gengur mjög vel. Breyttust forsendur ykkar við það að þrjú ný framboð komu fram á síðustu stundu? Auðvitað hafa þessi framboð áhrif á stuðning við okkur eða Sjálfstæðisflokk- inn. Ég held að þetta komi frekar niður á okkur en sjálfstæðismönnum. Vinstri Grænir liggja svo sem ekki langt frá okkur þó okkur greini á um ákveðin stór atriði, en þeir aðhyllast þessi félagslegu sjónarmið og ég get séð fyrir mér að stór hópur Vinstri Grænna hefði hugsanlega getað stutt A-listann. Við erum auðvitað hrædd um það að þegar atkvæði dreifast á marga flokka að listi geti fengið meiri- hluta fulltrúa með minnihluta atkvæða. Sjáið þið enn sóknarfæri til að gera þetta að almennilegum kosningaslag? Ég veit ekki hvort við séum að sjá ein- hver sérstök sóknarfæri, en held hins vegar að þegar um slíkan samruna er að ræða eins og hjá okkur og framboðum fjölgar vinstra megin þá sé fólk seinna að gefa sig upp í könnunum. Ég held að sjálfstæðismennirnir séu flestir búnir að gefa sig upp, en það er svo spurning um hvert óákveðnu kjósendurnir skila sér. Ég trúi því að þeir komi frekar til okkar en til Sjálfstæðisflokksins. Þetta mun lagast hjá okkur síðustu dagana, hversu mikið veit ég ekki, en við munum keyra áfram og reyna að gera fólki grein fyrir því sem við stöndum fyrir og þeim mun sem er á okkur og Sjálfstæðisflokknum. Er markmið ykkar, að ná meirihluta í bæjarstjórn, enn raunhæft? Það er ennþá okkar markmið. Við erum í stjórnmálum til að hafa áhrif og við viljum hafa áhrif á þróun þessa samfélags og það hefur engin breyting orðið á því. Við teljum að það sem hefur verið gert hér sé ekki til hagsbóta fyrir íbú- ana og viljum fá að koma að þeim málum og gera breytingar. Þau sjónar- mið og markmið hafa ekki breyst. Gæti lítið fylgi við ykkur orsakast af því að fólkið í bænum hafi það einfald- lega gott og telji að þeirra atkvæði sé best borgið hjá sjálfstæðismönnum? Það liggur fyrir að ýmislegt hefur breyst á þessu kjörtímabili. Ásýnd bæjarins er önnur en hún var og fólk er ekki endilega að velta fyrir sér hvers vegna það hafi gerst eða hvernig. Ég segi að þetta séu bara sjónhverfingar. Hér hafa menn verið að selja eigur sínar og nýta þá fjármuni í rekstur. Það er ekkert mál að eyða peningum, en það er erfiðara að afla þeirra. Ef fólk gerði sér grein fyririr þessu myndu skoðanir þeirra breytast. Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum? Ég vil brýna fyrir kjósendum að fylkja liði á bak við A-listann. Það er nauðsyn fyrir lýðræðislega umræðu í sveitarfélag- inu og nauðsyn fyrir fólk sem aðhyllist jöfnuð og félagshyggju í þessu samfélagi, að það sýni með þátttöku sinni í þessum kosningum að það vilji hugsa hvert um annað til að öllum líði vel í þessu sveit- arfélagi. Það er ekki þannig. Við erum með fullt af málum sem ekki er verið að ræða um í þessari kosningabaráttu. Ég nefni sem dæmi að hér eru 120 manns á biðlista eftir félagslegu íbúðarhúsnæði. Sjálfstæðismenn gátu aðeins sinnt 15 manns á síðasta ári, þannig að hér er ýmislegt sem þarf að taka á og það er engum betur treystandi fyrir því en fólk- inu sem stendur á bak við A-listann. Viðtalið er í heild sinni íformi sjónvarpsviðtals á vef Víkurfrétta. 16 | VIKURFRÉTTIR 1 21.TÖLUBLAÐ 27. ARGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTiR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.